Íslenskur almenningur kann ekki hagfræði, og það sést

"Þekking mín á innihaldi íslenskra námskráa er ekki mikil og aðallega byggð á því sem ég upplifði sjálfur sem nemandi í grunn- og framhaldsskóla (og háskóla) auk þess sem ég hef séð hér og hvar á internetinu og í fjölmiðlum. Eitt þykist ég samt vita og það er að hagfræði er hvergi kennd sem hluti af neinni námsskrá (og í besta falli sem útþynnt hliðargrein í þjóðhagfræðitímum í ákveðnum brautum framhaldsskóla), og það þykir mér vera furðulegt, þá séð í ljósi þess hvað annað fær svo mikið vægi í skólum landsins.

Þessi fjarvera hagfræði úr íslenskum kennsluskrám gerir það að verkum að námið missir marks sem undirbúningur undir lífið. Íslendingar skilja varla fréttirnar sem núna dynja á þeim um allskyns hagfræðitengd málefni, svo sem gengissveiflur, bensínverð, matvælaverð, skatta, breytingar á bótakerfum, verð á landbúnaðarvörum, afleiðingar afnáms við banni á sölu á hráu kjöti á Íslandi, alþjóðavæðinguna, og svona má lengi telja."

Þessi texti er hluti af nýjasta pistli mínum á Ósýnilegu höndinni. Athugasemdir velkomnar! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Þetta er rétt hjá þér Geir, sem fyrr. Hagfræðiþekking almennings er gjörsamlega út á túni og það er ótrúlegt hvað stjórnmálamönnum tekst að ljúga almenning uppfullan af allskonar dellu. Það verður samt að viðurkennast að með tilkomu netsins og aukinna sveiflna í hagkerfinu hafa ansi margir tekið það upp á sitt eigið fordæmi að kynna sér þetta, sem er gott. En betur má ef duga skal.

Vandamálið samt með hagfræðina að henni má snúa fram og aftur eftir höfði þess sem hana kynnir, ekki eins og stærðfræði eða eðlisfræði sem er mun fastmótaðri fræðigreinar. Það sem ég er að segja með þessu er að þótt hagfræði væri tekin upp í grunn- og framhaldsskólum er ekki víst að það sé hagfræði sem yrði okkur að skapi, þar sem kennarastéttin er upp til hópa örgustu sósíalistar. Þannig gæti þetta spilast upp í hendurnar á sósíalistunum í ríkisstjórninni, sem aftur eiga menntakerfið. Það væri náttúrulega ráðlegast að frjálshyggjumenn tæku sig saman og hefðu hendurnar á kafi í hagfræðimenntun almennings með kynningarstarfi og með því e.t.v að reka einkarekna skóla. Það virðist þó lítið fara fyrir þeim í dag.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 13.4.2008 kl. 17:54

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigrður,

Að mínu mati væri linnulaus sósíalískur áróður í hagfræðikennslu grunn- og framhaldsskóla til bóta frá núverandi algjörri fjarveru hagfræðikennslu á þessum skólastigum. Linnulaus áróður fengi a.m.k. gagnrýna heila til að staldra við og rannsaka hið falda fag á eigin spýtur! Í dag heldur fólk að þetta fag sé einhver tölfræðiþraut á háskólastigi en því fer fjarri að svo sé.

Geir Ágústsson, 13.4.2008 kl. 21:54

3 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

já, þú ert kaldur þykir mér. Kannski má bera rök fyrir því að röng hagfræði er betri en engin hagfræði, en manni verður óneitanlega hugsað til þriðja ríkisins og annarra hliðstæðna á jarðkringlunni.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 13.4.2008 kl. 23:09

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigurður,

Þú hefur lög að mæla og dróst úr kulda mínum ef svo má að orði komast. Skólakerfið hefur verið með eindæmum gott í að ala á sósíalisma, ríkisreknum umhverfisverndarsjónarmiðum, trúarinnræti og ég veit ekki hvað og hvað - m.ö.o. búa til "góða þegna". Ætli hagfræðikennsla í ríkisskólunum yrði ekki stórslys eins og önnur kennsla sem ætti að reyna á heila, en er kennd í formi heilaþvottar. 

Geir Ágústsson, 14.4.2008 kl. 21:08

5 identicon

Spurning hvort Frjálshyggjufélagið geti ekki staðið fyrir opnum námskeiðum í hagfræði fyrir almenning ?

Valþór (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 10:42

6 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Þetta er góður punktur Valþór. Frægt er orðið þegar Mises, faðir frjálshyggjunnar í austurríki og svo bandríkjunum hélt vikuleg seminar í frjálshyggjuhagfræði (þ.e austurrískri hagfræði) sem hann tók engan pening fyrir og fékk ekkert greitt fyrir heldur. Því miður er frjálshyggjufélagið alveg steindautt. Líkleg ástæða: þeir hafa það of gott?

Sigurður Karl Lúðvíksson, 16.4.2008 kl. 13:49

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég sendi eitt sinn póst á Íslendingafélagið hér í Köben og bauðst til að halda örlítinn fyrirlestur um frjálshyggju. Ég fékk ekkert svar.

Skólaheimsóknir Frjálshyggjufélagsins virðast einnig vera komnar undir feld. Einhvers staðar eigum við hellings af netföngum skólaheimsókna. Ef einhver hefur áhuga á að heimsækja skóla sendið þá póst á mig á geirag hjá gmail.com og ég skal athuga hvað ég get gert til að skipuleggja það.

Geir Ágústsson, 16.4.2008 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband