Vinstrimenn sætta sig ekki við leikreglur lýðræðisins

Vinstrimenn eru engir unnendur lýðræðisins nema vitaskuld þegar þeir eru réttu megin við 50% línuna (með eða án samflots við miðjuflokka sem gjarnan vinna með bæði vinstri- og hægrimönnum, eins óþolandi og það er).

Á það hefur verið bent að ólætin sem bókstaflega trufluðu fund borgarstjórnar eru sennilega brot á íslenskum hegningarlögum. En það er víst fyrirgefið á meðan vinstrið fremur lögbrotin. Hegningarlögin eru jú bara fyrir kapóna eins og Árna Johnsen, ekki satt?

Á það hefur verið bent að skoðanakönnun Fréttablaðsins var furðulega nálægt atburðunum í ráðhúsinu til að vera hrein tilviljun (a.m.k. heilmikil tilviljun ef svo var). Var hún pöntuð?

Á það hefur verið bent að engin lögbrot eða brot á stjórnskipun borgarinnar hafa átt sér stað með myndun hins nýja meirihluta.  Allt þetta endalausa hjal um "vilja borgarbúa" og "meirihluta kjósenda" má senda í ruslatunnuna. Kosningar fóru fram, flokkarnir fengu borgarfulltrúa í samræmi við úrslit þeirra í samræmi við gildandi reglur, og þeir einstaklingar sem náðu kjöri ræða sín á milli um samstarf og málefnasamning (að vísu vantaði fráfarandi meirihluta málefnasamning en sennilega er ástæðan sú að þeim vantaði lög og reglur til að skikka þeim að hafa einn slíkan).

Fólk fjölmennti í pallana og gerði aðhróp og truflaði fund borgarstjórnar. Einhvern tímann hefði það þótt vera ástæða til að ryðja pallana svo stjórnvaldið gæti sinnt sínum störfum. Bara ekki þegar vinstrimenn eiga í hlut. Þeir skilja jú ekki leikreglurnar, greyin.

Heldur einhver að Sjálfstæðismenn hafi verið ánægðir með valdataflið í Reykjavík í haust? Aldeilis ekki. Fjölmenntu þeir í pallana og kröfðust nýrra kosninga? Nei, því þeir skilja leikreglurnar, og að stundum þarf að sætta sig við að einhverjir skipta um skoðun, sem er jú ennþá löglegt á Íslandi (en ekki bara þegar það hentar vinstrinu). 


mbl.is Segja atburðina í Ráðhúsinu sögulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held það þurfi ekki mjög fróðann mann til að sjá að fólki er misboðið.  Skríllinn/lýðurinn sem var á pöllunum þennan dag var því í umboði furðu margra.  Af hverju létu ungir sjálfstæðismenn ekki sjá sig ef þetta var svona mikill gleðidagur.

Guðmundur (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 12:03

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hrókeringar stjórnmálamanna á milli kosninga eru ekkert sérstakt tilefni til að eyðileggja löglega fundi stjórnvalda með skipulögðum mótmælum.

Þeir sem mættu á mótmælin voru ekki í umboði eins né neins nema sjálfs síns. Hvað mættu margir? 1000 manns? 99.000 manns sáu ekki ástæðu til að mæta. 1% borgarbúa tóku þátt. Umboð fyrir aðra hafði sá hópur ekki né hefur. 

Geir Ágústsson, 27.1.2008 kl. 12:09

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Guðmundur virðist ekki skilja, að mikill munur er á "skipulögðum skrílslátum" og ólátum sem "fólk af götunni" grípur til í hita leiksins. Fyrir liggur, að skrílslætin í Ráðhúsinu vor skipulögð af Rauðu herdeildinni. Dagur Bé og stuðningsmenn vita upp á sig skömmina og hamast því við, að fullyrða að mótmælin hafi verið höfð í frammi af "fólk af götunni".

Hvaða fólki var misboðið, að starfshæfur meirihluti væri myndaður í Reykjavík ? Það eru Dagur Bé og Guðmundur, sem gráta missi borgarstjóra-stólsins. Valdabrölt Rauðliðanna snýst bara um valda-aðstöðu sem sést greinilega á því, að eftir meira en 100 daga stjórnar-setu bólaði ekkert á málefnasamningi. Erindisleysa þessara manna var því algjör. Líklega hefur aldreigi áður skeð í landinu, að meirihluti í bæjarstjórn hafi ekki verið búinn að koma sér saman um málefna-samning eftir rúma 100 daga stjórnar-setu.

Loftur Altice Þorsteinsson, 27.1.2008 kl. 16:40

4 Smámynd: Einar Jón

Ég er nú ekkert sérstaklega fylgjandi þessum mótmælum, en þessi málflutningur er út í hött. Auðvitað er þetta löglegt, en er það virkilega nóg?

Borgarfulltrúar eru kjörnir til að vinna af heilindum og í þágu kjósenda, ekki bara réttu megin við lögin og í þágu flokksins. Það að engin lög séu brotin þýðir ekki að allt sé í himnalagi, en er sífellt oftar notað þessa dagana til að afsaka gjörðir okkar kjörnu fulltrúa. Hvað kallast það aftur að gefa skít í allt og gera það sem maður vill svo lengi sem maður brýtur ekki lögin?

Ef einhver hélt því fram að mótmælendur töluðu fyrir munn allra Reykvíkinga skjátlast honum verulega, en að segja að allir sem ekki mótmæltu séu bara sáttir er alveg jafn rangt. Þú veist jafn vel og aðrir að Íslendingar eru latari við mótmæli en aðrar þjóðir. Fyrir hvern einn sem mótmælir eru margir sem bölva í hljóði - þeir eru "of uppteknir" til að mótmæla þar sem "payoff-ið" er ekki nægjanlegt til að það taki því. 

Skoðanakannanir staðfesta þetta, hvort sem þær eru pantaðar eða ekki (og er virkilega óvenjulegt að fjölmiðill sé með puttana á púlsinum?).

Einar Jón, 27.1.2008 kl. 16:56

5 Smámynd: Einar Jón

Annars hef ég enga trú á að þessi stjórn haldi. Markmiðið virtist aðallega vera að splundra REI-listanum, og nú þegar það er fullreynt er enginn meirihluti mögulegur án D-lista.

D hefur því öll tromp á hendi, og verður í meirihluta út kjörtímabilið hvað sem á dynur.

Einar Jón, 27.1.2008 kl. 16:57

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Einar,

Auðvitað er frávera frá mótmælum ekki það sama og andstæða við mótmælin, en 1000 manns, þá aðallega ungt fólk, er engu að síður fámennur hópur og ég gef mér að einhver hluti hópsins hafi verið ungliðar úr nálægum sveitarfélögum, sem er ekki til að bæta úr skák.

Hið versta er samt að þetta fólk truflaði störf borgarstjórnar með dónaskap, yfirgangi og frekju. 

Skoðanakannanir sýna oft miklar fylgissveiflur. Eiga þingmenn VG að víkja úr sal Alþingis þegar Sjálfsstæðismenn hoppa upp í kunnuglegar 40-45% fylgistölur án þess að láta reyna á það með nýjum kosningum?

D og Ólafur F-listi náðu saman um málefnasamning. Kannski það bjargi borginni frá enn einni hringavitleysunni. 

Geir Ágústsson, 27.1.2008 kl. 17:05

7 Smámynd: Einar Jón

Svo maður vitni í Simpsons: Don't blame me, I voted for Kodos. Ég er á móti framgöngu beggja hliða, og sé fram á að flýja land út kjörtímabilið.

Ég sagði aldrei að skoðanakannanir gerðu neitt annað en að gefa til kynna ánægju kjósenda. Þó þær myndu sýna að 100% kjósenda væru hundfúlir hefur það enga lagalega merkingu - og gefur ekki lagalegt tilefni til að boða til nýrra kosninga. En mér finnst ógnvekjandi þessi hugsunarháttur sjálfstæðismanna að um leið og við erum stigin úr kjörklefunum eigum við að gyrða niður um okkur og grípa um ökklana næstu 4 árin.

Og burtséð frá því hvernig skríllinn lét er ég ósammála því að 1000 manns séu fámennur hópur. Hversu oft hafa verið yfir 1000 manna mótmæli eða bara fjöldasamkomur á Íslandi meðan á vinnutíma stendur? Nefndu þrjár...

D og Ólafur F-listi náðu saman um málefnasamning. Meinarðu ekki Villi og Ólafur? Gísli & co. eru strax byrjuð að pissa á þennan samning.

Einar Jón, 27.1.2008 kl. 18:28

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Þeir eru fleiri sem pissa á þennan samning utan vinstrihreyfingarinnar (rétt eins og Ólafur F. var ósáttur við samningsleysið). Eftir stendur samt að mótmæli eiga ekki að eyðileggja löglega (lögboðna!) fundi, brjóta gegn hegningarlögum eða skrifa sjálf sig á "vilja þjóðarinnar" þegar slíkt er alls ekki raunin.

Hef því miður engin þrjú dæmi á takteinum.

Hugsunarhátturinn sem þú lýsir er alveg víðsfjarri því að tilheyra sjálfstæðismönnum. Hann tilheyrir stjórnmálamönnum sem skiptast á skoðunum og samstarfsaðilum. 

Geir Ágústsson, 27.1.2008 kl. 20:07

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Hefur einhver (t.d. viðstaddur) hugmynd um aldursdreifingu mótmælenda?

Geir Ágústsson, 27.1.2008 kl. 20:14

10 Smámynd: Einar Jón

Þeir eru fleiri sem pissa á þennan samning.

Ha? Dæmi um hvað fólk sem á ekki aðild að þessum samningi gerði áður en hann var saminn er varla sambærilegt við hitt, nema BDSM-listinn hafi líka skrifað undir og hann sé afturvirkur.

Hugsunarhátturinn sem þú lýsir er alveg víðsfjarri því að tilheyra sjálfstæðismönnum.

Ég á við að margir bloggarar hafa sagt að borgarfulltrúar megi leika lausum hala til 2010 og það komi okkir nánast ekkert við hvað þeir asnast til að gera, sbr: Þeir sem sitja fundinn hafa umboð úr kosningum til fjögurra ára og því verður ekki breytt þó einn meirihluti falli og fylgismenn hans hafi ekki þroska eða vitsmuni...

Andmæli Sjálfstæðismanna við þessu rugli frá Degi má líka flest umorða á þá leið að "við erum búin að kjósa yfir okkur þetta pakk svo það þýðir ekkert að nöldra". 

Nú er ég ekki að reyna að verja minnihlutann því hann stóð sig ömurlega. 

Einar Jón, 27.1.2008 kl. 22:11

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Sammála öllu og ósammála, á sama tíma!

Stjórnmálamennirnir hafa leikið lausum hala, og það leyfa lögin á meðan þau eru ekki brotin. Hrossakaupin munu alltaf eiga sér stað í stjórnmálum. Þau verða samt minna virði ef stór opinber fyrirtæki eru leyst úr krumlum opinberrar eigu. Biðstofa forsætisráðuneytisins tæmdist með einkavæðingum. Nú er komið að borginni!

Geir Ágústsson, 27.1.2008 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband