BNA þrjóskast við að stífla hagvöxtinn

Senn kemur sá dagur þegar fólk byrjar almennt að átta sig á því að þær fórnir í lífskjörum, hagvexti og mannlegri velferð sem skerðing á CO2-losun krefst eru of miklar til að sætta sig við. Evrópuríkin hafa brennt auðævum sínum á altari vindmylla og sólarpanela og keypt ódýra orku úr austri til að bæta upp fyrir lokun eigin orkuvera. Á endanum þurfa þau samt að herða tök sín á markaði og snarhækka orkukostnað evrópskra heimila ef ætlunin er í raun og veru sú að minnka CO2-losun.

Þegar sá dagur kemur mun óttinn við CO2 dofna og menn byrja aftur að líta á hina náttúrulegu sameind sem hluta af andrúmsloftinu og ósköp áhrifalítinn hluta þegar kemur að sífelldum breytingum í hitastigi lofthjúpsins, t.d. miðað við vatnsgufu og skýjafar. Aðrir munu halda áfram að trúa á ofurmátt CO2-sameindarinnar en sætta sig við losun hennar því hún er nauðsynleg hliðarafurð þess að færa mannkyninu dýrmæta orku.

Niðurstaðan verður í báðum tilvikum ein: Losun CO2 er nauðsynleg á meðan hagkvæm orkulind sem leysir af olíu er ó(upp)fundin. Næg olía er í jörðu til næstu 50-70 ára svo nægur er tíminn!

Þessi uppljómun almennings er hins vegar fjarri enn sem komið er. Þess vegna er ákaflega mikilvægt að Bandaríkin - "drifkrafturinn" í heimshagkerfinu - haldi áfram að hafa yfir 4% hagvöxt á ári í langtímameðaltali og halda út sem hinn "illi sóðalegi óvinur umhverfisins" eins lengi og hægt er. Clinton og GW Bush gerðu báðir vel með því að neita að skrifa undir bindandi alþjóðasamþykktir um takmörkun á losun CO2 og vonandi heldur næsti Bandaríkjaforseti áfram á sömu braut (hjálp!).


mbl.is Bandaríkin skrifa ekki undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Magnús Arason

Reyndar lýsti Clinton því yfir að hann væri fylgjandi Kyoto, en það var líklega vegna þess að það var ekki nokkur leið að Kyoto kæmist í gegnum bandaríska þingið.  Féll 97-0 í öldungadeildinni, ef ég man rétt, en Clinton reyndi að ná sér í nokkra punkta hjá róttækum umhverfisverndarsinnum.

Kristján Magnús Arason, 8.12.2007 kl. 22:42

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sniðugur!

Kannski eitthvað svipað útskýri af hverju stjórnarandstaða sérhvers Evrópuríkis getur alltaf fundið að því hvernig stjórnin er að "tækla" hið meinta vandamál: Stjórnin þorir ekki að ráðast í hinar gríðarlegu hagvaxtarkæfandi aðgerðir af ótta við almenningsálitið og þess vegna heldur bílum bara áfram að fjölga og fólk áfram að kynda og kaupa. Við stjórnarskipti snýst taflið við og þeir sem áður voru í stjórn geta nú setið í skjóli valdaleysis og ásakað ríkjandi stjórnvöld um linkind.

Geir Ágústsson, 9.12.2007 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband