Klassísk talnaleiksbrella

Oxfam-samtökin verða seint ásökuð um það að kunna ekki að vekja athygli á sér. Til þess hafa þau margar brellur, og ein er sú að "komast að" sláandi niðurstöðum sem verða að góðum fyrirsögnum. Fátt virkar betur á fjölmiðlamenn í leit að næsta stóra málinu!

Skýrsluhöfundar vilja til dæmis bera saman fjölda fellibylja á seinustu árum við fjöldann fyrir tveimur áratugum. Snjallt, séu eftirfarandi orð höfð í huga: "When taken as a whole, the pattern appears to be better characterized as being dominated by active and inactive periods that oscillate through time, rather than being one that indicates a temporal trend. This characterization is one that does not fit so well with the concept that hurricanes are becoming more intense because of increases in atmospheric CO2." (#)

Á árunum ca. 1930-1970 fór stórum fellibyljum fækkandi en minni byljum fór fjölgandi. Nú, 25-35 árum seinna, hefur stórum fellibyljum farið fjölgandi og þeim smærri fer fækkandi. Allt þetta á meðan vöxtur CO2 í andrúmsloftinu hefur vaxið línulega svo gott sem sleitulaust frá fyrri hluta 20. aldar. Sjá einnig mynd hér. Einnig athyglisvert.

Oxfam voru samt snjallir að miða ástandið í dag við ástandið "fyrir tveimur áratugum". Þannig er búin til niðurstaða sem er ekki beinlínis röng út af fyrir sig, en ámælisverð því hún segir ekkert til um náttúrulegar sveiflur sem taka miklu fleiri áratugi en viðmiðunartímabil "rannsóknarinnar".

Fjölmiðlamenn kokgleypa samt með glöðu geði. Athugasemdalaus endurbirting á æsilegum "niðurstöðum" er víst aðalhlutverk nútímalegra fréttamanna.


mbl.is Náttúruhamfarir stöðugt algengari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þótt Oxfam geri hugsanlega eitthvað gagn, er aumkunarvert að sjá þá falla í þann djúpa pytt sem umhverfis-flónskan er. Á nákvæmleg hliðstæðan hátt við bullið um að lífsandinn (CO2) valdi hlýnun í andrúmi Jarðar, halda þeir fram þeirri rökleysu að fjöldi fellibylja sé einnig háður magni lífsandans. Þú útskýrir þetta vel Geir, þegar þú segir:

Á árunum ca. 1930-1970 fór stórum fellibyljum fækkandi en minni byljum fór fjölgandi. Nú, 25-35 árum seinna, hefur stórum fellibyljum farið fjölgandi og þeim smærri fer fækkandi. Allt þetta á meðan vöxtur CO2 í andrúmsloftinu hefur vaxið línulega svo gott sem sleitulaust frá fyrri hluta 20. aldar……. Þannig er búin til niðurstaða sem er ekki beinlínis röng út af fyrir sig, en ámælisverð því hún segir ekkert til um náttúrulegar sveiflur sem taka miklu fleiri áratugi en viðmiðunartímabil "rannsóknarinnar".

Telur Oxfam að tilgangurinn helgi meðalið, eða getur verið að enginn maður með viti finnist innan raða þessara samtaka ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.11.2007 kl. 12:56

2 identicon

án þess að ég viti nákvæmlega hvað þú átt við með minni byljum þá er rétt að benda á eitt. Fellibylir eru jafnan flokkaðir í stafrófsröð þannig að sá fyrsti hvers árs heitir einhverju nafni sem byrjar á A, annar í röðinni fær heiti sem byrjar á B o.s.frv. Árið 2005 dugði þetta kerfi ekki til því stafrófið kláraðist og bylirnir sem þar komu á eftir fengu þá einhver vísindaleg nöfn. Sennilega grísk ég man það ekki alveg, enda aukaatriði. Þetta var í fyrsta skipti sem það gerðist.

Er það ekki orðið pínu þvermóðskulegt að neita að horfast í augun við það sem yfirgnæfandi meirihluti vísindamanna segja? Hnatthlýnun er staðreynd og CO2 skiptir máli í því samhengi.

Jón Skafti (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 23:37

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Jón Skafti, í þeim hafsjó linka sem ég benti á þá er talað um "category 1-5+" af fellibyljum. Ekki ætla ég að blanda mér í vísindin bak við það, en ímynda mér að há tala = stór bylur.

Hlýnun er vissulega að mælast víðast hvar, oftar en ekki á nóttunni og þá gjarnan yfir köldum þurrum svæðum (Síberíu, Sahara). Samband núverandi (örfárra áratuga gömlu) hlýnunar og endurreisnar CO2 (seinustu aðeins fleiri áratuga) í andrúmsloftinu hefur hins vegar hvergi nærri verið sannað.

"Yfirgnæfandi fjöldi" er einnig vafasöm "sönnun". Þegar vísindamenn eru hættir að rökræða á forsendum gagna og sannana, og byrjaðir að beita fjöldanum bak við sig, þá er eitthvað að!

Geir Ágústsson, 27.11.2007 kl. 06:43

4 Smámynd: Magnús Karl Magnússon

Það er rétt hjá Jóni Skafta að hnatthlýnun er staðreynd (þ.e. hiti á síðari hluta 20. aldar hefur glóbalt hækkað verulega og raunar hraðar en menn hafa áður séð), CO2 hækkun er staðreynd og að við mannfólkið erum ástæða hækkunar á CO2.  Það er einnig ljóst að yfirgnæfandi líkur á að orsakasamhengi sé milli hækkunar á CO2 (frá okkur mönnum) og hnatthlýnunar (þetta er ekki stðareynd - enda er hér verið að færa rök - ekki einföld mæling).

En hvað með samhengi fellibylja og hnatthlýnunar. Þar eru skv. því sem ég hef kynnt mér ekki jafnskýrt samhengi og milli hnatthlýnunar og CO2 hækkunar. En þó virðist mér að gögnin séu að hlaðast upp að samhengi sé milli sterkra fellibylja og hnatthlýnunar. Um þetta er þó ekki consensus í dag en sennilega eru hér líkurnar meiri en minni að um beint orsakasamband sé að ræða. (sjá m.a. hér http://www.realclimate.org/index.php/archives/2006/03/reactions-to-tighter-hurricane-intensitysst-link/ )

Þessi lokamálsgrein summerar þetta ágætlega upp.... Samhengið er enn ekki ótvírætt en gögnin virðist benda til að samhengi sé þarna á milli:

"So where does that all leave us? Basically, although everyone acknowledges that there are data problems early in the record, it seems clear that there has been a global rise of the most intense hurricanes over the last 30 years and the most obvious explanation is that this is related to the contemporaneous increases in tropical SST (innskot, SST= sea surface temperature) in each basin. However, the magnitude of the correlation cannot yet be explained in terms of our basic theoretical understanding, and is significantly stronger than some modelling work has suggested it should be. Possibly the theory needs work (hurricanes are a complicated business!) or there are other factors at play that haven't yet been considered. Since the SST changes are global, and almost certainly tied to greenhouse gas driven global warming, there are the beginnings of a corroborated link between increases in hurricane intensity and GW - however, so far there are only a couple of ducks in a row."

Þessi ágæti pistill á síðunni Realclimate.org er skrifaður af Gavin  A. Schmidt, einum af virtustu loftlagsvísnda mönnum heims (sjá hér http://www.realclimate.org/index.php?p=46 ).

En munum að náttúruhamfarir eru ekki einvörðungu vegna fellibylja heldur líka vegna einhvers sem við getum kallað aftakaveður (intense weather event), flóða, þurrka o.s.frv. Oxfam er hér að vísa í þetta líka, ekki bara fellibyli. Að sjálfsögðu er Oxfam ekki að vísa í að fleiri sögur um náttúruhamfarir séu í fjölmiðlum, þeir eru að vísa í raunverulega aukningu. Það er rétt að hluti af aukningunni er vegna fólksfjölgunar og fólksflutninga (t.d. til strandsvæða) en þegar það fer saman við raunverulega aukningu á tíðni aftakaveðra þá kemur einmitt saman það sem fjölmargar þróunarstofnanir hafa verið að benda á. Nú síðast var þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna að gefa út árlega skýrslu og þar var sérstaklega varað við því að stærsta vandamál þróunarþjóðanna væru væntanlegar áframhaldandi loftlagsbreytingar. Ég veit að Geir mun rísa upp á afturlappirnar og enn segja - "ég tek ekki mark á sérfræðingunum í þessu máli frekar en öðrum".  Þess vegna beini ég orðum mínum f.o.f til annarra sem hingað álpast inn, sérfræðingarnir tala skýrt, og við þurfum að bregðast við. Ef að þið viljið sjá videofréttaskýringu á þessari skýrslu þá fylgið þessum "link":

http://undp.edgeboss.net/wmedia/undp/undp_live_site/hdr07/hdr_2007_en.wvx

 

Kveðja,

Magnús Karl Magnússon, 27.11.2007 kl. 14:30

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Magnús,

Sérfræðingar mega alveg karpa sín á milli og linkastríð okkar, oft í í hina og þessa "virtustu sérfræðinga heims", virðast ekki vera færa okkur nær minni skoðun að það sé allt saman gott og blessað en við hin eigum að halda áfram að eiga frjáls viðskipti og samskipti og knýja lífskjör okkar áfram og upp með sívaxandi orkunotkun, þá sérstaklega þeirri sem er hagkvæm.

Það sem gleymist samt þegar stækkunargler er sett á suð-mælingar sem ná yfir nokkra áratugi er að,

  1. Loftslag Jarðar hefur oft verið hlýrra en í dag, og sveiflast mun meira en í dag, og það bara á seinustu örfáu öldum.
  2. CO2-magn er að vaxa línulega á meðan hitaupp- og niðursveiflur halda áfram að eiga sér stað eins og ekkert sé í skorist (eða hefur hitauppsveiflan hætt við?).
  3. CO2-magn hefur verið miklu hærra í andrúmsloftinu en í dag án þess að neinn hafi sýnt fram á að það hafi verið á tímum ofsaveðurs og hamfara í náttúrunni.
  4. Ótalmargt hefur áhrif á loftslag Jarðar án þess að það njóti sömu athygli og CO2-losunin (sem er meira að segja byrjað að kalla "mengun"!). Þetta er samt vel og tryggilega látið ónefnt, enda sannarleg utan mannlegrar getu að hafa áhrif á (mundi til dæmis ekki hjálpa Græningjunum að tala fyrir útþenslu ríkisvaldsins á reikning hins frjálsa markaðar). Dæmi: Vatnsgufa, sólgeislar, aldalangar sveiflur í náttúrulegum veðrabrigðum, osfrv.
  5. CO2 er afurð notkunar á hagkvæmasta orkugjafanum: Jarðefnaeldsneytis. (Undantekningar eru fáar og langt á milli - fallvatnsorka, kjarnorka.) Að ætla sér að skera í notkun hagkvæmasta orkugjafans en jafnframt útrýma fátækt, sjúkdómum og ísskápaleysi í þróunarríkjum er fjarstæð barnaleg bjartsýni.
  6. Kannski eru áhrif mannsins á loftslagið mun minni en svartsýnir vísindamenn á ríkisstyrkjum halda fram! A.m.k. einhverjir vísindamenn með stóra titla tala fyrir hófsemi í þessum málum.

"Sem ráðamaður" (svo ég geri mig skiljanlegan fyrir þér) mundi ég hlaupa eins langt frá niðurskurði í CO2-losun og hægt er, hafi ég í raun áhuga á að bæta og lengja líf, auka frelsi og gera mannkynið tæknilega og fjárhagslega statt til að mæta hverju því sem náttúran hefur í hyggju, með eða án aðstoðar mannanna. 

Hollendingar reistu flóðgarða áður en fyrsti reykspúandi strompurinn var reistur á Englandi. Íbúar Bangladesh gera það seint á meðan þeir hafa ekki aðgang að orku til að knýja sig upp í nauðsynlegt ríkidæmi. 

Geir Ágústsson, 27.11.2007 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband