Leifar íslensks áætlunarbúskapar

Ég fagna hvorki né syrgi fækkun íslenskra refabúa. Þau eru fyrirtækjarekstur eins og hver annar. Hins vegar er nauðsynlegt að hafa tímabilið "þegar best lét" í refaræktinni í huga sem áminningu um misheppnaðan áætlunarbúskap a la Sovétríkin. Stjórnmálamenn ákváðu í fundarherbergjum sínum að Ísland ætti að verða stórveldi í loðdýrarækt. Stórfé var ausið úr vösum launþegar í refa- og minkabú og allt gert til að koma á einhvers konar veldi sem tæki heiminn með trompi. Þetta gekk vitaskuld ekki eftir og tilrauninni var hætt.

Einhverjum árum seinna ákvað ríkið að selja sig út úr fjármálageiranum, þó án þess að neinn hafi gert sér vonir um að Íslandi yrði að stórveldi í honum. Engar sértækar áætlanir um Ísland sem fjármálamiðstöð voru skrifaðar á skrifstofum hins opinbera. Engu skattfé var veitt í tilraunastarfsemi í Lúxemborg og Litháen. Viti menn - í umhverfi hóflegrar skattheimtu og fjarveru stjórnmálamanna fæddist eitt af furðuverkum hins íslenska hagkerfis; gróskumikill fjármálageiri sem skapar núna 1000 störf á ári og virðist ekki vera hægja á sér.

Um þessar mundir reyna stjórnmálamenn að ota ríkisfyrirtækjum út í orkuframleiðslu út um allan heim, íslenskt lambakjöt nýtur útflutningsstyrkja, íslenski hesturinn hefur umboðsmann á launum frá skattgreiðendum og söfnum og byggðastofnunum er plantað í hvert þorp til að reyna laða að ferðamenn sem standa undir láglaunastörfum í afgreiðslu- og þjónustustörfum. Höfum við lært eitthvað af misheppnuðum ævintýrum? Sennilega eitthvað mundi ég halda, en klárlega ekki nóg. 


mbl.is Aðeins eitt refabú eftir í landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband