Kapítalísk samviska komin í gamla manninn?

Mikhaíl Gorbatsjov er enginn engill. Fangabúðir og ógnarstjórn voru ekki síður hluti af hans stjórnartíð í Sovétríkjunum en fyrri "aðalritara" Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Það var ekki fyrr en Reagan sýndi hörku og lét af kurteisishjali að Gorbatsjov sá sig knúinn til að boða einhvers konar breytingar sem á endanum leiddu, bæði beint og óbeint, til falls Sovétríkjanna.

Engu að síður er ánægjulegt að sjá hvað stórfé getur gert fyrir samvisku gamals harðstjóra. Gorbatsjov ferðast nú um heiminn og þiggur stórfé fyrir fyrirlestrahöld og viðtöl. Að vísu er hann valda- og áhrifalaus í Rússlandi, en Vesturlandabúar hlusta á hann (mbl.is í hið minnsta), og sjá kannski að það er ekki allt fengið með hinu ofmetna lýðræði, sem að nafninu til ríkir í Rússlandi.

Snobbaðir Evrópubúar halda að allt sé fengið með því að afhenta ríkisvaldinu ábyrgð og fé og treysta því að opinberir embættismenn tryggi þetta og varðveiti hitt. Evrópubúar hafa gleymt því hvað stórt og öflugt ríkisvald er eyðileggjandi. Pútín er að sýna okkur á skýran hátt hvað gerist þegar allir þræðir samfélagsins liggja til miðstjórnarvaldsins.

Af einhverjum ástæðum sjá fæstir sömu ógn í Alþingi Íslands og Brussel Evrópusambandsins og þeir sjá í Moskvu Rússlands.  


mbl.is Gorbatsjov varar við endurfæðingu Stalínismans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Huh? Ertu að segja mér að Bush, sem hefur þanið bandarískt ríkisvald meira út en nokkur annar (í seinni tíð), sé kapítalisti? Æjá þessi eina skattalækkun hans fyrir kjörtímabili síðan eða svo!

Er annars ekki á þeirri skoðun að eitthvað sem maður A gerir slæmt sé vörn fyrir eitthvað slæmt sem maður B gerir.  

Geir Ágústsson, 26.9.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband