Auðvitað! Núna veit ég það!

Rétt í þessu rann það skýrt upp fyrir mér af hverju vinstrimenn eru á móti öllu "hernaðarbrölti" eins og þeir kalla það - vilja hvorki styrkja innlendan viðbúnað né taka þátt í milliríkjasamstarfi um varnarmál. Það er af tvennum ástæðum:

Í fyrsta lagi kostar viðbúnaður og hernaður pening - pening sem annars hefði geta runnið til gæluverkefna vinstrimanna og til að fita enn hið ríkisrekna bákn á öðrum sviðum en þeim er snúa að öryggis- og varnarmálum. Þeir hafa a.m.k. ekki talað mikið fyrir skattalækkunum sem afleiðing sparnaðar við að fjármagna sérsveitir og alþjóðlegt varnarsamstarf.

Í öðru, og mun veigameira lagi, þá vita vinstrimenn að hryðjuverkamenn eru upp til hópa vinstrimenn! Fólk sem virðir hvorki sjálfseignar- né séreignarrétt á meðan brot á hvoru tveggja vekur athygli á málsstaðnum, hvers svo sem hann er (stórt múslímskt ríkið eða lítið sósíalískt ríki eru blæbrigðamunurí því samhengi). Þeir vita að ef vinstristjórn réði ríkjum á Íslandi þá væri einfaldlega engin þörf á því að hugleiða viðbúnað vegna hryðjuverka, því hryðjuverkamenn fengju bæði samúð og stuðning stjórnvalda og mundu þar með láta Ísland í friði.

Eða hver hefur heyrt um "uppreisnarsveitir frjálshyggjumanna" í Venesúela og á Kúbu? Ekki mjög margir! A.m.k. ekki ég (ennþá?).

Af hverju sá ég þetta ekki fyrr! Þetta liggur í augum uppi!

Sennilega er rétt að taka fram að hér er um létt glens að ræða og að sjálfsögðu veit ég að það eru til hryðjuverkamenn sem eru ekki vinstrimenn, þótt leit sé að þeim. Þess má einnig geta að ég er sjálfur enginn stuðningsmaður aukinna fjárútláta úr vösum skattgreiðenda til lögreglusveita og hermanna ríkisvaldsins, en ástæða þess ósættis mín er efni í annað innlegg!


mbl.is Íslendingar og Norðmenn æfa lögregluaðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var öfgafrjálshyggjumaður sem sprengdi alríkisbygginguna í Oklahoma

Baldur Kristjánsson (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 20:52

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er ekki að sjá á wikipedia-færslunni um hann, nema hugsanlega sem veik túlkun á einni samsæriskenningunni af mörgum. Vinsamlegast útskýrðu nánar.

Skrýtið samt af frjálshyggjumanni að bæði eyðileggja eigur og ráðast á líkama annarra. Kannski var hann að ruglast eitthvað í ríminu? 

Geir Ágústsson, 18.6.2007 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband