Allt frekar afslappað

„Ég þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað“ segir Hallbera Gísladóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sem býr í Svíþjóð þar sem hún leikur með AIK í Stokkhólmi. Tilvitnunin er úr frétt Viðskiptablaðsins. Sem betur fer birti DV ekki þessa tilvitnun. Þá hefðu virkir í athugasemdum eflaust skotið púðurskotum sínum á unga konu sem er sátt við að fá að iðka íþróttir og eiga sér eðlilegt og afslappað líf.

Sama frétt segir líka frá því að smitum í Svíþjóð hafi fjölgað mjög á árinu. Það er rétt. En hvað með dauðsföll? Hvað með álagið á heilbrigðiskerfið? Þar er ekkert að frétta. Smitum hefur fjölgað! Smit! Smit! Smit! Og allt samt svo afslappað! Tómir spítalar og ekkert að gerast, en smit! Ekkert samhengi, takk. Smit, smit, smit!

Danir hafa boðað nánast algjöra opnun samfélagsins í lok maí enda verður þá búið að bólusetja alla áhættuhópa og aldraða, auk aðstandenda. Á Íslandi er eina áætlunin einhver tilvitnun í Kára Stefánsson í hlaðvarpi og auðvitað nýleg ummæli sóttvarnarlæknis um fíkniefnalaust... afsakið, veirulaust Ísland árið 2021.

Þjóðhátíð í Eyjum 2021? Líklega ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það þykir ekki mikið í Svíþjóð að vera bara með 18 dauðsföll á dag og þeir bara afslappaðir með það, enda vanastir mikið hærri tölum. Norðmenn og Danir stressa sig áfram með sín 2 dauðsföll á dag og boða afléttingar seinna, með fyrirvara. Og landflótta verkfræðingur grætur að ekki skuli verða haldin nauðgunar og fylleríssamkoma fyrir hann í Vestmannaeyjum.

P.s. Hallbera sagði svipað um veruna í Svíþjóð í DV og fékk bara komment frá einhverjum Indverja sem var búinn að finna heimavinnu sem skilar þúsundum dollara á dag.

Vagn (IP-tala skráð) 11.4.2021 kl. 19:04

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Það eru engin umframdauðsföll í Svíþjóð. Engin ástæða til að kæfa drauma og líf ungs fólks.

Geir Ágústsson, 11.4.2021 kl. 20:02

3 identicon

Semsagt ef dauðsföllum fækkar af einhverjum ástæðum þá er í lagi að þeim fjölgi af öðrum ástæðum svo lengi sem ekki verða nein "umframdauðsföll". Samkvæmt þeim hugsanagangi má hækka ámarkshraða í nágrenni skóla ef lækning finnist við öllum krabbameinum.

En eðlilegt fólk sér þessi 18 covid dauðsföll á hverjum degi sem umframdauðsföll og gefa engan afslátt vegna færri dauðsfalla af öðrum orsökum.

Það er engan veginn hægt að segja að verið sé að að kæfa drauma og líf ungs fólks þó nám fari fram gegnum tölvu, færri hætti í námi og helgarfylleríin hafi lagst af um stund.

Vagn (IP-tala skráð) 11.4.2021 kl. 21:50

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Eftir 12 mánuði af stanslausum rannsóknum á veiru er búið að kortleggja áhættuhópa og finna upp bóluefni. Þetta er orðið gott af veiru. Sem betur fer er samstaðan að bresta á Íslandi, þótt fyrr hefði verið. Í Danmörku þurfti að hamast á yfirvöldum í marga mánuði áður en þau gerðu áætlanir til framtíðar. 

Geir Ágústsson, 12.4.2021 kl. 07:06

5 identicon

Sæll Vagn,

Þessar tölur margar hverjar eru fengnar með því að ýkja þær upp, svo og telja andlát af völdum annarra sjúkdóma, undirliggjandi sjúkdóma og bílslysa, er læknar skráðu samkvæmt leynilegum leiðbeiningum, sem bara dauðsföll af völdum covid-19. 

Dr. Annie Bukacek læknir í Montana lýsti því, þegar hún í fyrsta skipti var fengin til þess að skrá dauðsföll eftir bílslys sem dauðsfall af völdum covid19, þannig að við vitum um þessar leynilegu leiðbeiningar til ýkja upp og magna hræðsluáróðurinn (CDC & WHO - Death Certificate Manipulation, explained by Dr Annie Bukacek).

Því að aðalatrið er og hefur verið að magna upp hræðsluáróðurinn sem mest, svo og þar sem að heilbrigðisyfirvöld hafa verið í því að segja við heilbrigt fólk, að það sé veikt, og allt gert svona til að halda upp þessari svokallaðri farsótt.  

Eins og áður segir þá er þessari svokallaðri farsótt haldið upp með óáreiðanlegum og ónákvæmum PCR -skimunum. Kary Mullis er fann upp þessar PCR- skimanir fullyrti, að þetta væri alls ekki ætlað til þess að greina sjúkdóma, svo þar sem þetta PCR- skimanir gera ekki greinamun á því hvort þú sért með kvef, árstímabundna flensu og covid-19 og/eða einhverja eitrun. Fyrir utan það þá er allt keyrt hér á yfir 35 cycles, þar sem að allt yfir 35 cycles gefur 97% falska jákvæða niðurstöður (samkvæmt ccpgloballockdownfraud.medium.com),eða svo að heilbrigðisyfirvöld hér geti sagt við allt þetta heilbrigða fólk að það sé veikt.

Það er ekki til nein GOLD STANDARD yfir þessar PCR- skimanir. Það þarf hins vegar að athuga hvað mikið af öllum þessum dauðsföllum og/eða skráðu tilfellum, séu false jákvæð tilfelli hér á landi, rétt eins og annars staðar.

Í skýrslu frá John Hopkins kemur fram m.a. "..according to Briand, that the COVID-19 death toll is misleading. Briand believes that deaths due to heart diseases, respiratory diseases, influenza, and pneumonia may instead be recategorized as being due to COVID-19 (Johns Hopkins Study Mysteriously Disappears after it Revealed, In Spite of COVID, No More Deaths in 2020 Than In Prior Years). Skýrslan frá John Hopkins virðist styðja þessa CDC skýrslu, að aðeins 6% af öllum þessum dauðsföllum séu af völdum Covid-19.
KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.4.2021 kl. 07:44

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Á Íslandi þarf CT>37 án veiruefnis til að sýni sé talið neikvætt. Sem er auðvitað alveg galið.

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=80741

Geir Ágústsson, 12.4.2021 kl. 08:07

7 identicon

Sæll aftur Geir, 

Þetta er allt saman galið með að nota þessar PCR -skimanir, svo og á yfir 35 cycles, til þess eins þá að halda uppi þessari svokallaðri farsótt, með öllum þessum false jákvæðum niðurstöðum. Heilbrigðisyfirvöld víða vilja halda upp þessari svokallaðri farsótt, og vera svona í því að segja við heilbrigt fólk, að það sé með smit! eða veikt. Nú og vera í því að senda skilaboð til eldra fólks um það ætti núna að far í þessa bólusetningu gegn covid-19.

Það er samt eitthvað um það að menn séu byrjaðir að kæra þetta allt saman, en það má alls ekki fjalla um það í öllum þessum ritstýrðu og ríkis- styrktu fjölmiðlum hérna.

KV.

 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.4.2021 kl. 11:35

8 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.4.2021 kl. 12:07

9 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.4.2021 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband