Já, en ...

Ekki hefur enn verið sýnt fram á að fæðubótarefni með D-vítamíni verji fólk gegn Covid-19 sjúkdómnum. Þetta er mat helstu sérfræðinga í Bretlandi, að sögn BBC og endurvarpað í Morgunblaðinu.

En, takið nú samt D-vítamín, segja sömu sérfræðingar!

Hvaða ruglingslega boðskap er verið að reyna koma á framfæri? Og af hverju er Morgunblaðið að taka þátt í þessu?

D-vítamínskortur er ekki bundinn við veirutíma. Fyrir mjög marga er hann alvarlegt langtímavandamál. Að sá efa um gagnsemi D-vítamíns rímar mjög vel við hagsmuni lyfjafyrirtækja sem vilja sennilega ekki að ódýr, einföld, vel reynd og útbreidd úrræði komi í stað pilluáts.

Auðvitað er ekki hægt að "sýna fram á" að D-vítamín "verji" gegn einu né neinu. Taktu D-vítamín og þú ert pottþétt varinn gegn öllum veirum! Eða hvað? Auðvitað ekki, og enginn heldur slíku fram. En það þarf ekki að blaða lengi í gegnum vísindagreinar til að sjá að nægur D-vítamínforði í líkamanum er mjög til bóta, almennt og alltaf.

Ekki labba nakinn út í snjóstorm þótt ekki hafi verið "sýnt fram á" að vetrarfötin "verji" þig 100% gegn kulda. Þér gæti t.d. orðið kalt á nefinu. Klæddu þig nú samt vel. Og taktu lýsi.


mbl.is Áhrif D-vítamíns á veiruna ekki sönnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Eða tala um veiruafbrigði sem á að vera 70% meira smitandi án þess að útskýra hvernig það er fengið út.

Upplýsingaóreiðan er afgerandi í kringum þessa veiru.

Rúnar Már Bragason, 20.12.2020 kl. 12:38

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Gegn Covid 19 sjúkdómnum? Hefur vírusinn verið einangraður? Ef svo er, þá er veikin til, ef ekki, þá er veikin byggð á öðrum sjúdómi með sömu lýsingu.

Guðjón E. Hreinberg, 20.12.2020 kl. 15:04

3 identicon

Lísi er gott.

En er ekki í lagi að njóta vafans

Sverrir Kristjànsson (IP-tala skráð) 20.12.2020 kl. 17:58

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Rúnar,

Það er að mér skilst algengt að flensan stökkbreyti sér í átt að aukinni dreifingu með því að verða vægari. Þannig kemst hún, sem lífvera, víðar en við, sem smitberi, finnum minna fyrir því.

Kannski það sé málið.

Geir Ágústsson, 20.12.2020 kl. 18:10

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Sverrir,

Jú, taktu lýsi, til öryggis. 

Geir Ágústsson, 20.12.2020 kl. 18:11

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Annars kristallast hérna ágætlega munurinn á "persónulegum sóttvörnum" og "skipanir að ofan".

Allir geta tekið D-vítamín, passað heilsuna, styrkt ónæmiskerfið með ýmsum ráðum, tryggt nætursvefninn sinn og hvaðeina, og þekkja auðvitað sinn kropp og vita sitt fæðingarár. Verið með grímu eða sleppt því. Umgengist hóstandi vin sinn eða sleppt því. Haldið sig heima þegar hor flæðir úr nefi.

En það þarf valdboð til að svipta fólk atvinnufrelsinu, einangra gamla að því marki að þeir farast úr andlegri hrörnun, gert ferðalög svo strembin að þeir sem lifa á því að ferja fólk hrekjast á bætur, osfrv.

Geir Ágústsson, 20.12.2020 kl. 18:21

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Guðjón E. Hreinberg.

Hvað heldurðu að Kári sé búinn að vera raðgreina í stórum stíl? Situr hann á sunnudagskvöldum með kaffibolla og skáldar upp setraðirnar?

Guðmundur Ásgeirsson, 20.12.2020 kl. 21:46

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Af hverju ertu svona viss um að hann sé með kaffibolla? Til að spá í hann kannski? embarassed

Þorsteinn Siglaugsson, 20.12.2020 kl. 23:30

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég held hann hafi bara nóg annað að gera en að skálda setraðir.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.12.2020 kl. 23:33

10 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Her er mögnuð samatekt um þetta. D vitamín sem er raunar hormón virðist vera uppafið og endirinn á öllu í sambandi við ýmsa RNA vírusa og covit.

https://m.youtube.com/watch?v=ha2mLz-Xdpg&feature=youtu.be

Guðmundur Jónsson, 22.12.2020 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband