Dćmisögur

Ég held ađ mér sé ekki ađ ganga mjög vel ađ lýsa skođunum mínum um gildi einkaeignarréttar vs. sameignar (ríkiseignar) og ćtla ţví ađ reyna nýja nálgun í formi dćmisaga. Ég veit fyrirfram ađ ţađ verđur mjög auđvelt ađ plokka einstakar setningar út og gera ţćr ađ ađalmálinu, en ég vona samt ađ allar sögurnar í einu samhengi skiljist rétt. Njótiđ! 

Saga 1

Í bć einum var matvöruverslun sem seldi ekki skinku. Íbúar bćjarins voru ósáttir viđ ţetta og kvörtuđu í eiganda matvöruverslunarinnar yfir skinkuleysinu. Ţegar nćsti flutningabíll yfirgaf bćinn var kćlivörudeild matvöruverslunarinnar full af skinku og fólk keypti hana í stórum stíl. Var ekki kvartađ aftur yfir skinkuleysi.

Saga 2 

Tveir menn, Siggi og Palli, bjuggu í ađliggjandi húsum og höfđu sinn garđinn hvor. Dag einn ákvađ Siggi ađ hann vćri orđinn ţreyttur á ţví ađ slá grasiđ í sínum garđi og ákvađ ađ malbika yfir ţađ allt saman, ţótt slíkt mundi hafa umtalsverđ áhrif á söluverđ húss og lóđar. Palli var ekki alveg nógu sáttur viđ ţetta og kvartađi. Siggi hunsađi kvartanir Palla. Varđ ekki meira úr deilum ţessara tveggja manna og međ tíđ og tíma lćrđist Palla ađ meta körfuboltagrindina sem Siggi setti viđ malbikađan garđinn sinn sem á hafđi veriđ máluđ ţriggja-stiga-lína og vítapunktur.

Saga 3 

Bóndi nokkur átti landareign og í gegnum hana rann á sem féll á einum stađ niđur í fallegum fossi. Bóndinn seldi ferđamönnum jafnan ađgang ađ gönguleiđ sem lá ađ fossinum og borguđu margir vel fyrir ađ fá ađ berja dýrđina augum.

Dag einn kemur viđskiptamađur ađ bónda og býđur honum fé fyrir ađ fá ađ reisa virkjun í fossinum og ţekja nokkra hektara af landi hans međ lóni - gegn ákveđnu gjaldi. Bónda leist ekkert illa á ţetta tilbođ en fannst upphćđin sem var í bođi ekkert sérstök. Raforkuverđ var ekki ţađ hátt ađ hćgt vćri ađ leggja í mikil útgjöld vegna landleigu ofan á sjálfar virkjunarframkvćmdirnar og hann ákvađ ţví ađ leita ađ betra tilbođi.

Hann hafđi samband viđ Félag íslenskra óbyggđarunnenda (FÍÓ). Félagsmenn ţessa félags voru margir hverjir ríkir menntamenn á höfuđborgarsvćđinu sem mátu ţađ mikils ađ komast undir beran himinn og skođa fallegan foss. Ţeir vildu kaupa landiđ og gátu bođiđ umtalsvert betur í landareignina ţví auđvelt vćri fyrir ţá ađ láta landkaupin borga sig - eingöngu ţyrfti ađ viđhalda einum göngustíg og selja ađgang ađ honum gegn hóflegu gjaldi. Sumir félagsmenn gáfu meira ađ segja eftir ávöxtunarkröfu sína - vildu bara fá ţađ skriflegt ađ ekki yrđi virkjađ í honum. Einnig var auđvelt fyrir félagsmennina af afla fjár í ríku borgarsamfélagi náttúruunnenda.

Bóndi tók tilbođi ţeirra umsvifalaust og fossinn stóđ óhreyfđur um ókomin ár, enda fallegt útsýni mikil verđmćti í samfélagi ţar sem efnisleg gćđi eru mikil og ósnert náttúra talin verđmćtur lúxusvarningur út af fyrir sig af mjög mörgum.

Saga 4 

Ríkisvald nokkuđ átti miklar landareignir og fjársterkt orkufyrirtćki. Ríkjandi ríkisstjórn sá hvernig "byggđastefna" hennar var ekki ađ bera árangur - fólk fluttist í auknum mćli til stćrri ţéttbýlisstađa vegna vaxandi krafa um meiri ţjónustu, auđugra mannlíf og fjölbreyttari atvinnutćkifćri. Atkvćđin hrundu af ríkisstjórninni á landsbyggđinni og eitthvađ varđ ađ gera. Var ákveđiđ ađ leita tilbođa í kaup á ódýrri raforku og láta orkufyrirtćkiđ reisa gríđarstóra virkjun sem skilađi nánast engri ávöxtun ţótt ríkisvald ţetta gćfi fyrirtćki sínu landiđ undir lónsstćđiđ og ábyrgđist allar lántökur međ skattfé. Ţetta átti ađ skila atkvćđum og stuđla ađ vinsćldum ríkisstjórnarinnar á landsbyggđinni. 

Einhver mótmćlu heyrđust í ríku menntafólki af höfuđborgarsvćđinu en ţau voru lítiđ virt viđlits enda engin ástćđa til. Pólitískum markmiđum tókst ađ ná og ţótt stjórnarandstađan hafi reynt ađ spila á ósćtti ríka menntafólksins ţá hélt ríkisstjórnin velli ţví ţrátt fyrir allt var kosiđ um annađ og meira en ráđstöfun ríkisins á eigin landi og fyrirtćkjum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband