Griner hele vejen til banken

Danir eru með hugtak sem þeir nota um þá sem eru að auðgast vel á einhverju. Þeir tala um að menn fari hlæjandi í bankann því þar bíður þeirra stórfé til úttektar.

Öll umsýslan í kringum FIH-bankann danska er til þess fallin að fá suma Dani til að fara hlæjandi í bankann. Nokkrum Dönum tókst að kaupa bankann frá Seðlabanka Íslands á skilmálum sem gerði þeim kleift að græða marga milljarða

Kannski var sú sala mistök af hálfu Seðlabanka Íslands. Kannski vissu menn ekki betur. Hver veit. Bankinn var veðsettur fyrir 1000 milljarða og seldur á hálfvirði til Dana sem græddu fúlgur. Vissu Danirnir eitthvað sem stjórn Seðlabanka Íslands vissi ekki? Fannst Seðlabanka Íslands kannski mikilvægara að losna við bankann en fá fyrir hann fullt verð? Varð bankinn kannski verðmætari við það eitt að losna úr klóm Seðlabanka Íslands? 

Nú mun skýrsla bráðum líta dagsins ljós. Í henni fer Seðlabanki Íslands yfir meðferð Seðlabanka Íslands á eignasafni Seðlabanka Íslands. Menn geta e.t.v. rólegir gert ráð fyrir að Seðlabanki Íslands fari ekki of illa með Seðlabanka Íslands í þeirri skýrslu, en sjáum hvað setur.


mbl.is Skýrslan um neyðarlánið í janúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ætli það verði fjallað í þeirri skýrslu um ólöglegan samning sem Seðlabanki Íslands gerði við ólöglega fyrirtækið Dróma um að stunda ólöglega innheimtu á lánum í eigu Hildu, dótturfélags ESÍ? Eða hversu margar fjölskyldur voru gerðar heimilislausar með ólöglegum hætti af þessum aðilum? Líklega verður þó mest áhersla lögð á að greina hversu miklar heimtur tókst að kreista út úr þeim á nauðungarsölum. Þetta verður a.m.k. fróðlegt að sjá.

Meðan beðið er má hita upp með því að skoða þessa skýrslu hér:

Rannsóknarskýrsla um starfsemi Dróma hf.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.11.2017 kl. 12:28

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég held að þessi skýrsla SÍ verði ein stór lofgjörð um visku og gáfur seðlabankastjóra, þá aðallega þess sem nú situr. 

Það hefur engum nokkurn tímann tekist að fá seðlabankastjóra til að segja að sumt hefði hann mátt gera öðruvísi. 

Geir Ágústsson, 20.11.2017 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband