Gæti orðið sammála um að gera ekkert

Ríkisstjórn Vinstri-grænna, Sjálfstæðismanna og Framsóknar gæti orðið sammála um að gera ekkert. Það væri frábær ríkisstjórn!

Í stað þess að deila um það hvort skatta eigi að hækka eða lækka er sammælst um að halda þeim óbreyttum. Auðvitað væri betra að fá lægri skatta en það er skárra að þeir haldist óbreyttir en hækki.

Í stað þess að þjóðnýta er ákveðið að þjóðnýta ekki. Um leið er sammælst um að ekkert verði einkavætt, því miður. 

Það er kannski von fyrir íslenskan almenning ef til valda kemst ríkisstjórn sem ákveður að gera ekkert frekar en að gera illt verra og bæta við skuldirnar og skattana. 


mbl.is Myndi skapa pólitískan stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geir. Og hvaða furðufuglaplan býr að baki þessu bralli öllu saman? Sem ekki stenst nokkra skoðun, ef horft er 2. mánuði aftur í tímann? Atburðarrásin, og svo staðan í dag, líkist einna helst niðurstöðu úr heimsins stórfyrirtækjanna keyptri skoðanakönnun?

Sem eru kallaðar lýðræðislegar kosningar? Þetta kosningaleikrit líkist einna helst brandara úr ,,Heilsubælinu í Gervahverfi"?

Er Lilja Alfreðsdóttir búin að ákveða sig hvort hún er í Sjálfstæðisflokknum eða Miðflokknum? 

Það væri ekkert verra að vera með það á hreinu, áður en vaðið er áfram með þessa vitleysu beint í næsta þjóðfélagsþegnanna allsherjar gjaldþrot aldanna?

Það er einhver óverjandi feluleikur og svikabrask í gangi, sem mun þurfa að útskýra betur fyrir almenningi í landinu, áður en lengra er haldið í bullinu og blekkingunum. Þjóðstjórn er vænlegust úr því sem komið er, ef ekki verður bara kosið aftur, á löglegan hátt.

Án útlendinganna sem verða sviptir kosningarétti aftur í lok mánaðarins. Með viðbótarkosningalögum frá því í September. Held þau lög sé að finna á: kosningar.is. Veit fólk kannski ekki almennt um það lagasmiðjunnar kosningasvikabrall? Og liggur sumum þessi ósköp á, við að ganga frá öllum strengjabrúðu spottunum sem fyrst? Bara helst í gær? Þvílík samfélagsins skömm og villimennska! Svona virka illu öflin.

Það er alveg stórfurðulegt að ekki skuli heyrast eitt píp frá Flokki Fólksins, um að vera ekki höfð með í þessum svokölluðu "viðræðum"? Er einhver ennþá óþvingaður og með skoðana og málfrelsi sem skilur svona vitleysu og getur frætt almenning?

Það bætir ekki fyrir fyrri böl, að bæta fleiri bölum við illskunnar baktjaldastjóranna myrkraverk. Nóg er nú fyrir í samfélaginu af slíkum myrkraverkum gamalla og rótgróinna illra blekkingarafla.

Hér var ekki nokkur heiðarlegur einstaklingur að kjósa baktjaldamanninn Björn Inga Hrafnsson Miðflokksmann á löggjafaþingið í þessum spillta Íslandshreppi!

Hvað gengur eiginlega að þeim sem stjórna bak við tjöldin á eineltis og ofbeldisbaktjaldastýrða skerinu?

Og valdmisbeitingarþöggun á fjölmiðla fram yfir áramót?

Hér er ekki allt með felldu. Svo mikið er víst.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2017 kl. 22:45

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Er þetta ritvilla hjá þér gæska eða stóð það til að Lilja hygðist ganga í sjálfstæðisflokkinn?

Helga Kristjánsdóttir, 10.11.2017 kl. 05:22

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Það má alltaf læra eitthvað nýtt af athugasemdum Önnu Sigríðar. Oft dylst í þeim töluverð gremja sem er beint að stjórnmálamönnum og það er kannski ekki að undra. Þeir lifa margir hverjir og hrærast í sínum eigin heimi, með góð laun, öruggan lífeyri og oftar en ekki góða varasjóði. Það er heimur sem er mörgum framandi.

Sem frjálshyggjumaður hef ég samt leyst mína gremju gagnvart stjórnmálunum. Ég vil einfaldlega sem minnst stjórnmál. Stjórnmálamenn eiga að hafa lítið að gera og ekki að fá að skipta sér af hagkerfi, samfélagi og efnahag fólks og fyrirtækja. Þeir hafa of mikil völd, og völd spilla alltaf á einn eða annan hátt. Þeir eru ekki háðir aðhaldi neytenda heldur nægir þeim að sækja um starf sitt á 4 ára fresti (að jafnaði) þegar afglöp þeirra eru gleymd og grafin flestum, og keppa þar við fólk sem er annaðhvort reynslulaust og óþekkt í stjórnmálum eða alveg jafnspillt og þeir sjálfir. 

Ég hvet alla sem eru ósáttir við stjórnmálin, stjórnmálamenn og afskipti hins opinbera til að kynna sér frjálshyggjuna. 

Geir Ágústsson, 10.11.2017 kl. 09:47

4 identicon

Helga. Ég er að rekja atburðarrásina. Aðrir mynda sér sínar skoðanir um hvort atburðarrásin er ritvilla.

Geir. Líklega er ég farin að sjá í gegnum þessi leikrit að einhverju leyti. Reiðin er ekki skaðleg ef henni er ekki beitt til að skemma og eyðileggja aðra vísvitandi. Það hefur alveg gleymst að skammta mér hefndar og valdagræðgi, af almættinu. Guði sé lof fyrir það. 

Stjórnin slitnar vegna meintra verka sem tengjast Bjarna Benediktssyni,

Það hlýtur að hafa verið tekið gilt, fyrst stjórnin slitnaði?

Svo var boðað til kosninga.

Nú er Bjarni Benediktsson búinn að skila.

Nú er Bjarni Benediktsson að mynda nýja stjórn?

Ég er ekki langskólagenginn, og telst frekar til tossaliðsins ef út í það er farið. Er nú Bjarni Benediktsson búinn að fá "uppreista æru"? Eða var engin ástæða fyrir stjórnarslitunum? Þarna vantar nokkra kafla í atburðarrásina, sem ekki hefur verið rætt opinberlega.

Lilja og Sigmundur virðast vera í "sama" sitt hvora flokknum? Og Brynjar Níelsson fyrrverandi formaður lögmannafélags Íslands spurði Lilju hvers vegna hún væri ekki bara í Sjálfstæðisflokknum, fyrst þau væru svona mikið sammála? Þess vegna spyr ég.

Oft skrifa ég vitlaust, en í þessu tilfelli var víst villa einhversstaðar annarsstaðar í óútskýrða verkferlinu.

Þarna er eitthvað stórt tómarúm þöggunar, sem allir ættu að ræða. Valdbeitandi þöggun er ekki boðleg í nokkru samfélagi. Ekki er spurningin hvort frjálshyggjan eða ekki frjálshyggjan, sé þetta eða hitt.

Þöggun er ekki heiðarleg velferðar pólitík í nokkru samfélagi.

Opinber mál eru opinber mál. Skattar eru samfélagssjóður en ekki söfnunarsjóður bankaræningja og óheiðarlegra risa heimsfyrirtækja-braskara bólukauphallanna.

Ég geri mér sæmilega grein fyrir að það þarf bæði atvinnurekendur og starfsfólk til að geta lifað. Ekki stór heimsrisafyrirtæki siðleysisbankanna og réttindalausa þræla, sem þó eru sagðir flæða frjálsir milli landa?

Við verðum að taka þessa umræðu, án þess að krefjast þess að gremja mín og annarra ráði tilgangi orðanna, verkanna og markmiðanna endastöð.

Ég vil engum neitt illt, þótt það fjúki nú oft hressilega í mig yfir ýmsu misjafnlega alvarlegu. Stundum gerir maður öðrum illt án þess að skilja það, og þá er beðist fyrirgefningar á skilningsleysinu, ef manni er bent á villuna með réttlætanlegum útskýringum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2017 kl. 12:30

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæl Anna,

Í fyrsta lagi: Nei, það var engin ástæða fyrir stjórnarslitunum. Þeir í Bjartri framtíð voru að fara á taugum yfir lélegu fylgi í könnunum og gripu gæsina þegar einhver forsíðufréttin fór á stjá, héldu netfund að næturlagi og ákváðu að hoppa út. Kjósendur verðlaunuðu flokkinn með því að þurrka hann út.

Í öðru lagi: Tengsl ríkis og seðlabanka eru djúpstæð. Seðlabankar eru ekki til fyrir almenning. Lög að slíkum banka voru, í tilviki Bandaríkjanna, skrifuð af bankamönnunum sjálfum á leynifundum. Þetta er ekki rakið víða, en er samt aðgengileg sagnfræði. Sjá t.d. hér:

https://mises.org/library/origins-fed-0

Textabútur:

Just before the release of NMC's final legislative recommendations, someone associated with Aldrich (no one knows who) proposed getting all leading big bankers and advocates of banking reform together for a secret meeting and drafting a bill. The supersecret meeting was to be held at the Jekyll Island Club in Georgia. The press reported only that they were going there for a duck-hunting expedition. The members all assumed names and traveled on a private railroad. During that week at the luxury resort, the bill that the commission would release (what would later become the Federal Reserve Act) was drafted. 

Geir Ágústsson, 10.11.2017 kl. 13:06

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Anna mín! Forvitni mín kom mér til að sýnast kvikindisleg,það var sko alls ekki. Ég er svo vitlaus að halda að eitthverntíma hefði það komið til tals,(með Lilju) gæti hafa farið fram hjá mér.Við erum öll að gera villur,tala ekki um ásláttarvillur. - Ég hef verið veik frá því á Sunnudag og vaki á öllum tímum,leiddist og var til í spjall.Ég get ekki séð hvort þú ert inni því við höfu ekki vinasamband.-- Var búin að gleyma að ég hefði spurt þig um Lilju,þangað til áðan. Ég þekki held ég öll tilbrigði lífsins á eigin skinni og hrekk ekki við nema í mínu einrúmi. Fyrirgefðu mér fyrir alla muni.Mb. Kv.                               

Helga Kristjánsdóttir, 11.11.2017 kl. 01:24

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Einn af mínum nánustu er hallur undir frjálshyggju. Ég tala aldrei um það og tekur því ekki nema fyrir forvitnissakir að leita upplýsinga um það fyrirbrigði eða má kalla það lífsskoðun.b.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 11.11.2017 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband