Hvað vilt þú fá út úr kosningunum?

Senn er kosið.

Hvað vilt þú fá út úr kosningunum? 

Það er ákveðinn lúxus að kjósa núna. Ríkisreksturinn þenst út og dælir fé í alla afkima sína og þar á meðal í afborgarnir skulda, kaupmáttur er á rjúkandi uppleið og það er meira að segja erfitt að öfundast því jöfnuður mælist sá mesti í heimi á Íslandi. 

Menn þurfa því að kjósa út frá einhverju öðru en almennu árferði, ósk um betri hagstjórn eða vilja til að koma opinberum skuldum frá. 

(Auðvitað er hægt að óska sér enn hraðari niðurgreiðslu opinberra skulda, því að ríkið einkavæði frekar en það þenji út ríkisreksturinn og því að ríkið komi sér úr öllum rekstri, þar á meðal peningaframleiðslu. Ég geri samt ekki ráð fyrir að margir hugsi á þessum nótum.)

Ég sé fyrir mér þrenns konar óskalista:

  1. Það er eitthvað sem mig vantar og stjórnvöld eiga að skaffa það.
  2. Það er eitthvað sem ég vil öðrum, og stjórnvöld eiga að sjá til þess.
  3. Ég vil bara fá svigrúm til að athafna mig fyrir mig og aðra.

Fyrir 1. lið má hugsa sér eftirfarandi óskir:

  • Ég skulda of mikið og ríkið á að hjálpa mér.
  • Ég eyði um efni fram og ríkið á að hjálpa mér.
  • Ég vil að einhver hár kostnaður sem ég greiði lækki og að ríkið geri það að verkum.

Fyrir 2. lið má hugsa sér eftirfarandi óskir:

  • Aðrir en ég eiga að borga meira í skatt.
  • Ég er í rekstri en vantar viðskiptavini og ríkið á að gefa peninga til fólks sem kaupir þjónustu mína.
  • Það er einhver að græða mikið og á að græða minna (a.m.k. minna en ég).

Fyrir 3. lið er enginn óskalisti. Allar skattalækkanir eru góðar, færri reglur eru betri en fleiri og það sem er ekki bannað á að vera leyfilegt þótt það sé ekki sérstaklega úrskurðað sem löglegt.

Ætli flestir stjórnmálaflokkar séu ekki að eltast við 1. og 2. lið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst þér ekki kominn tími til að hugsa út í framtíðina ... til dæmis, hvað á að gera þegar ferðamennirnir hverfa og öll Hótelin standa auð,

Nú geri ég því skóna, að þú veist hvaða phase lönd lenda í.

1. growth phase
2. expansion phase
3. collapse
4. stagnation

Ísland er Núna, á stigi 2 ... útþennsla í hámarki. Alveg eins og fyrir 2008 ... allir að byggja, byggja allt ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.10.2017 kl. 18:46

2 identicon

Hvað vil ég fá út úr kosningunum? Ja, stórt er spurt og tilefnið lítið!

Ég finn nú eiginlega mest fyrir innilegu óskinni um að losna við að flækjast fyrir þeim fullkomnu allra kynja mönnum og konum, sem af sumum öðrum allra kynja mikils metnum mönnum og konum, eru taldir þess mikla verðmætisviskunnar virði, að ákveða fyrir frjálst borna einstaklinga jarðar, hvort þeir eiga að fá að lifa eða deyja?

Vegna þeirra eigin misskiljandi og valdtökuhafandi allra kynja mannvera náð og miskunn, þá fá ekki allra kynja mannverur að lifa í friði, af því sem móðir jörð og heilög María Guðsmóðir gefur okkur öllum við fæðingu hér á jörðinni?

Ef þú vilt fleiri svör frá mér, þá er af ýmsu skrýtnu og óraunhæfu að taka, á svokölluðum óraunhæfa óska "kosningaóskalista" til leikskóla-leikhússins; Mattador Medía. "Löggjafa"-þrælakofafangelsinu við sjálfan Austurvöllinn, sem er skipulega skipaður án hebresku vitringanna frá austurlöndum?

Heilög María Guðsmóðir blessi okkur öll á fjallabaks blekkingarleiðinni þungfæru hér á jörðinni.

Við endum öll hjá henni heilögu Maríu blessaðri, eftir öll mistökin, blekkingarnar, og alla mannlegu breyskleikanna vitleysunnar bernskubrek á jörðinni:) Það verður gott að skríða í hennar skjólgóða fang, eftir útileguna kuldalegu og gráðugu hér á jörðinni:)

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2017 kl. 23:05

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Bjarne,

Góður maður benti á það um daginn í viðtalsþætti að þær þrjár stoðir sem afla Íslandi gjaldeyris þessi misserin eru þær sömu og undanfarna áratugi: Fiskur, stóriðnaður og ferðamenn. Þrjár stoðir sem allar eru viðkvæmar fyrir hagsveiflum hérlendis og erlendis. Hann spurði: Hvernig getum við fjölgað stoðunum í tíu? 

Svarið blasir auðvitað við: Ríkið þarf að hætta að flækjast fyrir. Ríkið veðjaði á loðdýrarækt og fiskeldi. Ríkið vill að Ísland sé landbúnaðarstórveldi. En hvað ef fjórða stoðin er hugbúnaðarframleiðsla? Eða olíuvinnsla? Eða samsetning á harðgerðum bílum? Eða þetta allt? Eða eitthvað allt annað?

Það er engin leið að komast að því nema umbera frjálst framtak í stað þess að kæfa það með sköttum (tryggingagjaldið er hér skeinuhættast) og lagaflækjum. 

Geir Ágústsson, 20.10.2017 kl. 05:37

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Anna Sigríður,

Þér tekst alltaf að fylla mann af depurð og þunglyndi! :-)

Þó get ég í fljótu bragði bent á nokkur atriði sem eru hér í hag og þú ætti bæði að njóta og e.t.v. að nýta betur:

- Þú hefur tíma. Tíma til að skrifa. Tíma til að hugsa. Tími er yfirleitt af skornum skammti. Það er hægt að gera svo margt við tíma: Lesa, taka námskeið, hitta vini og fjölskyldu, fara í bingó, skrifa bækur eða greinar. Ég hvet þig til að taka tímann sem þú hefur og finna leiðir til að nýta hann þannig að þú verðir hamingjusöm.

- Þú hefur allskyns aðstöðu. Ég geri ráð fyrir að þú búir einhvers staðar. Þú situr við tölvu sem er nettengd. Taktu þessi tæki í kringum þig og nýttu til að beina þér í jákvæða farveg. 

Þrátt fyrir allt er það happdrættisvinningur að búa á Íslandi og að hafa fæðst á Íslandi. 

Geir Ágústsson, 20.10.2017 kl. 05:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband