Hvað með að einfalda regluverkið í staðinn?

Íslensku bankarnir eiga mikið fé og þetta hefur nú runnið upp fyrir stjórnmálamönnum. Þeir vilja krækja í þetta fé og eyða í kosningaloforð.

Sé það svo að íslenskir bankar eiga meira fé en sambærileg fyrirtæki í sambærilegum hagkerfum er hagfræðin með auðskiljanlega útskýringu: Það er erfitt eða ómögulegt að stofna til samkeppni við bankana.

Því hvað gerist þegar það blasir við að Jói skósali græðir meira en aðrir? Jú, fleiri skósalar opna! Hvað gerist ef einhver græðir fúlgur á sölu tannbursta? Fleiri byrja að selja tannbursta!

En bankarnir græða og græða og nýir bankar eru hvergi sjáanlegir. Hvernig stendur á því?

Bankar víða um heim hafa komið sér mjög þægilega fyrir innan hins hlýja faðms ríkisvaldsins. Bankarnir stinga upp á reglum fyrir eigin starfsemi sem ríkið tekur upp. Reglurnar eiga að nafninu til að tryggja stönduga banka sem falla ekki og fara vel með fé annarra. Raunin er auðvitað önnur í mörgum tilvikum. Niðurstaðan er svo, fyrirsjáanlega, að það er erfitt og allt að því ómögulegt að stofna til samkeppni við bankana sem fyrir eru.

Á Íslandi virðist regluverkið vera óvenjulega strangt. Í Danmörku er til að mynda að finna ógrynnin öll af agnarsmáum bönkum sem stóðust fjármálakreppuna árið 2008 með glæsibrag á meðan sá stærsti þeirra, Danske Bank, þurfti ítrekaða aðstoð yfirvalda (sem að nafninu til stóð öllum bönkum til boða en allir vissu í raun að var ætluð einum banka). Margir bankar sáu líka í gegnum grímu yfirvalda - sem bjóða jú aldrei neitt nema fá eitthvað í staðinn - og sögðu nei takk við opinberri aðstoð

Svo já, fyrst kvarta menn yfir vaxtaokri á Íslandi, svo kvarta menn yfir því að bankarnir séu of veikir og eigi á hættu að lenda á skattgreiðendum, og svo á bara að blóðmjólka þá ofan í ríkishirslurnar, á kostnað viðskiptavinanna auðvitað. 

Er ekki hreinlegra að leyfa bara samkeppni í staðinn með því að einfalda regluverkið og jafnvel afnema að mestu leyti? Og auðvitað leggja niður Seðlabanka Íslands. 


mbl.is 240 milljarða arðgreiðslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er fé sem hefur verið stolið frá almenningi og ekkert nema eðlilegt að því verði skilað aftur til samfélagsins.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.10.2017 kl. 19:22

2 identicon

Og hvað gerum við, þegar Jói skósali er búinn að græða og gunni öfund opnar aðra sjoppu við hliðina á honum, og tekur frá honum kúnnana.  Jói, tapar kúnnum og ræðum klíku-Palla, til að brjóta rúður hjá Jóa skósala ... sem fer á hausinn.  Löggan kemur í málið, en Gunni öfund borgar vel, og löggan leggur málið niður vegna skorts á sönnunum.

Þetta að ofan, er tekið úr raunverulegum aðstæðum ...

Eigum við ekki bara allir að vopnast, og ef klíku-Palli ræðst á búðina okkar, þá skjótum við hann ... og ef Löggan fer að ibba sig, þá bara lúberjum við hana líka ... leggjum niður löggæsla og dómsvald, tökum einkarekið dóms og löggjafarvald.  Ég, um mig, frá mér til mín!

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.10.2017 kl. 20:01

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

"Skilað" já, og "tekið" segir þú. Gott og vel. En á núverandi ástand að vera viðvarandi ástand? Kúnnar bankanna flegnir lifandi, bankar safna í digra sjóði og ríkið dregur svo allt til sín til að fjármagna kosningaloforð. Er það besta fyrirkomulagið? 

Bjarne, 

Að afvopna almenning og banna honum að sinna eigin vörnum er ekki val almennings heldur lögboðið stjórntæki yfirvalda. Stofnendur Bandaríkjanna reyndu að koma í veg fyrir slíkt með áherslu sinni á dreift vald, möguleikum almennings til að hrinda af sér ofríki á löglegan hátt og stjórnarskrárbundnum rétti til að stofna vopnaðar varðsveitir. Nú stendur ekkert eftir af þessu. Þar hafa menn því þann eina kost að stofna til götuóeirða og láta táragasa sig heim aftur.  

Geir Ágústsson, 18.10.2017 kl. 03:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband