Örtröð til vinstri

Mikið framboð er af framboðum fyrir kosningar til Alþingis. Miðað við skoðanakannanir er framboðið miklu meira en eftirspurnin. 

Lengst til vinstri er mikil örtröð af flokkum. Þá manna einstaklingar sem telja að ríkið megi, eigi og geti lagað það sem er að. Ríkið á að lækna, útrýma fátækt, mennta unga sem gamla, stuðla að góðri andlegri heilsu, laga illa burstaðar tennur, reisa brýr og grafa göng. Og reka sinfóníuhljómsveit. Er þá bara fátt eitt nefnt.

Hvers vegna ríkir þessi gríðarlega tortryggni á frjálst framtak? Hvaðan kemur þessi ofurtrú á ríkisvaldið?

Þessu er vandsvarað. Allt í kringum okkur eru einkafyrirtæki að keppast við að veita betri og betri þjónustu á betra og betra verði. Þetta fer ekki framhjá neinum. Tökum farsímaþjónustu sem dæmi. Hún kostar neytandann í dag bara brot af því sem hún gerði fyrir örfáum árum, og er orðin miklu, miklu, miklu betri. Við getum horft á bíómyndir á meðan við sitjum á hlaupahjóli í ræktinni og borgað nánast ekkert fyrir það. Að hugsa sér!

Örtröðin til vinstri er einkennileg. Frjálshyggjumenn þurfa að hugsa sinn gang. Þegar eini svokallaði hægriflokkur Íslands líkist miklu frekar dönskum jafnaðarmönnum en raunverulegum hægrimönnum er illt í efni. 


mbl.is Búast við að samþykkja 10 framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband