Fólk ætti að selja pappírsverðmæti sín núna

Nú eru kosningavélarnar farnar af stað og menn byrjaðir að dusta rykið af áratugagömlum skjölum. Það má vel vera að það komi einhverjum til góða í kosningabaráttunni. Sjáum hvað setur. 

Við eigendur verðbréfa, hlutabréfa í sögulegu hámarki og ríkisskuldabréfa vil ég samt segja: Seljið allt, strax!

Ef þið haldið að pappírsverðmæti hafi gufað upp árið 2007, bíðið bara! 

Hlutabréf eru í hæstu hæðum og jafnvel hærri hæðum en fyrir október 2007. 

Skuldir víða um heim eru gríðarlegar. Fjölmörg ríki eru tæknilega gjaldþrota, jafnvel sum af stærstu hagkerfum heims. 

Kínverjar ryksuga nú upp ríkisskuldir og auðlindir víða um heim og vita að þegar kemur að greiðslufalli þá eru þeir í alveg einstakri samningastöðu. 

Kínverjar og Indverjar kaupa allt það gull sem þeir komast yfir og byggja þannig upp raunverulegan varaforða.

Skuldsett neysla er víða mikil. Íslendingar virðast þó sem betur fer vera að skuldsetja sig hóflega, a.m.k. í bili. Með nánast enga vexti í mörgum ríkjum eru fólk og fyrirtæki byrjuð að leggja allt undir, kaupa dýrt og treysta á að vextir hækki aldrei. Það munu þeir þó þurfa að gera fyrr eða síðar og þá fara margir á hliðina.

Og hið sama gildir vitaskuld um marga ríkissjóði.

Davíð Oddsson reyndi ítrekað að vara við viðkvæmri stöðu íslenskra banka á sínum tíma. Sumir tóku mark á því og seldu en aðrir treystu á opinberar eftirlitsstofnanir og alþjóðleg matsfyrirtæki. 

Látum viðskipti Bjarna Benediktssonar fyrir 10 árum verða okkur verðmæta lexíu. Hann sá í hvað stefndi (en sagði að því er virðist engum frá því, sem er synd). Seljið strax!


mbl.is Seldi í Sjóði 9 dagana fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hverjir vilja kaupa eftir þennan lestur? surprised

Benedikt V. Warén, 6.10.2017 kl. 08:05

2 identicon

Ríkið tók glitni yfir 29 sept 2008 og Bjarni á að hafa selt 2-6 okt 2008,  eru það innherjaupplýsingar.

Af hverju héldu menn að ríkið hefði tekið bankann yfir?

stálgrauinn (IP-tala skráð) 6.10.2017 kl. 08:43

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Ekki veit ég hvort Bjarni hafi selt á forsendum innherjaupplýsinga eða af því hann var búinn að lesa greinar á Mises.org og lesa bætur Peter Schiff.

Hafi hann brotið lög munu blaðamenn væntanlega útvega yfirvöldum gögn til að auðvelda þeim rannsókn á sakamáli. Enginn geiri vestrænna samfélaga þarf að búa við fleiri lög og reglur en fjármálakerfið svo það er væntanlega hægt að sanna lögbrot á alla sem hafa fært peninga frá einum reikningi til annars.

Ég mæli með því að fólk kaupi Rolex-úr og gullstangir fyrir allan sinn þolinmóða sparnað. Hverjir kaupa? Kjánarnir sem eru í kapphlaupinu um að kaupa í dag til að selja á morgun, aðeins dýrar. 

Um leið eiga allir sem geta að byrja hugleiða hvernig er hægt að lifa á töluvert rýrari lífeyrissparnaði en kemur fram á yfirlitum í dag. 

Geir Ágústsson, 6.10.2017 kl. 09:06

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Kannski að Illugi vinur hans Bjarna hafi miðlað innherjaupplýsingum og glæpur Bjarna sé fólginn í hagnýtingu upplýsinganna. Og hvernig stendur á því að Bjarni reynir að leyna þessum upplýsingum?  Það er bara löngu kristaltært að maðurinn er sjúkur lygari samanber Vafningsmálið og slíkir menn eiga ekkert erindi í æðstu stöður þjóðarinnar. Þeir sem vilja gera lítið úr þessu og telja það smámál skal bent á að ef hann taldi þetta léttvægt, hverju er hann þá ekki tilbúinn til að ljúga og leyna gegn meiri ávinningi en skitnum 50 millum!

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.10.2017 kl. 10:48

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég mundi nú ekki kalla 50 millurnar ávinning. Miklu frekar forðaði hann sér frá 50 milljóna rýrnun á eignum sínum.

En núna fær hann aldeilis leyfi til að tjá sig. 

Svo má ekki gleyma að á þessum söludegi hans, 6. október, voru neikvæðar fyrirsagnir búnar að dynja á Íslendingum og fleirum í nokkrar vikur, ríkið búið að taka yfir Glitni og bara eftir innantómt loforð um að allt yrði frábært aftur. 

Geir Ágústsson, 6.10.2017 kl. 12:48

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Heldurðu Geir, að þeir sem keyptu þessi hlutdeildarskírteini Bjarna og annarra Engeyinga kvitti upp á þessar röksemdarfærslur þínar og annarra klappstýra?

Rifjum upp út á hvað dómurinn gegn Baldri Guðlaugssyni gekk.  Og var þó Baldur aðeins embættismaður.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.10.2017 kl. 13:00

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta upphlaup er heimskulegr og ógrundaðra en móðursýkin yfir fæðingarvottorði Obam.

Pólitiskar sýruárásir og mannorðstilræði í stað raunverulegra málefna.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2017 kl. 17:05

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvaða pappírsverðmæti?

Guðmundur Ásgeirsson, 6.10.2017 kl. 18:43

9 identicon

Verðlaus "verðmæti" verða ekki að að verðmæt.

Bara aftur verðlaus og endurunnin gagnslaus bankaræningjastjórnanna klósettpappír. Lögmenn verja lögleysið um allan heim! Og dómsstólar dæma ræningjum í vil í "siðmenntuðum" svokölluðum réttarríkjum?

Aftur!

Og aftur!

Og aftur!

Endalaust?

Nei!

Sama hvað kauphallarspilavítin banka/fjármálasjóðanna rúlletturnar nota fjölmiðla til að ljúga áfram, með aðstoð "matsfyrirtækja-sannleiksnefnda" spilavítanna, þá verður þetta ekki endalaust svona!

Það er sagt að mannskepnan sé skynsamasta skepnan á jörðinni?

En græðgin og grimmdin orsaka það að "skynsamasta" valdaskepnan á jörðinni, er tortímandi djöflatortímingarveldi á jörðinni. Hvers virði er þá skynsama skepnan arðrænandi, valdníðandi, allsráðandi og tortímandi?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.10.2017 kl. 20:32

10 identicon

Það eina sem ég sakna úr þessu uppgjöri úr hruninu er að ekkert var gert með ATORKU en sennilega höfðu þeir góða lögfræðinga þannig að þetta var allt löglegt. Annars er mér skítsama um þennan sjóð 9 og reikna með að kjósa xD enda gekk ég í Sjálfstæðisflokkinn um daginn þegar mér ofbauð skítkastið í kringum uppreista æru

Grímur Kjartansson (IP-tala skráð) 6.10.2017 kl. 21:24

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Grímur það akkurat það sem nokkrir vina minna gera eldri og yngri. 

Helga Kristjánsdóttir, 7.10.2017 kl. 00:07

12 identicon

Jóhannes Laxdal Baldvinsson.  Bara svona til að vekja athygli á því, hlutdeildarskírteini í sjóði eru ekki seld öðrum, þau eru innleyst.  Sjóðir eru samsettir samkvæmt fyrirfram ákveðinni stefnumörkun, fjárfest skal á ákveðnu sviði t.d. tæknigeira, hlutabréfum, hrávöru, eðalmálmum, fasteignum eða erlendum gjaldeyri.  Í öllum tilfellum er haldinn varasjóður til að innleysa hlutdeildarskírteini frá degi til dags.  Innlausnarákvæði þessara sjóða eru gjarnan tveir dagar eða fleiri, til að hægt sé að selja eignir til að mæta stærri innlausnum sjóðsfélaga, nú eða kaupa eignir ef fleiri kaupa sig inn.  Það eru til sjóðir erlendis sem eru "lokaðir" eða hafa fyrirfram ákveðin fjölda hlutdeildarskírteina.  Þá verður einvher að kaupa hlutina sem eru seldir, fást þá seldir/innleystir hlutir ekki greiddir fyrr en einhver annar hefur keypt þá. Sjóður 9 var ekki slíkur sjóður og Bjarni hefur því innleyst hlutdeild sína en ekki selt öðrum. Kynntu þér nú málin áður en þú varpar fram ásökunum.

Gunnar Rúnarsson (IP-tala skráð) 7.10.2017 kl. 00:21

13 identicon

Geir, hvers vegna ákvað Davíð að ríkið skyldi kaupa 3/4 eignarhlut í Glitni úr því að hann varaði við viðkvæmri stöðu bankanna? Sem betur fór var ekki búið að ganga frá kaupunum þegar bankarnir féllu svo að ekkert varð af þeim. Annars hefði kaupverðið verið glatað fé.

Margir vöruðu opinberlega við stöðu bankanna fyrir hrun. Davíð var ekki einn þeirra hvað sem gerðist á lokuðum fundum. Þvert á móti fullyrti hann að staða þeirra væri traust meðal annars í sjónvarpi í Bretlandi.

Merkilegt ef aðalhrunvaldurinn, fyrst sem forsætisráðherra og síðan sem seðlabankastjóri, sé nú orðinn sá sem hafði rétt fyrir sér en enginn hlustaði á. Ekki trúi ég því að sögufalsanir hans í ritstjórastóli á Mogga hafi borið þennan árangur.

Ásmundur (IP-tala skráð) 8.10.2017 kl. 11:42

14 Smámynd: Geir Ágústsson

Að Davíð Oddsson sé gerður að blóraböggli fyrir alþjóðlegu fjármálakrísunni jaðrar auðvitað við brandara enda talar enginn svoleiðis lengur.

Þegar hann steig af stóli forsætisráðherra voru skuldir Íslendinga tiltölulega litlar, og skuldir ríkisins hverfandi.

Davíð var einn af þremur seðlabankastjórum (hinum tveimur var fórnað með Davíð í galdramessunni sem Jóhanna og Steingrímur komu á til að skapa rými fyrir Má Örlygsson). Á ekki að nefna hina tvo í sömu andrá? 

Geir Ágústsson, 9.10.2017 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband