Nóg af njóla fyrir alla!

Borgarstjóri skríður nú fram í dagsljósið því kosningar til sveitarstjórna nálgast. Venjulega forðast hann óþægilegar spurningar (er þeim mun duglegri að klippa á borða) en núna neyðist hann til að takast á við þær.

Borgarstjóri er mjög greindur maður og myndarlegur. Hann hefur þokka og kann á hinn pólitíska leik. Hann sá t.d. fyrir vandræði Samfylkingarinnar í landsmálunum fyrir ári síðan og kom ekki við þau með priki. 

Hann er hins vegar arfaslakur stjórnandi. Hvert eitt og einasta einkafyrirtæki með svona stjórnanda væri búið að láta hann taka pokann sinn fyrir löngu. 

Vonandi ber Reykvíkingum gæfa til að koma honum frá við næstu kosningar. Það krefst þess samt að eitthvað betra sé í boði. 


mbl.is Fleiri ábendingar um lyktarmengun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli stærsti vandinn felist ekki í "eitthvað betra sé í boði."

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 29.9.2017 kl. 05:41

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Jú, það er því miður. Sjálfstæðisflokkurinn var með yfir 50% kjósenda á sínu bandi með Davíð Oddsson í brúnni. Hann stóð við sín loforð, t.d. að fækka borgarfulltrúum. 

Geir Ágústsson, 29.9.2017 kl. 06:39

3 identicon

Verst að með arfaslakan stjórnanda í brúnni þá lekur ráðaleysið niður alla stjórnsýsluna og venjulegir borgarstarfsmenn eru löngu hættir að reyna að vinna  skynsamlega heldur bíða bara eftir næsta rugli að ofan sem sinna þarf nauðsynlega í DAG en er svo alveg ómerkilegt í næsta mánuði.

Borgari (IP-tala skráð) 29.9.2017 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband