Rökrétt afleiðing óskynsamlegrar stefnu

Svokallaðir þjóðernissinnar styrkja nú stöðu sína í fjölmörgum Evrópuríkjum. Þeir eru gagnrýnir á mikinn fjölda innflytjenda frá öðrum menningarheimum. Það má alveg vera án þess að fá á sig stimpilinn öfgamaður eða álíka.

Hugsum okkur bara venjulegt heimili. Húsráðandi heldur partý. Hann býður þar inn fólki sem hann veit að skilur hvaða húsreglur eru í gildi. Ekki pissa á gólfið. Ekki skeina þér í handklæðin. Ekki hrækja á aðra gesti. Og svo framvegis. 

Skyndilega mæta í partýið einstaklingar sem kunna ekki þessar húsreglur. Þeir skipa konunum að hylja hár sitt og andlit - jafnvel konum sem þeir eru ekki tengdir á neinn hátt. Þeir ætlast til að konur og börn þjóni þeim. Þeir hóta þeim sem gagnrýna þá lífláti eða aflimun. 

Þetta fær aðra gesti til að líða illa. Margir kjósa að yfirgefa partýið. Sumir þrauka og segja að það verði að sýna öllum siðum og venjum tillitssemi og gefa jafnvel hinum nýju gestum peninga. Smátt og smátt fá hinir nýju gestir að ráða öllu og aðrir gestir hlýða þeim í einu og öllu. Nú er partýið ekki lengur eins og upphaflega var áætlað. 

Þetta er e.t.v. ófullkomin samlíking en svona líður einfaldlega mörgu venjulegu fólki. Víða í Evrópu eru heilu hverfin og jafnvel borgirnar sem eru ekki taldar óhultar lengur - fyrir innfædda! Lögreglan veigrar sér við að skipta sér af málefnum þessara svæða. Börnin fá aðra menntun en innfæddir og læra aðra siði. Konurnar hika við að fá sér bílpróf eða sækja sér menntun. 

Kemur þá einhverjum á óvart að svokallaðir þjóðernissinnar skófli nú inn atkvæðum? 

Það ætla ég rétt að vona að sé ekki raunin.

Sjálfur gæti ég aldrei kosið þessa flokka þjóðernissinna af þeirri einföldu ástæðu að þeir eru oft sósíalistar að flestu ef ekki öllu leyti, og auðvitað rasistar. Þeir vilja ekki minnka ríkisvaldið heldur nota það til að níðast á ákveðnum hópum og borga undir aðra. 

Miklu frekar ætti að leggja niður velferðarkerfið og lækka skatta og búa til hvata fyrir duglegt fólk að byggja upp eigið líf í sátt og samstarfi við aðra, óháð uppruna, húðlit, kynhneigð, trú og allt það. Bandaríkin eru til dæmis land innflytjenda og það var aldrei neitt vandamál enda var þeim aldrei safnað saman í gettó þar sem þeir gátu lifað á kostnað annarra. Þýskaland er nú að verða land innflytjenda með mörg stór og alvarleg vandamál.


mbl.is Fylgi flokks þýskra þjóðernissinna eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Margt gott hér, málað raunar í nokkuð sterkum litum.

En er AfD í raun vinstri flokkur, og vilja þau aukin ríkisútgjöld?

Á það líka við um Sverigedeomokraterna?

Jón Valur Jensson, 20.9.2017 kl. 15:25

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég þori kannski ekki að fullyrða um það en hér í Danmörku er Dansk Folkeparti áhrifamikill. Hann er tortrygginn á innflytjendur (skiljanlega) en um leið:

- Vill dæla fé í eldri borgara (þeirra tryggustu kjósendur)

- Er á fullu í miðjupólitíkinni (skatta á ekki að lækka þótt þá eigi e.t.v. ekki að hækka)

- Vill ekki hrófla við kerfinu nema síður sé: Ríkiskerfið á að fá meira fé til að mennta, lækna og hvaðeina

- Lögum má beita á ákveðna hópa

Klassískir þjóðernissósíalistar/fasistar/kommúnistar tala fyrir heraga á ungviðinu, háum sköttum sem dreifast ójafnt á borgarana og allskyns ógnum sem þarf vitaskuld að mæta með stærri lögreglu og/eða her. 

Lausn þessara flokka á innflytjendavandamálinu er svo aldrei sú að fjarlægja efnahagslega hvata til að komast á spenann heldur bara að færa þá spena til. 

Geir Ágústsson, 20.9.2017 kl. 17:44

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Fólki er ýtt til þjóðernissinna.  Ég held ekki þeir viti hvaðan á þá stendur veðrið stundum, sbr þetta: http://edition.cnn.com/2017/09/14/europe/germany-far-right-lgbt-support/index.html
Þetta er vissulega ekki stór hópur, en AfD gæti séð sér hag í að endurkoða auka-atriði í stefniskránni fyrir hann.
Þetta safnast saman.

Ásgrímur Hartmannsson, 20.9.2017 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband