Uppreist æru og ríkisstjórnarsamstarfið: Óskyldir hlutir

Ekkert af því sem hefur verið rætt um uppreist æru, bréf, barnaníðinga, foreldra ráðherra, trúnað og upplýsingaskyldu kemur ríkisstjórnarsamstarfinu við. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu því hún þoldi ekki niðurstöður skoðanakannanna. Aðrar ástæður sem gefnar hafa verið upp eru einfaldlega málinu óviðkomandi og bara notaðar sem afsökun.

En er hægt að áfellast Bjarta framtíð fyrir að slíta samstarfi sem virðist ekki gagnast fylgi flokksins? Kannski og kannski ekki. Kannski eru þar innanborðs einstaklingar sem þola mótlæti illa eða hafa lítið úthald. Kannski eru þar einstaklingar sem hafa alist upp við að geta alltaf kennt öðrum um eigin gjörðir. Kannski var einfaldlega óþolandi að sitja fundi með öðrum flokkum. Kannski langar Bjartri framtíð frekar að vera í sæng með Vinstri-grænum. Það má velta ýmsu fyrir sér.

Úr því Björt framtíð var hvort eð er að leita að afsökun til að slíta stjórnarsamstarfinu hefði verið ábyrgast að bíða þar til einhvern tímann eftir áramót og finna þá aðra átyllu. Þá væri hægt að kjósa að vori til og rétta af kjörtímabilið svo það byrji ekki í miðri fjárlagavinnu. 

Hvað sem því líður hverfur nú Björt framtíð í ruslatunnu sögunnar. Aðrir flokkar hirða upp atkvæðin. Það á eftir að koma í ljós hvort Viðreisn fari sömu leið. 

Næstu kosningar verða spennandi. 


mbl.is Ráðherrum heimilt að kynna sér gögnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem heimskri örþjóð finnst vera eðlileg pólitík kallast skandall meðal siðmenntaðra þjóða.
http://kvennabladid.is/2017/09/16/heimspressan-grimm-barnanidingsskandall-og-fadir-forsaetisradherrans/

Palli Gardarsson (IP-tala skráð) 18.9.2017 kl. 09:38

2 identicon

Björt framtíð hefði fyrir löngu átt að slíta þessu samstarfi. Eða réttara sagt aldrei að byrja á því.

Samstafið fól í sér að öll helstu stefnumál Bf voru þverbrotin. Verst var þá að þrátt fyrir að flokkurinn hafði heilbrigðisráðherrann réð hann engu sem máli skipti um heilbrigðismálin.

Einkavæðingin óx hröðum skrefum og gróf stöðugt undan opinbera rekstrinum. Vegna einkavæðingar jókst kostnaður ríkisins vegna heilbrigðisþjónustunnar meira en ella vegna oflækninga og mjög hárra arðgreiðslna.

Þetta var því kærkomið tækifæri til að slíta samstarfinu.

Ásmundur (IP-tala skráð) 18.9.2017 kl. 09:45

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Hverjir eru heimildarmenn erlendra fjölmiðla? Jú, stjórnarandstæðingar.

Menn eins og Smári McCarthy búa til afbakaða útgáfu af atburðum. Erlendir fjölmiðlar gleypa hana. Íslenskir fjölmiðlar vísa svo í þá erlendu. Þeir ættu að vita betur. 

En fyrirsagnir hafa þó einn kost umfram raunverulegar lýsingar af atburðum: Það er fljótlegra að lesa þær fyrir fólk sem kynnir sér hlutina með símann í hendinni á meðan það situr á klósettinu. 

Geir Ágústsson, 18.9.2017 kl. 09:47

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásmundur,

Takk fyrir þessa staðfestingu (eina af mörgum) á raunverulegum ástæðum BF fyrir því að slíta samstarfinu. Ráðherrar hennar voru einfaldlega of reynslulitlir og/eða óframfærnir til að finnast vera mark á þeim tekið. Þetta er ókosturinn við óhóflega áherslu á "endurnýjun" í flókin störf (flókin af því ríkisvaldið er ofvaxið og með puttana í öllu).

Geir Ágústsson, 18.9.2017 kl. 09:49

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Höldum því til haga, að það voru ekki ráðherrar Bjartrar Framtíðar sem ákváðu að slíta þessu samstarfi. Það var stjórn flokksins sem gerði það og sýndi með því svart á hvítu, hvernig á að byggja upp nútímastjórnmálaafl.  Björt og Óttarr hefðu sennilega setið áfram...

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.9.2017 kl. 10:55

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Geta aðrir en kjörnir fulltrúar tekið ákvarðanir um það sem fer fram í sölum Alþingis? Óttarr og Björt og aðrir þingmenn eru einstaklingar sem starfa sem þingmenn. Þeir geta væntanlega gert það sem þeir vilja innan sala Alþingis hvað sem líður stjórn flokka sinna.

Geir Ágústsson, 18.9.2017 kl. 11:03

7 identicon

Óttar hefur nú staðfest að trúnaðarbresturinn hafi ekki verið eina ástæðan fyrir því að Bf ákvað að slíta stjórnarsamstarfinu. Óánægja í baklandinu með störf ríkisstjórnarinnar hafi einnig komið til.

Þetta var frá upphafi fráleitt samstarf, ekki síður fyrir Viðreisn. Maður hefði haldið að þeir myndu setja ESB-umræður sem skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi enda er ESB-aðild tilverugrundvöllur Viðreisnar. 

En þeir gáfu ekki aðeins eftir það skilyrði heldur skuldbundu þeir sig auk þess til að styðja ekki slíka umsókn fyrr en í lok kjörtímabilsins. Þvílík undirgefni! Þetta var algjört sjálfsmorð.

Ásmundur (IP-tala skráð) 18.9.2017 kl. 11:57

8 identicon

Björt framtíð, mwð Óttar í fararbroddi, sveik stóran hluta kjósenda sinna síðast með því að gerast hjól undir vagni Sjálfstæðisflokksins og viðhalda þannig völdum hans. Þessum flokki og þeim sem að þessari óhæfu stóðu verður ekki treyst aftur og atkvæði þeirra plús eða mínus þriggja prósenta sem kjósa BF samt aftur fara öll í vaskinn.

Gabríel (IP-tala skráð) 18.9.2017 kl. 11:59

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Gott og vel, Björt framtíð unaði sér aldrei vel. Formaðurinn sá enga leið til að eiga við vinstriflokkana og valdi þessa til að flokkurinn gæti haft áhrif. Allt snérist í höndunum á honum, og ákvörðun hans var aldrei studd af hans eigin flokksmönnum. Svo já, BF var á lánuðum tíma og bara spurning hvernig flokkurinn hrökklaðist úr stjórnarsamstarfi. Það sjá allir núna.

Það er samt óheiðarlegt að kenna þessu uppreist æru máli um stjórnarslitin. Það var bara átylla. Óttarr er nú þegar búinn að gefa það til kynna og segir það væntanlega hreint út í náinni framtíð. 

Geir Ágústsson, 18.9.2017 kl. 13:43

10 identicon

Geir, þú hefur alls ekki náð þessu.

Með vinstri flokkunum hefði Bf og Viðreisn fundið farveg fyrir sín stefnumál. Vandinn var hins vegar sá að Benedikt var allt of veikur fyrir sínum gamla flokki og Óttarr lét vel að stjórn Benedikts. Ráðherrastólar í augsýn ollu því að Benedikt og Óttar misstu tímabundið dómgreindina og létu allt yfir sig ganga.

Þetta skynjaði Bjarni og notfærði sé það út í ystu æsar. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 18.9.2017 kl. 15:57

11 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fyrst 50 manna hringborð gat rift stjórnarsamstarfinu hlítur það líka að hafa komið að því að setja stjórnina á koppinn. Sá það aldrei fyrir sér að þetta yrði ekki dans á rósum? Mér sýnist Geir hafa rétt fyrir sér að - "þetta séu bara einstaklingar sem hafa alltaf komist upp með að kenna öðrum um ófarir sínar."

Þau standa bara ekki undir eigin væntingum.

Ragnhildur Kolka, 18.9.2017 kl. 16:39

12 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásmundur, það er sennilega rétt hjá þér að BF hefði átt að koma út úr skápnum sem hreinn vinstriflokkur strax í upphafi og reyna ekkert fram yfir miðju. Ég held samt að þú ofmetir stórkostlega eitthvað ímyndað sálfræðilegt tak Bjarna á fólki og fénaði þess (formanna og flokksmanna þeirra). 

Geir Ágústsson, 18.9.2017 kl. 19:01

13 identicon

Hvar er Reykjavík Medía núna?

Var að leita að þeirri fréttaveitu á netinu í dag? En fann bara allt annað merkilegt, sem ég var ekki að leita að, og ætla ekki að þylja upp hér og nú. Það yrði of mikil flækja og ó-meltanlegt í einni athugasemd.

Ætli Þorgerður Katrín blessunin sé komin aftur heim úr óvissuhættuför sinni til Rússlands í vikunni? Enginn fjölmiðill segir fréttir af því ferðaprógrammi? Vita fjölmiðlar ekkert að gagni til að segja frá? Hver stjórnar þessu fréttaleysi eiginlega? Hvað er forseti?

Ekki undarlegt að mig dreymdi í síðustu viku að ég væri að vinna fyrir kosningaframboð Davíðs Oddsonar í borgarstjórn Reykjavíkur, og hann vann kosningarnar. (Reykjavíkurhreppur Íslands í Global-jarðheiminum?) Þetta dreymdi mig áður en stjórnin var látin falla, og ég skildi ekkert í þessari vitleysu sem draumheimar upplýstu mig um. Og skil ekki enn.

Almættið skaffar okkur nýja daga á spilltu jörðinni með nýjum upplýsingaverkefnum, ef okkur er ætlað að vakna hérna megin móðunnar miklu að morgni. Lífs og sálarverkefnið er eilífðarinnar prógramm. Því er ég allavega búin að átta mig á, þó ég skilji afskaplega fátt til hlítar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.9.2017 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband