Ţegar vinstrimađur sér afleiđingar skattahćkkana ...

Ţegar vinstrimađur getur í yfirveguđu og skýru máli bent á slćmar afleiđingar skattahćkkunar er ţá ekki alveg á hreinu ađ sú skattahćkkun er alveg óvenjulega eitruđ?

Yfirleitt sjá vinstrimenn ekkert athugavert viđ ađ blóđmjólka skattgreiđendur en á ţessu finnast undantekningar.

Meira ađ segja Steingrímur J. Sigfússon gerđist á sínum tíma svo frćgur ađ sjá ađ himinháir skattar á vinnu iđnađarmanna hafa slćmar afleiđingar fyrir ţá. 

Núna bendir ţingmađur Vinstri-grćnna á ađ hćrri skattar á eldsneyti og bifreiđar muni bitna á ţeim sem nota mikiđ eldsneyti og keyra mikiđ. Ekki ţarf doktorspróf í hagfrćđi til ađ átta sig á ţessu en ţađ ađ vinstrimađur hafi áttađ sig á ţessu ćtti ađ vekja alla svokallađa hćgri- og miđjumenn til umhugsunar.

Hér er sem sagt vinstrimađur ađ gagnrýna svokallađa hćgristjórn fyrir skattahćkkanir.

Ţarf frekari stađfestingu á ţví ađ stjórnin sem nú situr er alls engin hćgristjórn?

Ćtli stjórnin sér ađ halda velli ţarf hún ađ hugsa sinn gang, alvarlega. Mín međmćli til hennar eru:

  • Lćkka alla skatta verulega svo fólk sjái umtalsverđa búbót í ţeim skattalćkkunum. Um leiđ má fćkka undanţágum og einfalda skattkerfiđ og í leiđinni velferđarkerfiđ svo menn hćtti ađ verđa varir viđ áhrif jađarskatta. 
  • Koma ríkisvaldinu úr sem mestum rekstri svo ţađ ţurfi ekki ađ leika forstjóra lengur (međ slćmum árangri). Ríkiđ á ekki ađ ţurfa stunda neinn rekstur. Sumt ţarf kannski ađ niđurgreiđa af pólitískum ástćđum en ţađ er allt annar hlutur. 
  • Hleypa bćndum á hinn frjálsa markađ, ţar sem menn ţurfa ađ standa á eigin fótum en hafa um leiđ miklu meiri áhrif á eigin örlög.
  • Fella niđur ţađ sem eftir er af tollum og öđrum höftum á inn- og útflutning.
  • Koma brennivíni í búđir (hér mćtti hafa danskt eđa ţýskt fyrirkomulag áfengissölu í huga).
  • Hćtta ţessu máttlausa tali um loftslagsbreytingar og hvernig almenningur ţarf ađ skerđa lífskjör sín í nafni ţeirra.
  • Hćtta dađri viđ femínisma og annan póstmódernisma sem ţrífst á ţví ađ gera úlfalda úr mýflugu og tortryggja alla sem sinna verđmćtaskapandi vinnu.
  • Byrja ađ svara vinstrimönnunum, bćđi á ţingi og í fjölmiđlum. Ţađ er alveg leyfilegt ađ hafa hugsjónir sem snúast um trú á frjálst framtak og frelsi einstaklinga og bera stćkt vantraust til opinbers ríkiseinokunarreksturs.
  • Ađskilja ríkisvald og efnahag: Vinna ađ ţví ađ koma á gjaldmiđlafrelsi á Íslandi, losa sjávarútveginn undan opinberum afskiptum og fćkka í reglugerđarsafninu. 

Kjósendur byrja ţá kannski ađ sjá mun á "hćgri" og "vinstri" og hafa ţá raunverulega valkosti viđ nćstu kosningar. 


mbl.is Bitnar einkum á landsbyggđarfólki
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband