Heimatilbúið vandamál: Ríkisafskipti

Tekur einhver eftir því að við heyrum sjaldan eða aldrei um óseldar birgðir af kjúkling og svínakjöti?

Það er af því að ríkisvaldið leikur mjög litlu hlutverki í framleiðslu, dreifingu og sölu á slíku kjöti. 

Kindakjötsfjallið er krónískt vandamál sem má rekja til ríkisafskipta. Bændur eru hlekkjaðir við kerfi sem sinnir þeim seint og illa. 

Það skrýtna er að bændur virðast kjósa þetta fyrirkomulag. Kannski óttast þeir markaðslögmálin. Kannski vita þeir ekki betur. Kannski er stöðugleiki og fátækt betri í þeirra augum en svigrúm, frelsi og hætta á tapi.

Framleiðsla hefur aldrei verið sérsvið ríkisvaldsins. Eina undantekningin er kannski framleiðsla á pappír, en pappír er ekki hægt að borða eða klæðast.

Ef íslenska lambakjötið er jafngott og af er látið (og það finnst mér það vera) er auðvelt að ímynda sér að íslenskir bændur geti orðið ein ríkasta stétt landsins sem selur grimmt á heimsmarkaði. 

Kæra ríkisvald, hættu að flækjast fyrir.


mbl.is Minni kindakjötsbirgðir en í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef tekið eftir því að kjúklinga og svínakjöt er selt ófrosið í hakk, í gúllasbitum og snitselsneiðum.

Kjötvinnslur afurðastöðvanna virðast vinna markvisst að því að minnka eftirspurn eftir kindakjöti, með þessari vanræklu á að vinna kindakjötið.

Og nú virðist kjötið sem var risastórt óviðráðanlegt og "óseljanlegt" fjall fyrir nokkrum vikum síðan vera orðið að lítilli mús? Hvers konar vitleysa er þetta eiginlega allt saman, í þessum afurðarstöðva og sláturleyfis "stjórum"?

Svo las ég einhversstaðar nýlega að Rússlandsmarkaður fyrir kindakjöt hefði ekki lokast? Hverju er verið að ljúga að almenningi og til hvers? Hvaða blekkingar eru í gangi hjá fjölmiðlum og þessum milliliða afætum afurðastöðvastjóra og sláturleyfishafa?

Hvernig væri að segja bara hlutina eins og þeir eru?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2017 kl. 08:42

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæl Anna,

Það blasir við að mjög margir hafa mikilla hagsmuna að gæta að kerfið sé eins og það er. Hvort menn beinlínis ljúgi eða blekki skal ég ekki segja. 

Geir Ágústsson, 12.9.2017 kl. 09:09

3 identicon

Geir. Það er kannski full frekt af mér að segja að einhverjir séu að ljúga. Ég veit það ekki. En skipulagðar blekkingar er vissulega raunveruleiki.

Kannski veit fólk ekki betur. Eða þá eins og sannar sögur hafa farið af: varnarlausu fólki "réttarríkisins" hótað af valdaembættum í efstu lögum kerfisins! Þeir embættanna valdamenn sem hóta öðrum og kúga, koma sjálfum sér hjá því í skjóli misbeitingar æðstavalds síns, að svara óþægilegum og beittum spurningum fjölmiðla og almennings. Þannig er lyginni veitt ábyrgðarlaust brautagengi áfram um samfélagið. Án þess að nokkur vilji í raun svona óheiðarlegt kúgunarsamfélag.

Hótandi embættistoppar láta þá sem undir hótunum sitja, sjá um að svara fyrir sín eigin svik, hótanir og kúgunarverk. 

Það er skelfilegt að sjá slíka valdmisbeitingu lögmannavarinna kerfiskalla út um allt samfélagskerfið. Ekki undarlegt að spilling á hæsta stigi þrífist og dafni jafn vel og raun ber vitni á Íslandi. Allslags eitrað illgresi vex og dafnar!

Einhver spekingurinn sagði þetta: Að ljúga að öðrum er ljótur vani, að ljúga að sjálfum sér er hvers manns bani.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2017 kl. 15:08

4 identicon

Mínn reynsla af bændum er að þeir þekkja ekkert annað og virðast ekki vilja fara í neitt annað, sem er svosem skiljanlegt þegar þetta hefur bein áhrif á launin þeirra.

Axl (IP-tala skráð) 12.9.2017 kl. 16:57

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Einu sinni framleiddi ríkið sement í sementsverksmiðju sinni á Akranesi. Árið 1993 var þessi framleiðsla seld til einkaaðila. Það vantaði ekki dómsdagsspádómana á þeim tíma! Sement yrði bara innflutt núna! Það kæmi bara lélegt sement til landsins! Ekkert myndi lengur þola íslenskar aðstæður! Atvinnuleysi blasti við starfsmönnum verksmiðjunnar og bæjarfélagsins alls!

En dettur einhverjum í hug að það eigi að vera verkahring ríkisvaldins að framleiða sement? Nei.

Nákvæmlega sama saga mun endurtaka sig þegar ríkið - einn góðan veðurdag - dregur sig út úr framleiðslu á kjöti.

Geir Ágústsson, 13.9.2017 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband