Afnemum boð og bönn og fækkum þannig glæpum

Íslensk yfirvöld setja mörg lög sem mörg eru kjánaleg, hafa öfuga virkni og/eða flekka sakarskrár fólks sem hefur ekki beitt neinn ofbeldi eða kúgun.

Með því að afnema slík lög er hægt að spara lögreglunni, dómstólunum og fangelsisyfirvöldum mikla fyrirhöfn, tíma og fé. Það er hægt að fækka glæpum með því að fækka lögum. 

Svo virðist sem íslenskir stjórnmálamenn hugsi oft: "Úr því þessi athöfn, þjónusta eða vara er bönnuð í einhverju öðru vestrænu ríki þá á að banna það sama á Íslandi."

Þess í stað ættu þeir að hugsa: "Úr því þessi athöfn, þjónusta eða vara er lögleg í einhverju öðru vestrænu ríki þá á að leyfa það sama á Íslandi, eða a.m.k. sleppa því að setja lög um viðkomandi."

Er eftir einhverju að bíða? 


mbl.is Beðið eftir rými fyrir 560
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki best, að breita nafninu á Íslandi ... í "opið fangelsi á atlantshafi".

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.8.2017 kl. 09:39

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er kannski svolítið dramatískt. Hvaða orð á þá að nota um ríki eins og Norður-Kóreu og Kúbu þar sem fólk er hreinlega drepið fyrir að yfirgefa landið? Eða var búið að slaka eitthvað á því á Kúbu?

Nei, nær væri að kalla Ísland fóstruríki. Það er alveg magnað að sjá hvað er auðvelt að setja á hamlandi lög og reglur. Fólk kyngir þessu bara. Nýleg dæmi snúa að rafsígarettum og Airbnb-útleigu. Lögin renna bara inn í samfélagið mótmælalaust. Um leið eiga þeir sem vilja synda í hina áttina mjög erfitt með að fá hljóðnema fréttamannanna eða tíma í útsendingum til að segja frá sínu máli.

Íslendingar geta alveg sjálfum sér um kennt. Það fordæma allir skattsvik en stunda þau um leið. 

Geir Ágústsson, 15.8.2017 kl. 10:12

3 identicon

Ætli orðið "einangrun" myndi ekki passa við N-Kóreu.

Hvað varðar "skattsvik", þá finnst mér nú frekar þurfi að krefja ríkið um "skil" á sínum málum.  Samanber, hvað fékkst mikið af peningum inn í ríkiskassan... hvert fóru þessir peningar, þannig að almenningur geti sjálfur séð og dæmt um hvað sé verið að gera með skattana.

Held margir veigri sér við skatta, sem fara bara í "fína" fólkið ... og minnst í uppbyggingu fyrir fólkið í landinu.

En hvað veit ég!

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.8.2017 kl. 13:21

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Lög bara renna inn vegna þess að fólk er svo vant að fara í kringum þau, eða hreinlega brjóta þau bara.

Það er ekki glæpur ef enginn sér til.

Svo fer ríkið sjálft svo oft fram með góðu fordæmi og brýtur sín eigin lög, án þess að nokkur kippi sér mikið upp við það.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.8.2017 kl. 16:27

5 Smámynd: Geir Ágústsson

"Det skal bare være lovligt nok" segja sumir hérna á Norður-Jótlandi í Danmörku. 

Geir Ágústsson, 15.8.2017 kl. 17:17

6 identicon

Sumir hafa bara tröllatrú á boðum, bönnum, hraðhindrunum og þrengingum. Ef það er ekki nóg þá er til dæmis til 12 starfsmanna Mannréttindaskrifstofa hjá Reykjavíkurborg sem fylgist grannt með skrifum allra starfsmanna og er væntanlega að kortleggja frændsemi þeirra allra við Robert Downey. En svona er "góða fólkið" með sínar Siðareglur sem það túlkar alltaf sér í vil og öðrum til lasts.

Starfsmaður RVK (IP-tala skráð) 15.8.2017 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband