Skutlarar ættu ekki að þurfa að vera lögbrjótar

Svokallaðir skutlarar bjóða upp á eftirsótta og útbreidda þjónustu sem margir nýta sér. Þeir eru sveigjanlegir og aðlagast hratt að kröfum viðskiptavina sinna. 

En því miður geta þeir ekki starfað löglega. 

Auðvitað má hafa samúð með leigubílstjórum sem þurfa að uppfylla margar kostnaðarsamar kröfur til að geta starfað löglega. Kannski má fækka eitthvað af þeim kröfum. Hinn frjálsi markaður getur alveg séð um að keyra fólki á milli áfangastaða. 

Um leið þarf auðvitað að rýmka áfengislöggjöfina þannig að áfengið þurfi ekki að sækja í sérstakar verslanir. 

Það er margt unnið með því að gera starfsemi skutlara löglega. Yfirvöld ættu að gera sér grein fyrir því. 


mbl.is „Skutlari“ grunaður um sölu áfengis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Víst geta skutlarar starfað löglega, ef þeir afla sér fyrst réttinda til leiguaksturs. Alveg eins og sá sem vill starfa sem vörubílstjóri þarf að afla sér réttinda (meiraprófs) til að vera löglegur sem slíkur.

Faggilding er forsenda atvinnuréttinda í fjölmörgum starfsgreinum. Það á til dæmis við um lögmenn, endurskoðendur, vigtarmenn, byggingastjóra, pípulagningamenn, rafvirkja, og margar fleiri starfsgreinar.

Já það væri vissulega margt unnið með því að gera starfsemi skutlara löglega. Það er fyrst og fremst á ábyrgð þeirra sjálfra að sjá til þess að svo sé, þar á meðal með því að afla sér tilskilinna réttinda.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.8.2017 kl. 12:34

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Já, þessi atvinnuréttindi blessuðu. Í Danmörku má ekki kalla sig sálfræðin (psykolog) nema hafa lokið þar til gerðu námi. Hins vegar má hver sem er kalla sig verkfræðing (ingeniør), að því er virðist. Engu að síður eru menn hér með þunglyndi og brýr eru hannaðar. 

Geir Ágústsson, 13.8.2017 kl. 15:07

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Á Íslandi eru "sálfræðingur" og "verkfræðingur" bæði lögvernduð starfsheiti ásamt mörgum fleirum svo sem "tölvunarfræðingur" og "lögmaður".

Ástæða þess að sum starfsheiti eru lögvernduð er sú að viðkomandi störf eru þess eðlis að eðlilegt þykir gera þá kröfu til þeirra sem vilja stunda þau störf að þeir hafi lokið tilskilinni menntun og staðist próf því til staðfestingar auk annarra skilyrða svo sem um starfsábyrgðartryggingu og fleira. Það er gert til þess að vernda öryggi og hagsmuni almennra borgara sem nýta sér þjónustu viðkomandi starfsstétta.

Leiguakstur sker sig ekkert úr að þessu leyti enda ætti öllum að vera ljóst mikilvægi þess að tryggja öryggi og réttindi þeirra farþega sem ferðast með leigubifreiðum. Til samanburðar má benda á að það myndu sennilega fáir láta bjóða sér að gerast farþegar með flugvél sem stjórnað væri af aðila sem hefði ekki réttindi til flugstjórnar í farþegaflugi. Samt eru flugslys mun fátíðari en umferðarslys þar sem bifreiðar koma við sögu. Fólk ætti að velta þessu fyrir sér áður en það þiggur far með réttindalausum skutlara.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.8.2017 kl. 15:23

4 identicon

Atvinnuréttindi er ekki sama og lögverndað starfsheiti. Ég held að lögfræðingur sé ekki lögverndað starfsheiti á Íslandi en verkfræðingur er það.

https://www.stjornarradid.is/verkefni/atvinnuvegir/starfsrettindi/verkfraedingar/

Grímur (IP-tala skráð) 13.8.2017 kl. 15:26

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég get alveg eins setið í bíl hjá skutlara og leigubílstjóra. Ég hef setið í leigubíl þar sem ég bókstaflega var skíthræddur vegna aksturslagsins. Það var engin huggun að stara á fína skirteinið hans sem hékk til sýnis í bílnum. Réttindi ein og sér eru engin staðfesting á öðru en að viðkomandi kunni að fylla út eyðublöð og standast stöðluð próf. 

Ég ætla rétt að vona að fyrirtæki geri eitthvað meira en að fletta upp á fólki í opinberum skrám áður en það ræður til ákveðinna verka. Athugi til dæmis sjálf menntun viðkomandi, lesi lokaverkefni viðkomandi og ráði til reynslu til að sjá hvað viðkomandi kann í raun og veru.

Lögvernduð starfsheiti og atvinnuréttindi veita oftar en ekki bara falskt öryggi. 

Geir Ágústsson, 13.8.2017 kl. 19:00

6 identicon

Það má alveg fara í kringum þessi lög sem vernda "aksturinn".  Hverjum sem er, er leift að skutla þér og þér er heimilt að stinga að honum peningum fyrir að fara úr leið sinni og skutla þér.

Öll lög á Íslandi, sem meina þér slíkt ... eru í andstöðu við mannréttindi þín.

Þér er aftur á móti skylt, að sýna þessar aukatekjur til skatts. En einungis ef þær fara yfir ákveðna upphæð ... þér ber engin skylda að sýna til skatts, ef mamma þín eða vinur, stingur að þér þúsundkalli.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 13.8.2017 kl. 20:24

7 identicon

Hverjum sem er, er leift að skutla þér og þér er heimilt að stinga að honum peningum fyrir að fara úr leið sinni og skutla þér. En strangt til tekið ber að gefa það upp til skatts sem gjöf og þiggjandinn þarf einnig að telja það fram sem gjöf. Gjafir að vissri upphæð eru undanþegnar skatti en það ber að telja þær fram. Annars er það greiðsla og skattskyld, bæði tekjuskatt og vask. Nái skattmann þér svo við skattsvik er sektin tvöfalt til tífalt þær tekjur sem svikið er undan.

Og tryggingar ná ekki yfir farþega sem borga sé ekki keypt sérstök trygging fyrir greiðandi farþega. Og tryggingafélögin hafa ekki verið löt við að finna ástæður til að neita bótagreiðslum, halda sennilega skrá yfir þá skutlara sem þeir geta fundið. Smá listi getur sparað þeim tugi milljóna.

Vagn (IP-tala skráð) 14.8.2017 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband