Þegar embættismenn ráða því sem þeir vilja

Skipulagsvaldið er fyrir löngu orðið að vandamáli. Með einu pennastriki má stöðva framkvæmdir við veitingahús eða gistiheimili án þess að nokkuð komi í staðinn. 

Leyfisveitingavaldið er á svipaðri vegferð. Embættismenn virðast geta gert kröfur um leyfisskyldu á óteljandi hlutum og um leið stungið umsóknum um slík leyfi ofan í skúffu. 

Réttarríkið snýst um að lög og reglur séu fyrirfram þekktar stærðir, gegnsæjar og skiljanlegar, og að borgararnir geti gert áætlanir innan ramma laganna en ella sæta refsingu sem er einnig fyrirfram þekkt. 

Ætlar enginn á Alþingi að taka þessi miklu völd embættismanna til endurskoðunar?


mbl.is Segir menn óttast hefndaraðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

þetta eru athyglisverðar vangaveltur hjá þér og vekur upp þá spurningu, hver raunverulega ræður?

eru það stjórnmálamenn eða eru það embættismenn? embættismenn hafa allavega ekki umboð frá okkur kjósendum.

Hrossabrestur, 28.7.2017 kl. 14:00

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Skipulagið í Reykjavík er orðið að höfuðverk. Geysileg vinna fylgir þéttari byggð og maður hefur grun um að skipulagsfræðingarnir nái ekki utan um verkefnin. Erfitt getur verið að vera arkitekt og húsbyggjandi við viðlíka aðstæður. Sjálfstætt starfandi arkitektar eru einnig með mörg verkefni. Eitthvað þarf að gera til að einfalda afgreiðslur.

Byggingafulltrúaembættið er gott með að svara erindum sem þeir ráða við.

Sigurður Antonsson, 28.7.2017 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband