Sjávarútvegurinn er fórnarlamb eigin velgengni

Á Íslandi er sjávarútvegur skattlagður og hann er að jafnaði rekinn með hagnaði. Það er ekkert sjálfgefið. Í flestum öðrum ríkjum er sjávarútvegurinn hið íslenska landbúnaðarkerfi: Vandræðarekstur vafinn í viðskiptahöft sem þarf ríkisstyrki og er haldið úti til að einhver nenni að búa út á landi.

Sjávarútvegurinn hefur samt aldrei fengið að starfa í friði og langtímaáætlanir þar eru í sífelldu uppnámi. Stjórnmálamenn geta einfaldlega ekki stillt sig í eilífri afskiptasemi sinni. Alltaf er einhver nefndin að störfum sem á að endurskoða hitt og þetta tengt sjávarútvegi.

Ég geri mér grein fyrir að það verður aldrei nein svokölluðu sátt um íslenska sjávarútveginn. Á meðan hann skilar hagnaði eru þeir til sem vilja þjóðnýta þann hagnað. Ef hann tapar eru þeir til sem vilja þjóðnýta greinina eins og hún leggur sig á sama hátt og landbúnaðarkerfinu er haldið í gíslingu ríkisvaldsins.

Það er búið að heilaþvo ákveðinn, háværan hóp fólks með því að hagnaður af rekstri útgerðar sé eitthvað náttúrulögmál - að það sé til einhver "renta" sem fellur af himnum ofan og þarf að plokka ofan í ríkissjóð. Á meðan sá heilaþvottur stendur verður aldrei nokkuð til sem heitir sátt.

Um leið hefur orðasambandið "sameign þjóðarinnar" ruglað einhverja í ríminu. Kaffihúsaklíkan í 101 telur sig eiga tilkall til vinnu sjó- og útgerðarmanna þótt hún kynni e.t.v. líka vel að meta að fiskurinn synti bara sjálfur á land. 

Ég hefði vonað að á meðan svokölluð hægristjórn væri við völd væri kannski hægt að gefa atvinnulífi smávegis frið frá stjórnmálunum. Svo virðist því miður ekki vera. 


mbl.is Vill breytt fyrirkomulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Besta leiðin ef áhugi er fyrir því að finna gjaldtökuleið fyrir ríkið er að allur afli sé settur á fiskmarkað og ríkið fær 10% sem dæmi af heildaraflaverðmæti til sín á uppboðinu.

Frystivörur borga prósentu miðað við meðaltal í mánuðinum á fiskmörkuðunum á sambærilegum fiski upp úr sjó sem seldur er ferskur á uppboðunum á landinu.

Loðna,makríl,kolmuni síld,og annar fiskur sem erfitt er að selja á fiskmarkaði m vegna fá keppni hér ás landi borgi sinn hlut til ríkisins miðað við heimsmarkaðsverð

Það má ekki gera einfslda hluti flókna þessi formúla kemur líka í veg fyrir brottkast á fiski en ríkið má alls ekki setja afla á uppboð fyrirfram áður en fiskur er veiddur alls ekki það er ávísun á val á afla upp úr sjó sem þýðir mesta brott kast serm sögur fara af.

Baldvin Nielsen

B.N. (IP-tala skráð) 17.7.2017 kl. 08:20

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Eigum við þá ekki í leiðinni að bjóða upp allt jarðnæði bænda líka og senda 10% til ríkisins? 

Hvað með önnur atvinnutæki eins og vatnslindir íslenskra veitufyrirtækja? Þarf ekki bjóða þær út líka?

Þessari uppboðsleið er ekki mikið hampað þar sem hún hefur verið reynd. Reynslan sýnir að verð er boðið upp í hæstu hæðir og að stærstu útgerðirnir koma best út.

Eða vilja menn að á Íslandi séu bara 2-3 risaútgerðir?

Geir Ágústsson, 17.7.2017 kl. 08:40

3 identicon

Fiskveiðiauðlindin er takmörkuð auðlind með meiri eftirspurn en framboð. Reglur um hvernig auðlindinni er úthlutað verða að byggja á jafnræði. Hluti auðlindarinnar ætti þó að vera bundinn ákveðnum byggðum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Til að koma í veg fyrir að kvóti safnist á mjög fá fyrirtæki er td hægt að setja reglur um hámarkskvóta hvers fyrirtækis eða tengdra fyrirtækja.

Vegna gengissveiflna krónunnar ætti að skylda sjávarútvegsfyrirtæki til að leggja í varasjóð hluta hagnaðar hvers árs. Þannig komast þau yfir erfið ár án þess að þurfa að fá gífurlegar skuldir afskrifaðar.

Allur fiskur ætti að fara á markað. Það er ótækt að fyrirtæki selji fyrirtækjum í sömu eigu á undirverði og komi þannig í veg fyrir skattlagðan hagnað hér á landi.

Þetta er liður í því að koma Íslandi í flokk annarra norðurlanda hvað velferð og góða stjórnsýslu varðar. Í samanburði við þessi lönd minnir Ísland að sumu leyti á vellauðug olíulönd með allt í tómu tjóni.

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.7.2017 kl. 11:14

4 Smámynd: Sigurður Antonsson

Einhver misskilningur hjá þér að nú sé hægri stjórn.

Fjármálaráðherra sem vikulega boðar nýjar skatthækkanir í takt við Jóhönnustjórnina getur varla talist til hægri. Sjávarútvegur er skattlagður, díselskatt á að setja á. Ekki má setja á stofn fyrirtækja-sjúkrahús, sjálfstæða skóla eða gjaldskylda nýtt brúar- eða vegakerfi. Hækkun útvarpsgjalds er boðuð, en enginn athugar hvort þörf sé á starfseminni.

Fyrri ríkisstjórn hugsaði meira um að fjölga atvinnutækifærunum og fá skattana óbreytta inn í sömu prósentutölu, en frá fleirum. Það gæti hafa verið hægri stjórn.

Opinbert eftirlit og skattarannsóknir voru auknar og skattstjórar greina vikulega á RÚV frá því hvað þeir hafa áætlað mikla aukna skatta. Ekkert er hugað að því hvað allt þetta kostar eða gæði vinnu sem þar fer fram.

Gagnrýni á stefnu ríkisstjórnarinnar fer venjulega ekki fram undir nafni í blöðum eða netmiðlum. Menn þora varla að koma fram nema þeir búi í öðru landi. Hér í athugasemdum þínum eru menn líka að dulbúast og koma með nýja skattatilögur.

Einu sinni var kjörorðið. Gjör rétt þol ei órétt. Í tíð Alberts Guðmundssonar og fleiri. 

Sigurður Antonsson, 17.7.2017 kl. 18:09

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Sigurður,

Takk fyrir mjög uppbyggilega athugasemd. Hver veit, kannski sérðu á næstu dögum grein í Morgunblaðinu sem heitir "Hægristjórnin sem aldrei varð". Hún er ekki skrifuð nafnlaus. En vissulega bý ég í öðru landi. Sé það rétt að menn þori ekki að styggja við ríkisdrekanum undir eigin nafni er illt í efni!

Ásmundur,

Það vantar ekki að sjávarútvegur sé skattlagður á Íslandi, jafnvel að því marki að minni leikmenn á þeim markaði séu að gefa upp öndina. Það vantar heldur ekki að í ríkjum þar sem sjávarútvegur er taprekstur sé takmörkun á sóknina í fiskinn. Takmörkunin í sjálfu sér er engin ávísun á hagnað. Skattlagningin í rjáfur er engin ávísun á að Reykvíkingar geti alltaf mjólkað landsbyggðina um hagnað af sjávarútvegi. En þú virðist alltaf af grundvallaratriðum vera hrifinn af hærri sköttum frekar en lægri, og það er þá bara hugmyndafræðileg afstaða sem Íslendingar hafa lengi þurfa að eiga við, og líða vegna. 

Geir Ágústsson, 17.7.2017 kl. 19:08

6 identicon

Heirðu Sigurður Antónsson, ertu einn þessa Íslenskra víkinga sem dreymir um að arðræna almenning? Ertu svona "framhald" af íslenska Víkingatímabilinu, sem voru að ræna enska og norska ellilífeyrisþega sem íslendingar neituðu síðan að standa við skuldbindingar sínar á?

Skattleggja vegakerfið ... af hverju? Er ekki nóg af skattpíningum.  Af hverju á að skattleggja kerfið, sem lagt er fyrir almannafé. Er ekki þegar skattur á hverja bifreið, sem á að fara í að lagfæra vegi sem þeir keyra á.

Meira djöfulsins ráns hugsunarhátturinn sem þetta er ... í hvað fara þessar skattakrónur, sem fólk greiðir.

Og hvernig dettur þér í hug, að stjórn á sjávarútveginum sé vegna þess að vernda fiskinn.  Hvaða "þorsk" hugsunarháttur er þetta ... landið er búið að arðræna hafið svo rosalega, að það er gersamlega að ólíkindum. Í raun er málið þannig ad það À að taka stjórn hafsins ÚR HÖNDUM Íslendinga. Þetta er ekkert YKKAR eigin arfleifð ... 200 mílna lögsagan, var ykkur gefinn vegna þess að landið var lítið og lítil hætta á að Ísland myndi endurspegla þýska og enska sögu með að fiska upp allt sem fyrir var.

Græðgin í Íslendingum er með slíkum ólíkindum, að þessari fámennu þjóð tókst að gera ENN BETUR en bæði þjóðverjum og bretum til samans, og þurrfiska hafið í kringum landið.

Þið eruð eins og BOTNLAUSAR TUNNUR ... sjávarútvegurinn, þurrausinn ... bankakerfið, ræna ellilífeyrisþega ... ferðamannaþjónustan, láta troða niður í svaðið þetta littla land með að fá sem flesta inn í landið ... OG GERA SKAL BETUR.

Inna 10 ára, mun náttúra landsins verða niðurtroðið svað ... sem enginn vill sjá.  Ekki lengur "náttúra", heldur byggt inn í glerbúr ... Íslendingar búnir að eyða hverri krónu í að byggja hótel.  Sem síðan eftir 10 ár, hefur enga kúnna ... standa tóm, og þá VERÐUR FARIÐ Í AD FLYTJA INN FLÓTTAMENN Í TUGÞÚSUNDATALI TIL AD FÁ KRÓNUR ÚR FLÓTTAMANNASJÓÐI SÞ.

Þetta er framtíð landsins ... og ÞAÐ ER SKÖMM AF ÞVÍ HVERNIG ÞIÐ FARIÐ MEÐ AUÐLINDIR OG NÁTTÚRU LANDSINS.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.7.2017 kl. 06:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband