Fólk getur fengið sér fyllingar á meðan það bíður

Stór hópur Íslendinga bíður nú eftir stöðluðum skurðaðgerðum sem hægt er að framkvæma tiltölulega hratt ef aðstaða er fyrir hendi. Hvernig stendur á því?

Einu sinni þurftu Íslendingar að bíða lengi eftir heyrnamælingu og síðan eftir því að fá heyrnatæki. En ekki lengur.

Þeir sem vilja fara í sjónleiðréttingu af einhverju tagi þurfa heldur ekki að bíða. Skiptir engu máli hvort um sé að ræða gleraugu, linsur eða skurðaðgerð með laser. 

Þeir sem vilja brjóstastækkun, fyllingar í varir, bótox undir húðina eða lyftingu á augnlokum þurfa heldur ekki að bíða.

Kannski væri ráð fyrir þá sem bíða á biðlistum hins opinbera að skella sér í heyrnamælingu, sjónmælingu og varafyllingu til að láta tímann líða. 


mbl.is Saxast hægt á biðlistana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband