Er ríkisstjórnarhrunið byrjað?

Ítalía er eitt skuldsettasta ríki heims. Þar á núna að eyða miklu fé í að bjarga tveimur bönkum. Ríkið hefur ekki efni á þessu en telur ástæðuna greinilega brýna. Það þarf jú að varðveita traustið á bankakerfinu, ekki satt?

Kannski er þessi björgunaraðgerð táknrænt upphaf á næsta hruni. Það hrun verður ekki bankahrun eins og það seinasta, þar sem skattgreiðendur voru skuldsettir til að bjarga bönkum. Nei, næsta hrun verður ríkisstjórnarhrun. Núna eru það ríkissjóðirnir sem þurfa björgun. En hver getur bjargað ríkissjóðum stærstu hagkerfa heims? Enginn. 

Fjármálakerfi heimsins er brothætt spilaborg sem mun hrynja, annaðhvort í bútum eða í heild sinni. Ertu tilbúin(n)?


mbl.is Ráðast í risastóra björgun banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jafnvel í USA er almenningur látin bjarga þessum bankablóðsugum og vegna BREXIT þá mun ESB ekki leyfa þessum bönkum að falla

Grímur (IP-tala skráð) 26.6.2017 kl. 10:26

2 Smámynd: Geir Ágústsson

"Jafnvel" í Bandaríkjunum? Bandaríkjamenn hafa síðan í fyrri heimsstyrjöldinni leyft útvöldum einkafyrirtækjum að fá meiri og meiri aðgang að vösum skattgreiðenda. 

Þeir sem vilja vita meira um brjálæðið sem á sér í stað í Bandaríkjunum ættu að fjárfesta 32 mínútum í þennan fyrirlestur, eftir manninn sem sá fyrir hrunið 2008 fyrr en flestir (og hagnaðist á því):

https://www.youtube.com/watch?v=03Ke9rIYGsc

Þarna kemur meðal annars fram:

- Nýju störfin í tíð Obama komu til þess að full störf urðu að hlutastörfum, en teljast á sama hátt sem störf í tölfræðinni

- Þeir sem vinna hlutastarf - jafnvel bara eitt slíkt - teljast ekki með í atvinnuleysistölfræðinni

- Hlutastarfavæðingin fór á fullt eftir að Obamacare tók gildi, en hún skyldar fyrirtæki með fleiri en 50 manns í fullu starfi til að borga heilbrigðistryggingar allra starfsmanna

- Bandaríkin eru föst í vítahring peningaprentunar og skuldsetningar. Það er í raun ekki spurning um hvort það komi til sársaukafull leiðrétting, heldur hvenær

- Allar björgunaraðgerðir GW Bush og Obama eftir hrunið 2008 hafa bara gert slæmt óstand verra

- Bandaríkjamenn skulda núna meira en árið 2008. Árið 2008 skulduðu þeir í húsnæði sínu, en margir eru nú komnir á leigumarkaðinn og skulda núna í bílalánum og námslánum og á kreditkortinu. Þau eru því verr í stakk búin núna til að takast á við komandi áfall

Þetta og meira til - afskaplega fróðlegt, upplýsandi og jafnvel hrollvekjandi. 

Geir Ágústsson, 26.6.2017 kl. 10:36

3 identicon

Helicopter money er hugtak sem Alan Greenspan fann upp á.  Hann impraði á því fyrir löngu, þegar um allt þryti væri hægt að veðsetja ríkissjóðina ... fyrir stóru bankana. Það ferli er að byrja eftir QE 1,2 og 3.  Búið að þynna lögeyri þjóðríkjanna, þá er síðasta hálmstráið að "ræna" ríkissjóðina.  Það má sjá merki um smit þessarar hugsunar hér á landi. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.6.2017 kl. 10:43

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Það er alveg rosalega, rosalega, rosalega mikilvægt að aðskilja ríkisvaldið og bankakerfið með öllu. Það er ekki hægt að treysta stjórnmálamönnum fyrir peningaútgáfu. 

Ríkið á ekki að þurfa gefa út peninga frekar en reka fatahreinsanir (þar sem fólk geymir flíkur sínar og býst við að fá þær aftur í a.m.k. sama ásigkomulagi). Ríkið á ekki að þurfa gefa út peninga frekar en tímarit. Peningaútgáfa á að vera blússandi samkeppnisrekstur.

Ríki fyrr á tímum gátu fundið út úr því að taka við skattgreiðslum í hinum ýmsu gjaldmiðlum, sem höfðu svo það sér til ágætis að vera ýmist úr gulli eða silfri. Ríki sem gefa EKKI út sína eigin gjaldmiðla geta samt innheimt skatta. Í sumum ríkjum hringsóla margar tegundir gjaldmiðla án þess að samfélagið fari á hvolf. Fyrirtæki taka við greiðslum í áragrúa gjaldmiðla, þar á meðal BitCoin, og margar leiðir eru til fyrir fyrirtæki til að fjölda leiðum til að gera upp við sig.

En ríkisvaldið? Nei, þar þarf að standa í löngum röðum til að fá afgreiðslu, borga með íslenskri krónu og að öðru leyti bara sætta sig við að þegar ríkið segir "Hoppa!" er eina mögulega svarið: "Hversu hátt?"

Geir Ágústsson, 26.6.2017 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband