Svona hefði geta farið fyrir Íslandi

Þegar Icesave-krafa Breta og Hollendinga vofði yfir Íslendingum og skuldir vegna hruns fjármálakerfisins virtust óyfirstíganlegar reyndu margir að lokka Íslendinga inn í Evrópusambandið. Þar væri jú öllum hjálpað og allir stæðu saman!

Annað hefur heldur betur komið á daginn. Evrópusambandið beitir þrýstingi og pólitísku afli til að knýja smæstu meðlimi sína til hlýðni. 

Í Púertó Ríkó hefur óráðsía í opinberum fjármálum lengi verið reglan frekar en undantekningin. Núna ráða menn ekki við skuldirnar og vilja frekar missa völd en standa í baráttunni lengur.

Þetta minnir á mikilvægi þess að hið opinbera greiði niður skuldir sínar. Of miklar skuldir geta hreinlega ógnað sjálfstæði ríkja. Það er því gott að núverandi ríkisstjórn leggi áherslu á að hreinsa upp skuldirnar.

Margir vilja að Ísland verði 29. ríki sambandsríkisins Evrópusambandsins. Megi svo aldrei verða!


mbl.is Kusu að verða 51. ríki Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísland hefði átt að vera komið inn í Evrópusambandið löngu fyrir hrun. Með evru hefði ekkert hrun orðið hér 2008 heldur aðeins vel viðráðanleg niðursveifla.

En við vorum heppin sérstaklega þegar við komumst upp með að færa þúsundir milljarða frá kröfuhöfum bankanna til innistæðueigenda. Vinstri stjórnin stóð sig einnig vel við að rétta við þjóðfélagið og vakti aðdáun um allan heim fyrir frammistöðu sína.

Enn hrópa menn Icesave þó að löngu sé komið í ljós ap það reyndist algjört smámál þegar upp var staðið. Þessir 47 milljarðar sem hefðu fallið á ríkið voru eflaust lægri upphæð en kostnaðurinn við að hafna samningnum ekki síst í formi lækkaðs lánshæfismats.

Ástæðan fyrir því að Ísland er ekki löngu komið inn í ESB er eitthvert djúpstætt mein í þjóðarsálinni sem er okkur mjög dýrkeypt. Það er athyglisvert að einmitt minnstu þjóðunum hefur vegnað mjög vel í ESB. Eina undantekningin er Kýpur sem hefur orðið að gjalda tengsla sinna við Grikki og Rússa. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 13.6.2017 kl. 08:49

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Djúpstætt mein á þjóðarsálinni, það er ekkert annað!

Geir Ágústsson, 13.6.2017 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband