3%

Svo virðist sem 3% af reykvísku Airbnb-húsnæði uppfylli allar kröfur yfirvalda um skráningu. Ég er viss um að svo gott sem allt þetta húsnæði er vel íbúðarhæft, sæmilega hreint og yfirleitt heilsusamlegt. En 3% er löglega skráð.

Hvað segir þetta okkur? Að Íslendingar eru glæpamenn? Að ferðamönnum stafi hætta af heimagistingum í Reykjavík? Að voðinn sé vís?

Eða segir þetta okkur að lögin séu bjánaleg - svo bjánaleg að flest venjulegt fólk brýtur þau vísvitandi? 

Ég hallast að því síðarnefnda.

Þegar lög eru bjánaleg og venjulegt fólk er farið að brjóta þau skapast nokkurs konar siðferðilegur háski. Sá sem brýtur bjánaleg lög gæti freistast til að brjóta skynsamleg lög líka. Þegar lög eru bjánaleg minnkar virðingin fyrir löggjöfinni almennt.

Er þetta ósk yfirvalda? Ég neita að trúa því. Líklega eru yfirvöld bara að hegða sér kjánalega þótt ásetningurinn sé einlægur.


mbl.is Aðeins 154 með leyfi í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessar hér um bil 5.000 íbúðir sem er verið að nota í svartamarkaðsstarfsemi ætti frekar að setja í löglega útleigu sem íbúðarhúsnæði. Með því einu að framfylgja lögum væri því hægt að gera ansi öflugt átak í því að stuðla að auknu framboði húsnæðis til íbúa höfuðbrogarsvæðisins. Hvers vegna það er ekki gert er sú brennandi spurning sem enginn virðist vilja svara.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.6.2017 kl. 00:33

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Kannski lækkun fjármagnstekjuskatts gæti breytt stöðunni eitthvað. Stundum má svo rekja hik fólks til að leigja út til réttaróvissu, óskiljanlegs regluverks eða óþæginda af langvarandi heimilisgesti.

Geir Ágústsson, 2.6.2017 kl. 05:58

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Raunverulegt hlutfall fjármagnstekjuskatts af útleigu íbúðarhúsnæðis búsetu lækkaði reynar í árbyrjun úr 14% niður í 10%. Jafnframt er slík útleiga áfram skattfrjáls ef leigusali leigir sjálfur annað íbúðarhúsnæði til eigin nota en það sem hann leigir út. Regluverkið er ekkert flóknara en það hefur verið, það þarf einfaldlega bara að telja leigutekjurnar fram til skatts eins og aðrar tekjur. Slík útleiga er til að mynda ekki leyfisskyld, ólíkt skammtímaleigunni.

Svo á ég erfitt með að skilja hvað þú átt við með "óþægindi af langvarandi heimilisgesti". Sá sem leigir íbúð er ekki gestur heldur íbúí í þeirri íbúð. Varla eru meiri óþægindi af því að hafa sama leigjanda yfir lengri tíma heldur en að vera sífellt að fá nýja leigjendur í skammtímaleigu sem geta verið allskonar lið frá öllum heimshornum.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.6.2017 kl. 12:20

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég veit bara að við, búsett í Danmörku, leigjum stundum út herbergi sem er annars tölvuaðstaða unglings, og hentar ekki að hafa í varanlegri útleigu. Það, eða álíka ástand, hlýtur að gilda um einhverja í Reykjavík líka.

Geir Ágústsson, 3.6.2017 kl. 15:37

5 Smámynd: Geir Ágústsson

" Jafnframt er slík útleiga áfram skattfrjáls ef leigusali leigir sjálfur annað íbúðarhúsnæði til eigin nota en það sem hann leigir út."

Þetta voru ekki svörin sem bróðir minn fékk fyrir örfáum árum síðan. Hefur kerfið skipt um skoðun eða talar starfsfólk þess óskýrt?

Geir Ágústsson, 3.6.2017 kl. 15:41

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Annars er e.t.v. uppbyggilegast að komast að því af hverju fólk velur að:

- Leigja út á Airbnb frekar en til langtímaleigu

- Skráir sig ekki skv. öllum hundakúnstum löggjafans

- Telur lítið fram til skatts

Líklega er þá hægt að koma augu á atriði eins og:

- Sveigjanleiki

- Hagræði

- Mest fyrir minnst

Menn geta svo byrjað að aðlaga regluverkið að raunveruleikanum svo það nái tilætluðum árangri frekar en að stimpla þúsundir einstaklinga sem glæpamenn og gróðapunga. 

Geir Ágústsson, 4.6.2017 kl. 06:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband