Þegar sósíalisminn nær að þroskast til fulls

Íbúar Venesúela sjá nú fram á að lífskjör þeirra haldi áfram að hrapa. Þeir reyna því í örvæntingu að mótmæla stefnu yfirvalda. Sú stefna var samt ekki önnur en sú sem fólkinu var lofað: Endurdreifing veraldlegra auðæfa og sama fátækt fyrir alla. 

Sósíalismi hljómar vel í eyrum margra en ástæðan er skilningsleysi. Það er ekki hægt að halda uppi stjórnmálastefnu þjófnaðar án þess að lokaniðurstaðan sé jafnmikil fátækt fyrir alla (nema e.t.v. best tengdu toppana í stjórnmálaskipuritinu).

Ef sósíalisminn fær að þróast og þroskast er lokaniðurstaðan alltaf sú sama. Það er ekki hægt að ná markmiðum sósíalismans um jöfn kjör nema sætta sig við hina hlið sama penings: Jöfn fátækt.

Sósíalismi er eitur hvers samfélags sem hann smitar. Það er vissulega hægt að lifa af vægan skammt af þeirri eitrun en ekki ítrekaða skammta í sífellt stærri skammtastærðum. Sósíalisma þarf að halda í skefjum og helst útrýma svo skaðinn af völdum hans nái til sem fæstra og í sem stystan tíma.


mbl.is Annar mótmælandi skotinn til bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Sósíalismi er eitur hvers samfélags sem hann smitar."

Meira ruglið sem vellur upp úr þér drengur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.5.2017 kl. 18:20

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Góð ábending hja þér Geir, jafnaðarmenska hefur aldrei gengið upp til dagsins í dag og kemur ekki til með að gera í framtíðini.

Ein af beztu útskyringum á socilaisma kemur frá einum bezta stjórnmálamanni okkar tíma. 

"The problem with socialism is that eventually you run out of other people's money".

Margaret Thatcher

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 21.5.2017 kl. 18:41

3 identicon

Venesúela er gott dæmi um hvernig fólk getur skotið sjálft sig í fótinn með eigin heimsku. Það getur sjálfum sér um kennt að mestu leyti.

Hér er annars listi yfir 10 fræga fávita sem fóru fögrum orðum á sínum tíma um Hugo Chavez og hans "markaðsundur":

https://panampost.com/daniel-raisbeck/2016/05/29/top-10-clueless-celebrities-hugo-chavez-revolution/

Þar á meðal eru Michael Moore, Noam Chomsky og "nóbelsverðlaunahafinn" í "hagfræði" Joseph Stiglitz. Og svo náttúrulega hinir og þessir leikarar sem virðast aldrei læra að halda kjafti um stjórnmál.

Menn munu aldrei læra af reynslunni.

DSR (IP-tala skráð) 21.5.2017 kl. 19:19

4 identicon

Eruð þið algjörlega blindir á umhverfið. Það er almennt viðurkennt að norðurlöndin séu best lukkuðu samfélög heimsins vegna sósíalisma sem þar hefur stjórnað för.

Sósíalismi og spilling eiga hins vegar illa samleið. Kapítalismi er hins vegar í sjálfu sér spilling sem þrífst því betur sem spillingin  er meiri fyrir. Gallinn er hins vegar sá að aðeins fáir njóta velgengni kapítalismans á kostnað allra hinna.

Kapítalismi byggir á að fáir arðræna almenning svo að ójöfnuðurinn eykst stöðugt. Það getur ekki annað en endað með hruni. Það er ekki bara sanngjarnt að auðmenn og tekjuháir greiði miklu hærri skatta, það er nauðsynlegt.

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.5.2017 kl. 22:31

5 identicon

"Það er almennt viðurkennt að norðurlöndin séu best lukkuðu samfélög heimsins vegna sósíalisma sem þar hefur stjórnað för."

Geir hefur margoft reynt að útskýra fyrir þér (eða a.m.k. öðrum Ásmundi) hvers vegna þetta er tóm vitleysa.

DSR (IP-tala skráð) 22.5.2017 kl. 03:41

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Það liggur fyrir að margir hafa látið áróðurinn í skólakerfinu blinda sér sýn. Hvað er þjófnaður annað en þjófnaður? Við það eitt að fá annað nafn?

Og hvernig eiga menn að leggja mat á verðmæti vinnu, hráefna og varnings ef það er sífellt verið að raska verðlagi og hafa áhrif á eignarhald? Það er ekki hægt eins og Mises sýndi fram á fyrir um 100 árum

Svo er oft erfitt að sjá það sem ekki sést með berum augum. Samfélög sem hafa auðgast verulega á frjálsu markaðshagkerfi eins og Svíþjóð geta þraukað lengi þótt það sé búið að eyðileggja fyrri verðmætasköpun. Þau geta étið upp kapítalið sitt og falið þannig að nýtt er ekki að myndast í sama mæli. Eða hvað er langt síðan nýtt alþjóðlegt stórfyrirtæki kom frá Svíþjóð? Saab, Ericson og IKEA eru gömul nöfn frá tímum þar sem Svíþjóð var samkeppnishæf.

En ég vil þá hvetja menn til að kíkja dýpra. Það stenst enga skoðun að telja velmegun felast í stanslausum tilfæringum á verðmætum frá þeim sem afla þeirra og til annarra sem heimta þau í gegnum ríkisvaldið. Lokaniðurstaðan verður sú að enginn er meira aflögufær en annar, og allir jafnfátækir. 

Geir Ágústsson, 22.5.2017 kl. 06:38

7 identicon

Þegar kapítalisminn nær að þroskast verður hrun. Þannig urðu hrunin 1929 og 2008. Í aðdraganda þeirra var skattprósenta á hæstu tekjur í lágmarki. Þegar Bandaríkin þóttu fyrirmyndarríki áratugina eftir stríð var skattprósenta á hæstu tekjur fyrst um 90% og síðan um 70% þangað til Reagan varð forseti 1980.

Það er þjófnaður þegar arðurinn af vinnu almennings rennur að mestu leyti til fáeinna útvalinna. Það þarf að leiðrétta þennan þjófnað sem kerfið býður upp á . Það er td gert með stighækkandi sköttum á miklar eignir og háar tekjur. Þannig er hægt að draga úr aukningu ójafnaðar en varla hægt að minnka hann. Til þess þarf róttækari aðgerðir.

Ég held varla að nokkur vilji fullan jöfnuð vegna þess að menn vilja hvata til að gera betur og hagnast meira. En ójöfnuður, eins og nú ríkir í heiminum, getur aðeins endað með ósköpum ef ekki er markvíst stefnt að því að minnka hann með hærri sköttum á auðmenn og tekjuháa ofl.

Skandinavísku löndin þrjú eru yfirleitt í einhverjum af fimm efstu sætum á lista frá ýmsum aðilum sem mæla velmegun í heiminum. Ísland er yfirleitt langtum neðar. Þessi frammistaða er að sjálfsögðu rakin til sósíalískra viðhorfa sem þar hafa verið ríkjandi áratugum saman.

Ásmundur (IP-tala skráð) 22.5.2017 kl. 17:41

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég býð þá spenntur eftir hruni Singapora, Ástralíu, Hong Kong, Lúxemborg, Sviss og Lichenstein. Annars held ég að þessi hrunspá Marx sé svolítið úr sér gengin. Það sem hrynur er hagkerfi peningaprentunar, af mörgum ástæðum sem ég get alveg sagt áhugasömum frá (eða vísað í lesefni). 

Geir Ágústsson, 22.5.2017 kl. 18:56

9 identicon

"Það sem hrynur er hagkerfi peningaprentunar, af mörgum ástæðum sem ég get alveg sagt áhugasömum frá (eða vísað í lesefni)."

Hárrétt og þú hefur bent Ásmundi á þetta áður. Það er vert að bæta við að miðstýrður seðlabanki er einn af stoðum kommúnismans skv. Kommúnistaávarpinu og hefur ekkert með kapítalisma að gera. Í kapítalisma eru peningar framleiddir á frjálsa markaðnum eins og allt annað. Það er rétt að það er stórt hrun á leiðinni, en það hefur ekkert með kapítalisma og ójöfnuð að gera.

Ásmundur endurtekur goðsognina um skandinavíska "sósíalismann". Tökum sem dæmi að í Svíþjóð geta menn hagnast af hlutabréfakaupum nánast skattfrjálst, eitthvað sem er ómögulegt í Bandaríkjunum.

https://www.thelocal.se/20100326/25756

"Sweden a tax haven for investors"

En hvað um það. Menn munu aldrei læra, og menn munu halda áfram að endurtaka sömu vitleysuna aftur og aftur.

DSR (IP-tala skráð) 23.5.2017 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband