Nei, það "verður" ekki að ljúka framkvæmdinni

Vaðaheiðargöng ætla að verða enn einn minnisvarðinn um glórulausar ríkisframkvæmdir sem sjúga úr vösum skattgreiðenda í fjöldamörg ár. Harpan varð að hrunhöllinni. Vaðlaheiðargöng verða að hrungatinu.

Þetta sáu margir fyrir en fengu litla áheyrna. Þeir sem sjá fyrir glóruleysið í mörgu af því sem á sér stað í dag, t.d. stjórnlausan vöxt á lífeyrisskuldbindingum ríkissjóðs, fá sömuleiðis litla áheyrn. Það heyrist mest í þeim sem heimta fyrir hönd fárra á kostnað marga. 

Vaðlaheiðargöng þarf ekki að klára. Göngunum má loka strax í dag, framkvæmdir má stöðva, kostnaðinn afskrifa og svo má selja svæðið hæstbjóðanda. Bara þannig verður þessu blæðandi svöðusári lokað. Um leið verður það góður minnisvarði um kjördæmapot og níðslu á skattgreiðendum. 


mbl.is Málið var pínt í gegn á sínum tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Algerlega sammála síðuhafa. Þistilfjarðarkúvendingurinn er orðinn þjóðinni ansi dýr og mál að linni þessari dauðans dellu. Göng sem áttu að kosta tæpar níu þúsund milljónir, enda með að kosta yfir tuttugu þúsund milljónir! Áfram situr Kúvendingurinn á þingi og gortar af reynslu sinni. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 14.5.2017 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband