Lögbundin lágmarkslaun og vélmenni

Nú hafa menn þróað vélmenni sem á að afgreiða matarpantanir. Það kemur ekki á óvart að fyrsta slíka vélmennið keyri um götur San Francisco. Þar hafa lögbundin lágmarkslaun valdið miklum skaða og mörg fyrirtæki eru því opin fyrir lausnum sem gera þeim kleift að stunda arðbæran rekstur með sem minnstu mannafli.

Um leið missa auðvitað margir vinnuna, þá fyrst og fremst þeir sem framleiða minni verðmæti en svo að þeim sé hægt að borga hin lögbundnu lágmarkslaun. Gjarnan er það ungt og reynslulítið fólk sem fýkur fyrst þegar lögbundin lágmarkslaun eru hækkuð.

Fólk sem missir vinnuna vegna nýrrar tækni er samt ekki endilega dæmt í ævilangt atvinnuleysi. Kannski nær það að byggja upp starfsferilskrá sína með heppilegri menntun eða sjálfboðavinnu. Kannski flytur það til svæða þar sem lögbundin lágmarkslaun finnast ekki eða eru lægri, og getur byggt upp verðmætasköpun sína þannig. Til lengri tíma getur tæknin aukið framleiðni allra og bætt líf okkar (eins og gerðist þegar hestvagnasmiðir misstu vinnuna þegar bílar hófu innreið sína). En það er mjög sársaukafullt að henda stórum hópum fólks út af atvinnumarkaðinum með hækkun lögbundinna lágmarkslauna. 


mbl.is Vélmenni afhendir mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband