Áfengi, Íslendingar og útlönd

Enn á ný er gerð tilraun til að færa umhverfi áfengisverslunar á Íslandi nær því sem gengur og gerist í hinum vestræna heimi.

Ýmis rök eru færð gegn þessari breytingu, sum þokkaleg og önnur beinlínis furðuleg. 

Mig langar samt að ráðleggja þeim sem eru andsnúnir fyrirætluðum breytingum eitt:

Ekki ferðast til útlanda!

ftxÉg vara hér sérstaklega við ríkjum eins og Danmörku, Þýskalandi og Frakklandi svo einhver séu nefnd. Í Frakklandi er seldur bjór á McDonalds. Í Þýskalandi og Danmörku er hægt að kaupa áfengi nánast hvar og hvenær sem er, oft á tilboði. Áfengisauglýsingar sjást líka víða. Í Danmörku er sterka áfengið oft í hillum við kassana svo það er auðvelt að freistast til að kippa með sér einni vodkaflösku í biðröðinni. Áfengiskaupaaldurinn í Danmörku er 15 ár (fyrir áfengi upp að 18% styrkleika), að hugsa sér! Engin furða að Danmörk sé fyrst og fremst fræg fyrir blindfulla unglinga með ólæti alla daga. 

Nú fyrir utan hætturnar við sjálf útlöndin er það auðvitað fríhöfnin á Íslandi. Þar er áfengi úti um allt gólf, við innganginn og við kassana. Fáir Íslendingar sleppa ófullir í gegnum fríhöfnina. Þá er líka hægt að kaupa bjór á barnum klukkan 5 á morgnana. 

Nú fyrir utan hætturnar við fríhöfnina og við sjálf útlöndin eru það auglýsingarnar í erlendu sjónvarpsstöðvunum og tímaritunum. Allt útlenskt ber að forðast.  

Svo á auðvitað að forðast nálægð við íslenska skemmtistaði og kaffihús. Helst á bara að loka þessum búllum. 

Hvernig á venjulegur Íslendingur að geta stjórnað áfengissýki sinni í þessari erlendu mengun? Hann getur það ekki. Mótmæli hans við evrópskt fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi eru því skiljanleg. Dómsdagsspádómarnir hljóta að rætast í þetta skipti, öfugt við það sem gerðist þegar slíkir spádómar voru bornir á borð þegar bjórinn var leyfður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband