Þetta með kynbundna launamuninn, svokallaða

Háskólaprófessor í tölfræði hefur nú vogað sér á ritvöllinn til að gagnrýna mælingar á hinum svokallaða kynbundna launamun. Hann uppsker vitaskuld fátt annað en ávítur en ég fagna því að hann taki slaginn samt. Hann reynir sem sagt að beita vísindalegum rökum á pólitíska goðsögn. Vísindalega gengur honum vel. Pólitískt ekki alveg eins vel.

En er hinn kynbundni launamunur til? Nei, og það má fullyrða án þess að kafa ofan í ringulreiðina sem mælingar á slíkum launamun snúast um. 

Það má fullyrða einfaldlega vegna þess að... það borgar sig ekki að mismuna! 

Því segjum sem svo að konur fái kerfisbundið lægri laun en karlar þrátt fyrir að forgangsraða eins í þágu vinnu og á kostnað fjölskyldulífs, fórna sér í sama mæli fyrir vinnuna á kostnað barnanna, keyra sig út á sama hátt í vinnunni til þess eins að vera alveg búin(n) á því heima fyrir og annað slíkt. 

Af hverju er eitthvað ótrúlega gráðugt einkafyrirtæki ekki búið að sópa öllum þessum fórnfúsu, ofur-metnaðarfullu, fjölskyldu-vanrækjandi konum inn á launaskrá sína, borga þeim lægri laun en karlkynsstarfsmönnum sínum og uppskera ofsagróða? 

Því það er ekki eftir neinum slíkum ofsagróða að sækjast. Hann er ekki til. Konur sætta sig ekki við lægri laun. Lögin banna það en það er aukaatriði. Aðalatriðið er að þessir vinnukraftar kvenna eru einfaldlega metnir á nákvæmlega sama hátt og karlanna.

Það sem skiptir máli í vinnunni er andstæða þess að hafa áhuga á því að rækta vini og fjölskyldu. Flest okkar finnum eitthvað hentugt jafnvægi. Það má hrósa ofurduglega starfsmanninum fyrir framlag sitt á vinnustaðnum en líka gagnrýna hann fyrir að vanrækja börnin sín. Það má gagnrýna þann sem hendir alltaf vinnunni frá sér um leið og einhver krakkinn heima hóstar oftar en tvisvar á sama morgni. 

Vissulega er það innbyggt í vinstrimenn að hugsa bara um peningana sem fylgja launaumslaginu. Það þýðir ekkert að segja þeim að önnur gildi skipta meira máli fyrir sumum. Vísindalega er allt tal um kynbundinn launamun kjaftæði og rökfræðilega gengur slíkt tal heldur ekki upp, a.m.k. ef maður hefur lágmarksþekkingu á lögmálum hagfræðinnar.

Ef ekki væri fyrir eilífa afskiptasemi hins opinbera væri þessi umræða bara svolítill sandkassaleikur á bloggsíðunum og Facebook, á sömu línu og rökræður um þróunarkenningu Darwins sem fáir efast en sumir neita að kaupa vegna trúarskoðana. En hið opinbera ætlar hér að þenja sig enn meira út. Vinsamlegast, kæra ríkisvald, slepptu því. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er vænlegt fyrir popúlista og lýðskrumara að búa sér til fórnarlömb til að berjast fyrir. Svo er um þetta mál og alla þess strámenn.

sömu laun fyrir sömu vinnu var alltaf keppikeflið, en nú þegar sá jöfnuður er innsiglaður, þá á að ræða tekjur í stað launa. Mottóið kannski sömu tekjur óháð vinnu.

Karlmenn eru tekjuhærri, einfaldlega af því að þeir vinna meira og eru í drulludjobbum sem gefa betri laun. Starfsgreinar, sem konur sækja yfirleytt ekki í.

Það þarf enginn að segja mér að þetta fólk þekki ekki muninn á launum og tekjum. Það segir mér að óheiðarleiki og lýðskrum raði för. 

Vinstri flokkarnir þrífast ekki án vandamála, en þegar þau eru engin, þá búa þeir þau bara til.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.2.2017 kl. 01:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband