Er ódýrara að vinna eða ferðast?

Opinberir starfsmenn og sérstaklega stjórnmálamenn ferðast mikið vegna vinnu sinnar. Það kostar auðvitað sitt fyrir skattgreiðendur og hefur vafasaman ávinning í för með sér. 

Ég er hins vegar í klípu. Er hugsanlega ódýrara að hafa opinberan starfsmann í vinnuferð með tilheyrandi flugmiðakaupum, dagpeningum og rauðvínsdrykkju á kostnað skattgreiðenda á kvöldin en að hafa hann í fullri vinnu á Íslandi?

Opinber starfsmaður í vinnuferð getur voðalega lítið gert af sér. Hann er aðallega að hlusta á aðra tala og eiga við timburmenn eftir þambið á flugvellinum og opinberu mótttökunum. Opinber starfsmaður í fullri vinnu er að framleiða reglugerðir og skýrslur sem geta skaðað hagsmuni launþega og fyrirtækja. 

Það liggur t.d. alveg fyrir að það er ódýrara að hafa þingmenn í jóla- og sumarfríi en í sölum Alþingis að framleiða skatta og hamlandi reglugerðir. Þess vegna vil ég lengja jólafrí þingmanna til sumarsins svo þeir fái góða 9 mánuði til að slappa af. En gildir það sama um vinnuferðir opinberra starfsmanna erlendis? Ég er ekki alveg viss. Kannski bara já. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta gefur mér hugmynd.

Ég legg til að það verði gert að sér-forréttindum þingmanna að fá alltaf brennivín að eigin vali heimsent.

Ef bjór: kippa af hálfslíters 5.6% á dag, eða tvær ef menn biðja um slíkt.  Flaska af rauðvíni ef menn biðja um það.  Eitthvað spænskt.  Eða tvær.

Eða flaska af Rússa vodka að eigin vali.

Þannig verða flestir illa vinnufærir vegna svima alltaf.

Jafnvel mætti hugsa sér að gera bara eins og í Ródeíu back in ðe sixties, og bjóða þeim að velja sprautu af heóínu eða línu af kóki eftir þörf/löngun svo lengi sem þeir tolla í embætti.  Svona með.

Þetta gæti sparað milljónir, jafnvel milljarða til langframa. 

Ásgrímur Hartmannsson, 18.2.2017 kl. 18:12

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Já hví ekki. Ræðurnar yrðu a.m.k. skemmtilegri.

Geir Ágústsson, 18.2.2017 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband