Svarthvíta sjónvarpið

Það er til einföld leið til að flokka þingmenn: Hegða þér eins og Steingrímur J. eða ekki?

Steingrímur J. Sigfússon var á móti bjórnum, litasjónvarpinu og frjálsu útvarpi. Menn hlægja sjálfsagt að því í dag að þessir hlutir hafi verið ræddir af fúlustu alvöru á Alþingi og að menn hafi haft skiptar skoðanir. En jú, menn töluðu af fúlustu alvöru um að það væri alveg nóg að hafa sjónvarp í svarthvítu. Helsti ókosturinn væri sá að það væri erfitt að greina á milli liða í boltaíþróttum sem væri nú smávægilegt vandamál engu að síður sem réttlæti alls ekki sjónvarp í lit.

Það kemur að því að bjór fari í íslenskar matvöruverslanir. Heimurinn mun ekki fara til fjandans. Menn munu hlægja að þeirri tilhugsun að svona hafi ástandið ekki alltaf verið og minnast þingmanna sem börðust gegn fyrirkomulaginu sem kjána. 


mbl.is Allt er þegar þrennt er?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það þarf engan sérfræðing til að sjá að Steingrímur Jóhann Sigfússon er ekki beittasti hnífurinn í hnífaparaskúffunni, so to speak.

Getur einhver nefnt eitthvað sem að Steingrímur Jóhann Sigfússon hfur gert í þágu landsmanna, þá á ég við aðra en peningaelítuna?

Ég man ekki eftir einu einasta sem Steingrímur Jóhann hefur gert fyrir hinn almenna borgara.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 12.2.2017 kl. 23:43

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann var líka á móti internetinu og taldi það tískubólu sem fjara myndi út.

Framsýni og víðsýni er ekki hans forté. Það er nokkuð víst.

Annars var það Jónas Árnason sem hélt fræga ræðu gegn litasjónvarpinu. Að sjálfsögðu voru vinstri gramir torfkofalúðar sammála honum um þetta. 

Jón Steinar Ragnarsson, 13.2.2017 kl. 06:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband