Bland.is fær innspýtingu í æð

Það sem má ekki selja en einhver telur að séu verðmæti verður selt. Það má kannski orða þetta betur en svona er þetta samt.

Fílabein má ekki selja á heimsmarkaði en er engu að síður selt. Á sumum svæðum eru fílar skotnir skipulega og löglega vegna offjölgunar og beinum þeirra fargað. Á öðrum eru fílar skotnir ólöglega, beinin fjarlægð og þau seld á svörtum markaði fyrir stórfé vegna hins takmarkaða framboðs. Niðurstaðan er að mikið magn varnings nær ekki á markað en það sem kemst á markað selst á uppsprengdu verði og gerir áhættuna fyrir veiðiþjófa þess virði.

Nú hefur Fjölskylduhjálp Íslands borist gjöf - 200 pelsar sem má ekki selja. Þeir munu margir hverjir enda á sölusíðum bland.is og pelsarnir síðan birtast á öxlum þeirra sem hafa efni á þeim. Eftirspurnin er til staðar og pelsarnir hafa eitthvað söluandvirði. 

Pelsarnir munu því koma að góðum notum: Þeir sem fá pelsana gefins geta selt þá og eignast smá aur, og þeir sem vilja pelsa og hafa efni á því fá sinn pels og e.t.v. á aðeins lægra verði en út úr búð. Allir græða. 

Þeir einu sem sitja eftir með sárt ennið eru þeir sem gáfu pelsana sína til þess eins að sjá þá á öxlum annars fólks úti á götu. En þeim er kannski bara alveg sama og telja sig hafa sýnt táknræna afstöðu gegn ræktun dýra til pelsagerðar. Þannig hafa þessir einstaklingar kannski minnkað pelsamarkaðinn sem neyðir einhverja pelsaræktendur til að loka. Það væri a.m.k. hálfur sigur. 

(Fyrirvari: Ég er ekki með neinum hætti að gagnrýna gjöfina. Mér finnst hún vera góðverk og verðskulda hrós. Ég bendi bara á að lögmál hagfræðinnar fjúka ekki út um gluggann þótt einhver reyni að banna þau.)


mbl.is Fátækum gefnir 200 pelsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband