2007

Við lifum á sérkennilegum tímum. Sérfræðingar og seðlabankar segja okkur að einkaneysla sé góð, að vextir á lánum eigi að vera lágir, að sparnaður dragi fé úr fjárfestingum, að ríkisvaldið eigi að einoka peningaframleiðslu og að verðbólga sé betri en verðhjöðnun. 

Allt er þetta meira og minna andstæða þess sem er rétt. Aukning einkaneyslu er ekki endilega góð, lágir vextir eru ekki endilega góðir, sparnaður er góður, einokun ríkisvaldsins á peningaframleiðslu er slæm og verðbólga er ekki skárri en verðhjöðnun (fyrir suma er verðbólga góð og fyrir aðra er verðhjöðnun góð).

Bankarnir eru himinlifandi með þessar röngu fullyrðingar sérfræðinganna. Þeir vilja verðbólgu því það þýðir peningaprentun sem þeir geta grætt á. Þeir vilja lána út fé og rukka bæði vexti og þóknanir fyrir en um leið draga að sér sparnað sem þeir borga lága vexti fyrir. 

Um leið vita þeir af ef og þegar allt fer til fjandans þá komast hluthafar í burtu með sitt og reikninginn má senda á skattgreiðendur.

Voru annars ekki allir búnir að lesa Ábyrgðarkverið?


mbl.is Með 3,2 milljarða í árslaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í þetta skiptið hafa menn a.m.k. annan möguleika: Dulmálsgjaldmiðla eins og Bitcoin.

Erfiðara að nálgast þá vegna haftanna, en ég mæli sterklega með því að sem flestir Íslendingar taki nokkrar utanlandsferðir og kaupi sér Bitcoin með skömmtunarseðlunum sem þeir fengu að taka með sér.

Stökkvið af sökkvandi skipi og yfir í björgunarbátinn.

RE (IP-tala skráð) 22.1.2017 kl. 12:37

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Menn hafa alltaf haft möguleika, t.d. gull og silfur eða gjaldmiðla bundna við gull eða gjaldmiðla ríkja sem fara sér hægar í að skemma þá en önnur. En jú þessi möguleiki hefur bæst við.

Besta ráðið er samt að forðast skuldir en til vara að skulda ekki meira en svo að töluvert tekjutap ráði samt við afborganir.

Og ef menn eru bjartsýnir er hægt að reyna hafa áhrif á kosningar þannig að til valda kjósist þeir frambjóðendur sem hafa sem minnstan áhuga á sósíalisma. 

Geir Ágústsson, 23.1.2017 kl. 05:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband