Stjórnarandstöðukreppa

Stjórnarandstaðan er í kreppu. Hagkerfið er í blóma, skuldir hins opinbera eru greiddar niður, fé fossar í ríkisreksturinn og atvinnuleysi er svo gott sem ósýnilegt auk þess sem kaupmáttur launa er að hækka.

Hvernig á stjórnarandstaðan að snúa sér þegar staðan er svona?

Hún gæti auðvitað bent á að ríkisreksturinn er of stór, skuldirnar ekki greiddar nógu hratt niður og skattarnir alltof háir. En nei, stjórnarandstaðan er samansafn sósíalista sem líta á skattgreiðendur sem hlaðborð sem má borða endalaust af. Hún reynir því að gera aukaatriði að aðalatriðum og smámál að stórum málum.

Verði henni að góðu. 


mbl.is „Enn ákveðin stjórnarkreppa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Aðalkreppa stjórnarandstöðunnar er fólkið sjálft sem þar situr, bróðurparturinn af því fengi hvergi vinnu á almennum vinnumarkaði, þar er þess krafist að fólk sé hæft til viðkomandi starfa, einskis nýtir einstaklingar fá hvergi vinnu.  

Hrossabrestur, 14.1.2017 kl. 15:18

2 identicon

Hrossabrestur er með þetta.

Verður ekki betur sagt.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 14.1.2017 kl. 19:15

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Geir. Hún er flott, þessi nýja mynd af þér svona villimannlega höfuð/skegg-órakaður. Þú hefur breyst mikið á mynd, en það er innihald pistlanna þinna sem skipta eftir sem áður höfuðmáli.

Það er mismunandi fólk í öllum flokkum, og það vita flest allir sem hafa af einlægum vilja skoðað innihald flokkanna síðustu árin.

Það er okkur stóryrtum (eins og t.d. mér) víst árangursríkast að skilja að flokkseigendur breyta ekki myndinni af ásýnd sinni né flokkanna, með nýjum andlitum í fronti flokkseigendablekkinga-vefnaðinum.

Svo einfalt er þetta ekki lengur. Það verður ekki fleirum saklausum, duglegum, velviljuðum og ungum fórnað á svikaráðsembættanna/bankanna/lífeyrissjóðanna altari. Ekki án tilheyrandi niðurlægjandi afhjúpun á svikavefnaðinum skipulagða, fyrirskipaða og hvítflibbaofna.

Eina vörnin gegn enn einu heimsráns-aurdrullu-skriðuhruninu er að verjast því með upplýstum umræðum um staðreyndir. Enginn veit fyrir víst, hverjir verða fórnarlömb næstu spillingarkerfisins/veðurfarsins aurskriðu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.1.2017 kl. 23:44

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ekki ætla ég að fullyrða um atvinnumöguleika stjórnarandstöðuþingmanna eða hinna sem standa að stjórninni á almennum markaði. Persónulega gæti ég samt ekki hugsað mér að vinna með t.d. Birgittu Jónsdóttur eða Svandísi Svavarsdóttur og hvað þá Steingrími J. - fólk sem þrífst á því að berja höfðinu upp við stein og espa upp deilur meðal samstarfsfólks síns. 

Anna, tíminn er að vinna með þér og þú sýnir vonandi þolinmæði. Þú skalt þó ekki skammast út í afurðir kerfisins - lífeyrissjóðanna og bankanna - heldur vera velkomin í hóp þeirra sem gagnrýna ríkisrekna peningaframleiðslu með tilheyrandi útdeilingu á forréttindum til að féfletta almenning. Næsta hrun verður ekki annað bankahrun heldur margfalt stærra ríkissjóðahrun. Þá hverfur vonandi hlífiskjöldurinn yfir þeim sem nærast á fikti við peningamagnið. 

Geir Ágústsson, 16.1.2017 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband