Flokkar reyna að finna sársaukamörk skattgreiðenda

Höfum eitt á hreinu: Megnið af þessum stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna undanfarnar vikur hafa snúist um að finna sársaukamörk skattgreiðenda af öllu tagi. Sumir flokkar meina að þeim sé náð, aðrir að bæta megi í skattheimtuna.

Þegar einstaka stjórnmálamenn tala um skattgreiðendur eins og hlaðborð er illt í efni.

Það besta í stöðunni er því sennilega að engin ríkisstjórn sé á Íslandi, a.m.k. um hríð. Slíkt hefur marga kosti í för með sér eins og hér hefur verið rakið áður.

Ég legg til að þingmenn hvíli sig fram á nýja árið. Ég veit að sjálfsálit þeirra eftir kjör til Alþingis er uppblásið og að þeir telji sig hafa mikilvægu hlutverki að gegna að stýra skútunni, en svo er ekki. Þeir geta hvílt sig í marga mánuði. Lífið heldur áfram.


mbl.is Finna hvar sársaukamörkin liggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr!

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.12.2016 kl. 11:32

2 identicon

Belgía var ríkisstjórnarlaust í nær 2 ár.

Hvaða skeði.

Í fyrsta skipti í sögunni sýndi "The State of Belgia"

hagnað.

Innviðirnir eru til staðar og það þarf ekki endalaust

nýja vitleysinga á þing til að reyna búa til nýja

skattstofna svo hægt sé að búa til nýja hýt til að kasta í.

Endilega verið bara nógu lenig í fríi.

Best fyrir alla...:)

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 13.12.2016 kl. 13:28

3 identicon

Það má auðvitað hækka skatta verulega á árstekjur yfir 18 milljónir og leggja aftur auðlegðarskatt á td eignir yfir 120 milljónir. Þeim sem eru í þessari stöðu eiga mjög auðvelt með að greiða hærri skatta.

Heilbrigðiskerfið, skólarnir, vegakerfið og aðrir innviðir eru að hruni komnir. Allir flokkar segjast vilja bæta úr því en aðeins VG virðast meina það því að aðrir flokkar vilja ekki leggja fé í þessar umbætur.

Þetta er dæmigert fyrir marga Íslendinga. Það er mjög algengt að krefjast skattalækkana en heimta um leið aukið fé í innviði. Skortur á rökhugsun virðist hrjá margan Íslendinginn.

Hátekjuskattur og auðlegðarskattur reyndust mjög vel á næstsíðasta kjörtímabili. Það er því ansi langsótt að halda því fram að slíkir skattar nái ekki tilgangi sínum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 13.12.2016 kl. 18:22

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásmundur,

Hver er tilgangur skattheimtu?

Er það að afla ríkisvaldinu tekna til að sjá um ákveðna og fyrirfram og vel skilgreinda þjónustu?

Eða til að jafna kjör?

Hver er þinni mælikvarði á að skattheimta "heppnist vel"?

Geir Ágústsson, 14.12.2016 kl. 09:01

5 identicon

Hvorutveggja. Tilgangur skattheimtu er að afla tekna til innviða samfélagsins og til að jafna kjörin.

Þegar innviðir eru að hruni komnir er ljóst að auka þarf skatta til að koma málum í rétt horf. Þá liggur beint við að þeir sem eru með ofurlaun og/eða eiga miklar eignir greiði hærri skatta enda hæsta skattþrep lágt á Íslandi.

Flestir vilja bæta innviðina verulega. Samt virðist ekki mikill áhugi á hærri sköttum jafnvel þó að þeir einskorðist við þá sem best eru staddir. Hvað veldur?

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.12.2016 kl. 16:34

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Það sem veldur er að það eru ekki allir sammála skilgreiningu þinni á hlutverki skatta og hlutverki ríkisins almennt. Í mörgum ríkjum er búið að snúa meirihluta kjósenda á þína sveif og ríkið fær að þenjast út, ýmist hægt og rólega eða hratt og örugglega. Það eru ríkin sem eru að dragast aftur úr í lífsgæðum (allra þegna) og uppbyggingu (á öllu). 

Geir Ágústsson, 14.12.2016 kl. 18:28

7 identicon

Þvílík öfugmæli! Ríki þar sem skattar á háar tekjur eru hæstir eru mestu velferðarríki heims. Nægir að nefna Norðurlöndin i því sambandi. 

En kannski telurðu aðeins með tekjuhæstu einstaklingana. það má vera að hagur þeirra hafi versnað tiltölulega. Það væri auðvitað frábært enda er það almennt viðurkennt að síaukinn ójöfnuður sé ein mesta vá sem steðjar að mannkyninu í dag.

Sagan sýnir að háir skattar á hæstu tekjur hafa leitt til velferðar en lágir skattar á hæstu tekjur hafa leitt til hruns.

Þegar Bandaríkin þóttu fyrirmyndarríki voru skattar á hæstu tekjur mjög háir. Þeir voru um 90% seinni hluta stríðsins og næstu ár á eftir en síðan um 70% fram til 1980.

Í undanfara hruna 1929 og 2008 voru skattar á hæstu tekjur hins vegar í lágmarki, kringum 30% eða rúmlega það. Það þarf ekki mikla skarpskyggni til að sjá að slík skattlagning leiðir til sífellt meiri ójafnaðar sem endar óhjákvæmilega með hruni.

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.12.2016 kl. 22:13

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Ég hef séð þig bera þessa söguskýringu á borð áður. Það sem vantar samt að útskýra er af hverju auðmenn sætta sig við ofurskattlagningu. Einnig að útskýra hvernig skattlagning á hæstu tekjur dugir til að fjármagna eitthvað að ráði (yfirleitt skila slíkir skattir mjög litlu í ríkissjóð og eru miklu frekar ætlaðir sem táknrænt flenging á þeim sem þéna vel). 

Geir Ágústsson, 15.12.2016 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband