Æfingarbúðir vinstrimanna

Það má vorkenna Reykvíkingum. Þeir kjósa yfir sig vinstristjórnir trekk í trekk og alltaf er niðurstaðan sú sama: Skattar eru botnaðir, skuldir eru auknar og grunnþjónustan er vanrækt. Stokkhólmsheilkennið er sterkt í Reykvíkingum. Þeir elska kvalara sinn. Mætti kannski kalla það Reykjavíkurheilkennið?

Um leið bjóða hægrimenn í borginni ekki upp á mjög afgerandi valkost við vinstriflokkana. Tal þeirra er a.m.k. mjög varfærnislegt oft á tíðum, því miður. 

Stærðarhagkvæmni er klárlega ekki eitthvað sem á við um rekstur sveitarfélaga á Íslandi eins og Óli Björn Kárason þingmaður bendir á í þessari grein og ég hef sjálfur bent á í annarri grein. Þingmenn ættu að gera það að forgangsatriði að opna löggjöfina þannig að sundrung sveitarfélaga í smærri sveitarfélög verði auðveldari og fækka um leið lagaskyldum sem hvíla á herðum þeirra sem og kvöðum eins og lágmarksútsvari.

 


mbl.is Borgin hækkar gjaldskrár um áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband