Málamyndastjórn fram til kosninga í vor

Nú hafa flokkarnir reynt að pússa sig saman í margar vikur án niðurstöðu. Það er því kominn tími til að horfast í augu við það sem blasir við: Málamyndastjórn til vors og kosningar til Alþingis þá.

Öll stjórnarmunstur sem gætu hugsanlega komið orðið að veruleika með núverandi flokkum í núverandi stærð þeirra yrðu slæm.

ESB-flokkarnir taka t.d. of mikið pláss og hugmyndir þeirra um að rústa fiskveiðistjórnarkerfinu áður en Brussel tekur við því eru slæmar. Raunar skil ég ekki af hverju ESB-flokkarnir vilja hrófla við einhverju því ef ósk þeirra um ESB-aðild rætist flyst forræðis hvort eð er til Brussel og þá skiptir engu máli hvernig eitthvað lítur út í dag eða á morgun.

Vinstriflokkarnir þurfa að endurstokka kennitölur sínar og ákveða hvað þeir vilja. Eru þeir Samfylking, Píratar, VG, Björt framtíð eða hvað?

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hefðu líka gott af naflaskoðun. Vilja Sjálfstæðismenn halda áfram að styrkja landbúnaðarkerfið í núverandi mynd og halda uppi Ríkisútvarpi Vinstrimanna (RÚV) á kostnað skattgreiðenda og annarra fjölmiðla? Á að berjast af alvöru fyrir lægri sköttum og minna ríkisvaldi eða bara standa í stað og vera í varnarbaráttu fyrir núverandi fyrirkomulag hins opinbera?

Vilja Framsóknarmenn halda í ríkisútgjöldin eða lækka skattana? Á ríkið að reka öll þess fyrirtæki? Á opinbera eftirlitsbatteríið áfram að taka svona mikið pláss?

Flokkarnir þurfa að skerpa línurnar fyrir kosningar í vor.

Kjósendur kunna vel að meta skýra valkosti en fengu enga og niðurstaðan var ógrynni flokka sem halda á lofti allskyns kröfum sem falla ekki að kröfum neinna annarra. 

Málamyndastjórn til vors gæfi Íslendingum kleift að ná andanum og gera áætlanir sem byggjast á því að ríkisvaldið hlaupi ekki út um allt með sprengiefni og sprengi allar áætlanir í loft upp. 

Ég bíð spenntur eftir að þessi tillaga verði lögð fram. 


mbl.is Vill hlé á stjórnarmyndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband