Börn eru peð og peðum má fórna

Kennarar eiga mikla samúð skilið. Þeir eru múlbundnir innan kerfis sem verðlaunar hvorki dugnað né áhuga. Til að fá launahækkun þarf einfaldlega að eldast eða bæta við sig gráðum. 

Ekki er samt hægt að hrósa þeim fyrir lausnamiðaða hugsun. Þeir vilja að því er virðist hvergi annars staðar vera. Þeim líkar vel við að vera opinberir starfsmenn með tryggðan lífeyri og allt að því óendanlegt starfsöryggi. 

Af því leiðir að þegar ekki er orðið við kröfum þeirra er bara eitt til ráða: Að fara í skák við hið opinbera. Til að spila skák þarf peð og þar koma börnin til leiks. Þeim er fórnað. Sótt er hart og peðum óspart beitt. Hvergi skal slakað á fyrr en mótherjinn hefur ekki samvisku í að drepa fleiri peð.

Svipaða leið fóru starfsmenn í heilbrigðiskerfinu fyrir skömmu en þar voru sjúklingarnir peðin.

Spá kennarar og hjúkrunarfræðingar og aðrir opinberir starfsmenn aldrei í því af hverju starfsmenn einkafyrirtækja fara hvorki í verkfall né hópuppsagnir?


mbl.is Stærsta hópuppsögn kennara í 20 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið satt og rétt hjá þér - nema þetta með samúðina.  Get ómögulega komið mér upp samúð með barnamorðingum.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.11.2016 kl. 07:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband