Öfgakenndar sveiflur eru ekkert markaðslögmál

Margir halda ranglega að frjálst markaðshagkerfi sé einhvern veginn óstöðugra en lokað hagkerfi. Það er ekki rétt. Í frjálsu markaðshagkerfi, þar sem einkaaðilar sjá um að fjárfesta, spara og eyða og þar sem ríkisvaldið heldur sig við fá og afmörkuð verkefni (peningaútgáfa ekki þar á meðal) má búast við samfelldri aukningu fjárfestinga sem leiðir til samfelldrar lífskjarabóta fyrir alla.

Þá fyrst að ríkisvaldið er duglegt að flytja fé úr einum vasa í annan, setja hafsjó af reglum og framleiða peninga er hætt við að sveiflur verði til og verði öfgakenndar.

Seinasta hrun var bankahrun. Þarseinasta hrun var hrun hlutabréfa í tæknigeiranum. Næsta hrun verður ríkissjóðahrun. Kannski læra menn þá að vantreysta stjórnmálamönnum fyrir peningaútgáfu og krefjast þess að hún snúi aftur á hinn frjálsa markað þar sem hún á heima ásamt annarri framleiðslu og þjónustu.  


mbl.is Áfram útsett fyrir öfgakenndum sveiflum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Kannski læra menn þá að vantreysta stjórnmálamönnum ..."

Einn bjartsýnn.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.8.2016 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband