Hið íslenska aðhald

Íslendingar gera miklar kröfur til þeirra einkafyrirtækja sem þeir stunda viðskipti við. Þar skal allt vera í lagi - varan, þjónustan, viðmótið, aðstaðan og verðið - því annars er kvartað. Þetta aðhald er gott og heldur fyrirtækjum á tánum. Fyrir vikið má yfirleitt reikna með því að allt sé í lagi - annars skal kvartað og helst á samfélagsmiðlum.

Þegar kemur að samskiptum og viðskiptum við hið opinbera er eins og aðhaldið gufi upp. Þá láta Íslendingar sig hafa það að standa í löngum biðröðum þar sem aðstaða er léleg (dæmi: Sýslumaðurinn í Kópavogi). Menn sætta sig við að borga himinháa skatta og ofan á það allskyns umsýslu- og pappírsgjöld. Viðmót starfsfólk er aukaatriði því þakklætið fyrir að fá yfirleitt að komast að er svo mikið. Opnunartímar eru aukaatriði - fólk tekur sér frí svo klukkustundum skiptir til að standa í röð og keyra á milli staða og finnst þetta allt vera skiljanlegt umstang til að útvega einfalda pappíra.

Ég held að ég geti sagt fyrir mitt leyti að þetta aðhaldsleysi þegar kemur að hinu opinbera sé ekki til staðar á hinum Norðurlöndunum. Þar gera menn líka kröfur á hið opinbera - að þjónustan sé skilvirk, að ekki sé innheimt mikið ofan á það sem skatturinn hefur nú þegar hirt og helst að hægt sé að ganga frá öllu í gegnum tölvu á hentugum tíma sólarhrings. 

Hið íslenska aðhald mætti virkja víðar og til að gera það dugir ekkert minna en að einkavæða stóra afkima hins opinbera umráðasvæðis og koma í hendur einkaaðila. 


mbl.is Pítsustaður rukkaði viðskiptavin um leigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ætli þessi tryggi viðskiptavinur láti á það reyna í ellefta skiptið að fá ranga afgreiðslu áður en hann telur viðskiptin fullreynd?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.7.2016 kl. 11:14

2 identicon

Sighvatur kenndi sér klígju,

er kokgleypt'ann pissu 10,

en síga lét deigan,

er skuldfærð var leigan,

svo hann hóf pissukeppnin að nýju! foot-in-mouth

Þjóðólfur í Þrætuepli (IP-tala skráð) 24.7.2016 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband