Bannað að rífa ónýtan kofa

Víða hafa sveitarfélög komið sér upp hentugu fyrirkomulagi sem snýst um að peningar skattgreiðenda eru bundnir í lóðir á umráðasvæði þeirra og þeir sem vilja byggja þurfa að leigja landið frekar en að geta keypt það.

Sveitarfélögin verða með þessu móti að risastórum leigusölum sem geta skipað leigjendum sínum fyrir nánast eftir geðþótta.

Að auki hafa sveitarfélög einhvers konar torskiljanlegt vald til að ráðskast með eigur sem standa á landi í einkaeigu innan landamæra sveitarfélagsins. Þau geta jafnvel bannað niðurrif ónýtra bygginga á landi í einkaeigu ef þannig liggur á þeim. 

Skipulagsvaldið kemur því víða við. Með því segja sveitarfélögin hvers konar rekstur má vera á hverjum stað, hvað hann má hafa opið lengi, hvar má reykja og hvar ekki, hvernig málningin utan hússins eigi að vera á litinn og hvað herbergin eiga að vera mörg innandyra svo dæmi séu tekin. 

Þetta er mikið vald og því er hiklaust beitt og jafnvel misbeitt og það virðist ekki vera hægt að gera neitt til að temja það. 

Er ekki kominn tími til að endurskoða þetta fyrirkomulag aðeins? 


mbl.is Segja byggingu óhentuga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og þú bentir á annars staðar, þá er að sjálfsögðu er kominn tími á að skipta Íslandi upp í mörg sjálfstæð ríki. Þá gætu t.d. Egilsstaðir lækkað skatta niður í 0% og orðið að hinu íslenska Hong Kong eftir örfá ár. Kannski myndi Akureyri leyfa fólki að ákvarða herbergjafjölda á sinni einkaeign.

D. S. (IP-tala skráð) 21.7.2016 kl. 17:42

2 identicon

Ríki og borg ætlaði í gegnum Minjavernd að endurbyggja Franskan spítalan á Fáskrúðsfirði fyrir 250 milljónir en kostnaðurinn fór upp í 1,2 milljarða.  Núna ætlar Minjavernd í samkrulli við Ólafsdalsfélagið að endurbyggja flest hús sem voru í Ólafsdal fyrir litlar 400 milljónir.  Svavar Gestsson situr í stjórn Ólafsdalsfélagsins.  Almenningur þarf að losa sig við stjórnmálamenn og fyrrum stjórnmálamenn.  Það væri strax ágætis byrjun.         

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.7.2016 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband