Neytendastofu má óhætt leggja niður

Ríkisvaldið kemur víða við:

Neyt­enda­stofa kannaði ástand verðmerk­inga hjá veit­ingastaðnum Silf­ur í Hafnar­f­irði og leiddi skoðunin í ljós að mat­seðil vantaði við inn­göngu­dyr ...

Hvar var þessi matseðill eiginlega? Ég vona að viðskiptavinir staðarins hafi komist að því einhvern veginn að Big Mac var ekki í boði. Neytendastofa segir kannski frá því hvernig sú uppgötvun fór fram. 


mbl.is Veitingastaðurinn Silfur sektaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er auðvitað þægilegt fyrir hugsanlega viðskiptavini að geta skoðað matseðil áður en komið er inn á veitingastað. Þetta vita veitingamenn og því setja þeir yfirleitt matseðla á áberandi stað við innganginn. Geri þeir það ekki, nú þá eru það vístast þeir sjálfir sem verða fyrir tjóni þegar viðskiptavinirnir labba framhjá í stað þess að fara inn á staðinn. Það er vandséð að það sé í verkahring opinberra aðila að sjá um að eigendur fyrirtækja passi upp á eigin hagsmuni.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.7.2016 kl. 20:17

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Kannski var stefnan einmitt sú að höfða til fastakúnna sem þurfa ekki matseðil fyrr en þeir setjast. Hver veit? Nú er sú viðleitni kramin til dauða því hún passar ekki inn í regluverkið. 

Geir Ágústsson, 21.7.2016 kl. 04:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband