Til hamingju með nýja forsetann

Til hamingju, Íslendingar, með nýja forsetann. Aðdragandinn að kjöri hans var spennandi en flestir ættu að geta unað niðurstöðunni þótt gamalt fólk og íbúar landsbyggðarinnar hafi fengið að kjósa til jafns við menntaelítuna í höfuðborginni. 

Ég er alveg viss um að Guðni eigi eftir að gera sitt besta til að rækja skyldur embættisins, a.m.k. þær formlegu. Vonandi lætur hann ekki íslenska vinstrið ráðskast of mikið með sig. Vonandi nær hann að standa á sínu í viðtölum við erlenda blaðamenn og helst án þess að hans helsta uppskera verði vorkunn.

Vonandi allt þetta og meira til.

Til hamingju enn og aftur. 


mbl.is Stefnan að sameina en ekki sundra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband