Guðni misskildi

Forsetaframbjóðandinn Guðni Th. Jóhannesson segir:

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afvegaleiddi erlenda blaðamenn, að sögn Guðna Th. Jóhannessonar forsetaframbjóðanda, þegar umræðan um Icesave stóð sem hæst.

Það er hætt við að Ólafur svari fyrir sig hérna, jafnvel harkalega. Þá þarf Guðni að útskýra sitt mál. Það hefur honum ekki alltaf gengið vel. Ýmist ásakar hann þá sem gagnrýna hann um að misskilja, taka orð úr samhengi eða beinlínis segja ósatt þótt engin lygi hafi verið sögð. 

Hvernig ætli Guðna muni ganga að eiga við erlenda blaðamenn ef og þegar til þess kemur? Mun hann geta það án þess að fólk vorkenni honum?

En gott og vel, það lítur út fyrir að þjóðin ætli að gefa Guðna tækifæri til að vera ekki-Davíð. Ef það gengur eftir óska ég honum alls hins besta. 


mbl.is „Ólafur fór stundum á ystu nöf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Maðurinn er ekki orðinn Forseti og byrjaður að skíta á störf sitjandi Forseta. Ég spyr er þetta vísir af því sem koma skal...

Hr.Ólafur Ragnar á skilið mikið þakklæti fyrir það hvernig hann studdi almenning í Landinu í þessari Icesave deilu.

Guðni hefði kannski sagt að við almenningur hefðum ekki vit á þessu og ættum bara að þegja og borga...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.6.2016 kl. 07:44

2 identicon

Þegar Buchheit-samningurinn lá fyrir var mikil ánægja með hann. Allir stjórnmálaflokkar nema Framsókn studdu samninginn eða 70% þingmanna, og mikill meirihluti þjóðarinnar var hlynntur honum skv skoðanakönnunum. Hvers vegna í ósköpunum skyldi forseti þá hafa skotið málinu til þjóðarinnar?

Nú er komið í ljós að ríkið hefði þurft að greiða 46 milljarða vegna Icesave ef samningurinn hefði verið samþykktur og undanþága frá gjaldeyrishöftum hefði verið veitt á sama tíma og raunin varð. Undanþágan hefði þó örugglega verið veitt fyrr vegna þess að hagsmunir ríkisins voru í húfi. Upphæðin hefði því verið enn lægri.

Viðskiptaráð hefur upplýst að gjaldeyrishöftin kosta okkur 60 milljarða á ári. Tafir á losun hafta vegna höfnunar Buchheit-samningsins, þjóðaratkvæðagreiðslunnar og eftirfarandi málaferla hafa því kostað okkur mun meira en 46 milljarða að ógleymdum skaða vegna lækkaðs lánshæfismats niður í ruslflokk.

ÓRG gerði því þjóðinni ekki neinn greiða með því að synja Buchheit samningnum undirskriftar. Þvert á móti setti hann þjóðina í mikla hættu. Ef við hefðum tapað málinu hefði tjónið orðið gífurlegt.

Mér finnst ótrúlegt að ÓRG hafi ekki treyst úrvali samningamanna og færustu lögmönnum landsins eða jafnvel sjálfur séð að það væri óráð að hafna samningnum. Ég tel því ljóst að synjun hans hafi verið hreint lýðskrum. Við megum því hrósa happi fyrir að hafa sloppið með skrekkinn.

Ásmundur (IP-tala skráð) 23.6.2016 kl. 10:34

3 identicon

Sæll Geir.

Það virðist sem Guðni Thorlacius geti verið 
nokkur hrakfallabálkur þegar kemur að
því sem menn telja sögulegar staðreyndir.

Nýlegt dæmi um þetta er bók rannsóknarprófessors
sem skrifar fullum fetum að Frelsarinn hafi fæðst
í Nazaret.

Eins og títt er um góðar bókmenntir og enn betri fræðinga fá
þeir gjarna aðra sér miklum mun virtari til að leggja blessun
sína á þau meistarastykki sem þeir semja.
Í þessu tilfelli fer Guðni Thorlacius viðurkenningarorðum
um höfundinn.

Það er í sjálfu sér vel hugsað og ekkert að því að finna.

Öllu verra er þegar innihald bókar stangast á við það sem best
er vitað í veigamiklum atriðum.

Þau börn sem hafa þolað þá miklu raun og það sérstaka ofbeldi
sem því fylgir að taka þátt í starfi Sunnudagaskóla eða
álíka starfi innan kirkjunnar eða í öðru safnaðarstarfi
vita að Kristur fæddist í Betlehem en ólst upp í Nazaret.

Húsari. (IP-tala skráð) 23.6.2016 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband