Hvað veldur fátækt?

Félagi minn var að deila þessu á fjésbókarsíðu sinni:

981120_1072110046152859_9181885515310069047_o

Þessi stutti texti segir langa sögu. Nú er það ekki svo að mannkynið er af náttúrunnar hendi baðað í velmegun. Meira að segja eplin þarf að týna ef þau vaxa einhvers staðar. Maðurinn er fátækur nema hann komi sér upp verkaskiptingu og fyrirkomulagi sem gerir honum kleift að auðgast. Ef umgjörð samfélags hans er þannig skrúfuð saman þá heldur hann áfram að vera fátækur. Það er líka hægt að svipta manninn auði sínum með því að hirða allt af honum eða meina honum að framleiða verðmæti.

Í stað þess að spyrja hvað veldur fátækt er oft betra að spyrja hvað veldur velmegun. Vinstrimenn koma hér að tómum kofanum. Öll þeirra stjórnmálaheimspeki gengur út á að mikil efnisleg gæði séu til staðar sem þarf bara að "dreifa" á annan hátt, eða "skipta" öðruvísi. Þeir hafa ekki neinar hugmyndir um það hvernig á að framleiða verðmætin til að byrja með. 

Minnumst þetta næst þegar við heyrum stjórnmálamanninn lofa allskyns góðverkum með eigur annarra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband